Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1953, Side 16

Náttúrufræðingurinn - 1953, Side 16
10 NÁTTtJRUFRÆÐINGURINN um hra unhólana. En „tangarsókn“ er mjög óheppileg í því stríði, sem Helliskvísl heyr: Margar smákvíslar týnast í hraunsvelgi, og rennslið í heild minnkar sýnilega, eftir því sem lengra kemur. Frá vaðinu, þar sem bilaslóðin til Landmannalauga og Veiðivatna liggur yfir Helliskvísl, verður hraunið því nær hallalaust norður að Tagli. Þar dreifist áin mjög um leiru, sem hún hefur sjálf myndað. Ég skoðaði þessa leiru 9. júlí s.l. sumar. Þá var hlý sunnanátt, rign- ing frammi i sveitum, en bjart að fjallabaki. Upp úr hádeginu óx Helliskvísl ört, eflaust af sólbráð í efstu drögum. Hún var gruggug og ívið brúnleitari en títt er um jökulvötn. Kl. 2 e. h. mældist ár- vatnið 18,4° hlýtt, en lofthiti var 16,5°. Vatnið breiddist óðum um leiruna, og vantaði enn nokkuð á, að það næði hæsta fjöruborði frá einhverjum hinna næstu daga á undan. Þarna sást vel, hve leirinn er ánni nauðsynlegur til að þétta botninn. Fast við jaðra leirunnar beggja vegna ná gjótur og gjár í hrauninu langt niður fyrir vatns- borðið á leirunni. Margar þeirra voru samt þurrar í botn. En í öðr- um voru pollar eða þornuð pollastæði, og í sumar þeirra runnu jafn- vel vatnssytrur ofan af leirunrii og sigu niður. Þrátt fyrir leirbotn- inn minnkaði áin ískyggilega ört niður á við í hinum breiða farvegi á þessum kafla. Mér þótti fyrirsjáanlegt, að með þessu áframhaldi kæmist hún ekki nema fáum hundruðum metra lengra ofanjarðar. Samt var mér kunnugt um, að nokkrum árum áður hafði hún náð mörgum kílómetrum lengra niður á við. Hér hlaut því skammt fram undan að verða einhver breyting til hins betra á farveginum. Og sjá: Fast norður við Tagl hittir Helliskvísl á gil, sem leysingarvatn hef- ur grafið á mótum fjallsins og hraunsins. Þarna fellur hún í mörgum fossbunum út af flötu hrauninu og rennur síðan í einum streng norður eftir gilinu. Á fossbrúninni var svo mikið af árvatninn sigið niður, að vel mátti stikla það, sem uppi rann. En neðan við hraun- brúnina kom mikið af lekanum fram aftur í uppsprettum. Vatnið í þeim var ekki tært eins og í venjulegum hraunlindum, en þó mun minna gruggugt en árvatnið á fossbrúninni. í uppsprettunum mátti greina hvítan bréfmiða gegnum allt að 8 cm þykkt vatnslag, en gagn- sæi árvatnsins, mælt á sama hátt, var aðeins 3 cm. Mismunurinn fer allur í að þétta hraunið. Enn fremur var uppsprettuvatnið kaldara, aðeins 9°, þar sem ég mældi það, og er það þó miklu meiri hiti en gerist í lindum undan hraunum á þessum slóðum (í Rangárbotnum t. d. 3,0—4,5°). Lítill vafi er á, að allt vatnið í þessum uppsprettum

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.