Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 23

Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 23
NATTÚRUFRÆÐIN GURINN 69 um er stundum líkt við lótusblóm. Ekki eru öll lótusblóm sömu ættar, sbr. hin fyrrnefndu frá Egyptalandi og Indlandi og Nelumbolótusblómið frá Japan og Kína. Allmargir íslendingar hafa séð nykurrósir og lótusblóm erlendis í vötnum og gróðurhúsum. Sennilega er hægt að rækta hér í garð- tjörnum norrænar nykurrósir og bastarða, a. m. k. þar sem fært er að ylja tjarnirnar með hlýju laugavatni. Fiskar og fiskveiðar við ísland og i Norðaustur-Atlantshafi. Texti: Bent J. Muus. Teikningar: Preben Dahlström. Jón Jónsson þýddi og staðíærði. Útg. Almenna bókafélagið, Reykjavík, 1968. Bók þessi er sniðin eftir hliðstæðum útgáfum, er birzt hafa á dönsku, norsku, þýzku o. fl. málum, en þýðandi hefur þó bætt inn í hana köflurn, er varða íslenzkar nytjafiskategundir og fiskveiðar við fsland. Hefur þá annað verið fellt úr, sem minni þýðingu hefur fyrir íslendinga. Bókinni er skipt í nokkra kafla. Fyrst er almenn lýsing á fiski, bæði útliti og innri gerð. Síðan er kafli um lifnaðarhætti fiska og örstutt ágrip af haffræði. Þá koma greiningarlyklar yfir hinar ýrnsu tegundir og loks tegundalýsingar. Aftast er svo nafnaskrá. Fjöldi litmynda prýðir bókina, sem er hin snotrasta að öllum frágangi, sett í Lithoprenti, en prentuð og bundin í Danmörku.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.