Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1968, Qupperneq 7

Náttúrufræðingurinn - 1968, Qupperneq 7
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 53 rannsókn landsins. Samdi hann merkt rit um ísland. En að lokinni ferð þeirra Eggerts og Bjarna var Horrebow kvaddur heim, en í þess stað undirbúinn leiðangur þeirra félaga. Verkefni þeirra var furðuvíðtækt, þar sem þeir áttu að kanna landið allt, náttúru þess, dauða og lifandi, þjóðlíf og atvinnuhætti. Hlutu þeir tvö ár til undirbúnings ferðarinnar og nutu þá styrks úr Árnasjóði og af konungsfé. Enginn vafi virðist á, að sumarferðin 1750 hefur ráðið mestu um val þeirra til hinnar seinni ferðar, en undirrót hennar var sem fyrr var á bent áhugi ráðamanna ríkisins um að gera eitt- livað íslandi til viðreisnar, og byrja þá á að rannsaka náttúru landsins, en mikil vakningaralda í náttúruvísindum hafði þá risið víða um Evrópu. Vísindafélag Dana var þá nýlega stofnað, og ráða- menn þess eygðu þarna mikilvægt verkefni, þar sem sameina mátti hagnýt og fræðileg sjónarmið. Ekki verður um það efast, að engir menn, íslenzkir eða danskir, voru þá jafnhæfir þeim félögum til að leysa verkefni þetta af hendi. Höfðu þeir bæði notið til þess sérstakrar menntunar og ferð þeirra 1750 sýnt, að þeir voru vaskir ferðamenn og athugulir skoðendur. Ferðir þeirra félaga hófust vorið 1752 og stóðu í 6 sumur eða til hausts 1757, en á vetrum sátu þeir hjá Skúla fógeta í Viðey, og hefur þá vafalaust margt verið rætt og ráðgert um landsins gagn og nauðsynjar. Hefur þeim áreiðanlega verið mikill styrkur að víð- tækri þekkingu Skúla á öllum þjóðarhögum. Ekki verða ferðirnar raktar hér, en þeir fóru um flestar byggðir landsins og nokkuð um óbyggðir, þó ekki utan venjulegra fjallaleiða milli fjórðunga. Þeir klifu allmörg fjöll, gengu á jökla og söfnuðu hvarvetna fróðleik um land og þjóð, meiri og staðbetri en áður hafði verið gert. Kom- ust þeir alloft í hann krappan á ferðum sínurn, sem vænta mátti í veglausu landi við misjöfn veðrakjör. En ekki létu þeir slíkt hefta ferðir sínar, enda vaskir menn í hvívetna og betur búnir en þá var títt um ferðamenn. Var farareyrir þeirra rausnarlega úti lát- inn. Á hverju ári sendu þeir skýrslur til Hafnar um ferðir sumars- ins ásamt söfnum náttúrugripa. Að loknum ferðunum sjálfum héldu þeir til Hafnar á ný, og skyldi nú tekið til við samning rits um ferðirnar. En Bjarni hvarf brátt frá því starfi, þegar hann var skipaður landlæknir, hinn fyrsti á ísíandi. Bókin varð því verk Eggerts eins, og hefur hann því að vonurn hlotið mestan hróður fyrir hana, og hið sameiginlega verk
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.