Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1953, Side 34

Náttúrufræðingurinn - 1953, Side 34
174 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN úteyjum nema hin litla og tiltölulega nýstofnaða byggð í Rauðanúpi á Melrakkasléttu. 1 óbyggðum, sæbröttum og illkleifum eyjum eins og Eldey og Súlnaskeri í Vestmannaeyjum verpur súlan í breiðum uppi á eyjunum og í Eldey þekur hún eyjuna alveg að ofan. En auk þess verpur súlan á syllum og bekkjum eða hellisskútum og kórum utan í þverhníptu bergi eða á hallandi bergflám. Efreiðrið er allstór hraukur með grunnri laut í toppinn. Það er gert úr þangi og þara og enn fremur grastægjum eða öðrum landgróðri eftir því sem hann er að fá. Einnig finnast oft fjaðrir og smásprek eða annað rekald í hraukunum. Efraukarnir eru um 40 cm að þvermáli neðst, en nokkru mjórri í toppinn. Hæð þeirra er mjög mismunandi. Hæstu hrauk- arnir geta verið allt að því 1 m á hæð, en algengast er að þeir séu 30—40 cm á hæð. Fer hæð hraukanna eftir því, hvort um gamla hrauka er að ræða, sem bætt hefur verið við árlega um langt skeið, eða nýgerða hrauka. Hjá fuglum, sem verpa í fyrsta skipti, er hreið- urgerðin oft mjög lítilfjörleg. 1 þéttum súlubyggðum standa hrauk- arnir oft svo þétt, að á milli þeirra verða aðeins mjóir skorningar eða gjótur, sem saur fuglanna safnast fyrir í, og er þetta forarlag oft um 10 cm á þykkt. Vegna þess, hve úrkomusamt er hér á landi, getur forin ekki safnazt fyrir ár eftir ár, og hér myndast því ekki guanolög eins og í fuglabyggðum á vesturströnd Suður-Ameríku (Chile, Perú), þar sem úrkoma er mjög lítil eða engin. 1 rigningatíð verður forin að leðju, og í Eldey og Súlnaskeri falla þá leðjustraumar eftir skorum út af bjargbrúnunum. Súlan verpur aðeins einu eggi og er það tiltölulega litið í saman- burði við stærð fuglsins. Eggið er yzt klætt mjólkurhvítu, mjúku og ójöfnu kalklagi, sem oft losnar eða flagnar af á blettum, og sést þá í hinn ljósbláleita grunnlit eggsins. Ytra kalklagið litast fljótt af hreið- urefnunum og verður eggið þá gulbrúnt eða brúnt. Þegar fuglinn liggur á breiðir hann fæturna með útþöndum sundfitjum yfir eggið. Hér á landi fara fyrstu súlurnar að verpa um mánaðamótin marz og apríl. Aðalvarptíminn er í apríl, en súlur halcla samt áfram að verpa fram eftir öllum maímánuði. Afleiðingin af þessu verður sú, að í einni og sömu súlubyggð geta samtímis verið hreiður með eggj- um, og ungum á mjög ólíku þroskastigi. Talið er, að ásetutími súl- unnar sé rúmar 6 vikur og að ungarnir fari ekki á sjóinn fyrr en 10—11 vikum eftir að þeir koma úr egginu. Foreldrarnir skiptast á um að liggja á egginu og taka bæði þátt í fæðuöflun handa unganum og mötun hans. Eftir að unginn er kominn á sjóinn, skipta foreldr-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.