Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1953, Qupperneq 38

Náttúrufræðingurinn - 1953, Qupperneq 38
Þór Guðjónsson: Laxamerkingar 1947—51 Inngangur. Á fundi Lax- og silungsnefndar Alþjóðahafrannsóknaráðsins, sem haldinn var í Stokkhólmi 1946, var samþykkt tillaga um að mæla með því við lönd þau, sem fulltrúa áttu í nefndinni, að lögð yrði sérstök áherzla á að merkja lax í þeim tilgangi að afla sem nákvæmastrar þekkingar um göngur hans. Gert var ráð fyrir að merkja lax á þrem- ur stigum á æfiferli hans: 1 fyrsta lagi, þegar laxaseiðin ganga til sjávar (gönguseiði); í öðru lagi, þegar laxinn gengur meðfram strönd- um landanna á leið sinni í árnar, og í þriðja lagi, þegar liann hefur hrygnt (hoplax). Island hefur tekið þátt í þessu laxamerkingaráformi með því að merkja gönguseiði og hoplax. Hafa laxamerkingamar verið framkvæmdar af Veiðimálaskrifstofunni. Athugaðir voru mögu- leikar á að veiða lax í sjó til merkinga,, en ekki varð úr framkvæmd- um vegna fjárskorts. Laxveiði í sjó á líklegum stöðum hér við land hefði orðið afar kostnaðarsöm, þar sem áhjákvæmilega hefði orðið að fá hingað reynda erlenda veiðimenn með sérstakan veiðiútbúnað til að stunda veiðarnar. Gönguseiðamerkingar. Merkingar gönguseiða hófust vorið 1947 í tJlfarsá í Mosfellssveit. Úlfarsá var valin vegna þess, að hún er hæfilega vatnsmikil fyrir veiðiútbúnaðinn, sem nota þarf, svo og vegna nálægðar hennar við Reykjavik. Veitt var í gildru (,,ruse“), sem komið var fyrir í lygn- um hyl skammt ofan við ós tJlfarsár. Gildran sjálf er 2,8 m langur netbelgur úr fínmöskvuðu neti með þremr trektlaga mjóddum inn- an i, sem seiði eiga auðvelt með að ganga inn um, en komast ekki út um aftur. Gildran er 0,9 m á hæð og 1 m á breidd og mjókkar aftur. Er hún í tvennu lagi og er afturhlutinn bundinn við fram- hlutann. Afturhlutinn er leystur frá, þegar gildran er tæmd. Við gildruna sitt hvoru megin eru festir netavængir, 12 m langir, sem

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.