Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1957, Qupperneq 36

Náttúrufræðingurinn - 1957, Qupperneq 36
82 NÁTTÚRUFRFÆÐINGURINN löndunum, að perlur myndist innan í samlokum. Perlur þessar eru mjög misstórar og misfagrar, og geta stundum verið mjög verð- mætar. Af perlugjöfulum skeljum er perluskelin (Meleagrina marg- aritifera) einna þekktust. Hún er veidd í Indlandshafi og Persa- flóa. Skel tegundarinnar er nærri ferstrend að lögun, grágræn að lit, og er með mjög hrjúfu yfirborði. Hún lifir á 6—10 m dýpi. Perlurnar eru í holi skeldýrsins og eru til orðnar utan um venju- leg sandkorn, sem borizt hafa inn á milli skeljanna, og hefur dýr- inu ekki tekizt að losna við þau, reynir það að einangra þau og gera þau hættulaus með því að loka þau inni í hinu dýrmæta perlu- efni. Stundum myndast perlur í kræklingi með sama móti, en þær hafa ekkert verðgildi. Þá eru skelhylki fjölmargra skeldýra notuð í heilu lagi til þess að skreyta með ýmsa muni, svo að þeir verði útgengilegri, t. d. saumakassa, myndaramma, blekstativ og fleira. Af þessum munum eru almenningi saumakassarnir kunnastir eða skeljakassarnir, sem svo eru nefndir. Til þessa iðnaðar eru mest notaðir smáir kuðung- ar, en oft eru líka smáar eða fremur smáar samlokuskeljar hafðar með. Glæsileiki þessara muna er kominn undir vali framleiðand- ans á skeljunum og smekkvísi hans á niðurröðun þeirra, svo og öðrum frágangi. Oft bætir það mikið úr að bera lakk eða önnur gljáefni á skeljarnar eða lita þær af smekkvísi. Hérlendis hefur lítils háttar verið gert að því að framleiða skelja- muni, en slík framleiðsla væri gerleg í ríkum mæli. Við íslend- ingar eigum margar hæfar tegundir til þessarra nota og sumar mjög fallegar. Skal ég til leiðbeiningar benda á nokkrar, svo sem: Olnbogaskel, baugasilfra, féduggu, klettadoppu, þangdoppu, popp- ur, grænlandskong og landsniglana lyngbobba og brekkubobba; allt þetta eru kuðungar. Af samlokum má nefna smáa hörpudiska, lambaskel, gljáhnytlu, hallloku, hvítsnekkju, ungar krókskeljar, krækling, lofnarskel, pétursskel, stúfmeylu og tígulskel. Margar fleiri tegundir koma til greina, fer stærð skeljanna auðvitað eftir stærð þeirra muna, sem á að framleiða. Sumar þessarra tilgreindu tegunda eru hér við land í svo ríkum mæli, að auðvelt er að afla þeirra með litlum tilkostnaði. í framhaldi af þessu er fróðlegt að geta um dálítið sérstæða notk- un einstakra skeltegunda eða ættkvísla, aðallega á Suðurhafseyjum. Hin tröllvaxna Tridacna-skel er notuð þar fyrir baðker, peninga-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.