Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 48

Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 48
42 NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN aldagömlu stönglar um 1 cm í þvermál. 4 mm þykkur stöngull reyndist 25 ára. Alclin holtasóleyjar dreifast með vindi. En skordýr bera frjó- korn hennar rnilli blómanna, sem bæði eru hunangsrík og auðug af frjódufti svo nóg er jrar æti fyrir skordýrin. Ef lítið er um skordýr í rysjóttu veðuriari, bjargast hún við sjálffrævun. Blöðin kallast rjúpnalauf, enda eta rjúpur þau, en fénaður sneið- ir lieldur hjá þeim, e. t. v. vegna þess hve Jiörð og loðin þau eru. Rjúpnalauf hefur verið notað í te með öðrum jurtum og enn- fremur var kindum oft gefið inn rjúpnalaufsseyði sem lyf gegn skitu. Rjúpnalaufin sitja alveg niður við jörð. Þau visna flest á liaust- in, en geta legið árum saman án þess að rotna. Ef jurt er tekin upp, sáldrast liin gömlu, dökku lauf af. Laufin föllnu bæta smám saman jarðveginn. Ef þau fjúka út í tjörn, sökkva þau og geta varðveitzt í þúsundir ára í leirefju á botninum. Holtasóley hefur víða vaxið við jökuljaðrana á ísöld og breiðst út um mela og aura, þegar ísinn að Jokuni hörfaði. Þar var nóg sólopin víðátta og samkeppni lítil við annan gróður framan af. En þegar skógar tóku að vaxa með Irlýnandi loftslagi og skyggja á, livarí hún af stórum svæðum. Blöð, kvistir og frjókorn af liolta- sóley, vetrarblómi o. fl. harðgerðum „ísaldarjurtum" geymdust þekkjanleg í leirlögum á ýmsum stöðum; einnig á svæðum, þar sem þær ekki vaxa nú, t. d. í Danmörku. Árið 1870 fann sænski grasafræðingurinn A. G. Nathorst rjúpna- lauf í fornum sand- og leirlögum á Skáni. Þótti fundur hans hinn merkilegasti og eyddi mjög efasemdum um tilveru ísaldar í norð- lægum löndum. Síðar liafa sams konar leifar fundizt víðar, t. d. á Englandi, N.-Þýzkalandi o. s. frv. nálægt fornum jökuljöðrum. Leifarnar voru nefndar Dryas-flóran og tíminn Dryas-skeiðið, eftir hinu latneska nafni holtasóleyjarinnar.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.