Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1953, Page 48

Náttúrufræðingurinn - 1953, Page 48
Jóhannes Áskelsson: Elding veldur jarðraski SíðastliðiS haust var mér bent á alleinkennilegt jarðrask vestur á Snæfellsnesi. Var mér sagt af kunnugum, að þar hefði eldingu lostið niður 21. júní í sumar og væri raskið af þeim sökum. Langar mig að lýsa ummerkjum að nokkru, eins og þau komu mér fyrir sjónir, þegar ég kom að þeim, röskum þremur mánuðum eftir að raskið varð. Staðurinn, sem jarðrask þetta varð á, liggur 600—700 m austan við túnið á Lágafelli syðra í Miklaholtshreppi og um það bil 150 m norðan þjóðvegar. Þegar ég kom þarna að, 28. september s.l., voru mnmerki öll enn vel skýr. Hefur raskið orðið í mýrarjarðvegi, og hall- ar yfirborði mýriarinnar, þar sem umturnið er, um 11° til suðurs. Undir 1) grassverði mýrarinnar tekur við 2) mópysja, dálítið sendin niður við, þá 3) smáger'S möl á botni mýrarinnar, í 2 m dýpi frá yfirborði. Að útliti er jarðraskið ferhyrnt, rétthyrnd gryfja, 2,76mX2,00m að flatarmáli í opi. Veggir gryfjunnar eru næstum því lóðréttir. Við norðurvegg mældist dýpt gryfjunnar tæpir tveir metrar, en við suð- urvegg reyndist hún nokkru grynnri. Ut úr hverju horni gryfjunnar liggur rás með stefnu mitt á milli höfuðátta. Næst gryfjunni eru rás- ir þessar jafndjúpar henni, en grynnri, er fjær gryfjunni dregur. Breidd rásanna mældist við gryfjuna 1—1,5 m, nema þeirrar, er til NV lá, sú var til muna mjóst. Lækjarspræna rennur austan megin gryfjunnar, í tveggja m fjarlægð frá henni. Rásin til NA heldur fullri dýpt og breidd að læknum, en austan hans er framhald hennar grunn, bein rák, sem fylgja má 6,55 m út frá gryfjuhorninu. Fjarst gryfj- unni reyndist rák þessi 10—20 cm djúp. Eins og áður er sagt, er rás- in úr NV-homi gryfjunnar minnst að breidd og dýpt, en í þess stað má fylgja henni eftir einna lengst, eða um 9 m út frá gryfjuhorn- inu; er hún þó ekki óslitin alla leið. Rásin til SV missir hvorki í vídd né dýpt í fulla 1,20 m út frá samsvarandi gryfjuhomi, en virðist þá klofna í tvær þröngar, gmnnar rákir. Hefur önnur rákin sömu stefnu og rásin, sem hún liggur frá, það er að segja i SV. Hin rákin stefnir í NV út frá enda meginrásarinnar. Fyrrnefndri rák lýkur við stein-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.