Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 31

Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 31
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 77 andi skoðanir á því hve mikið það sé eða í hverju það sé sérstaklega fólgið. Einkum má ætla að stúdentar geri sér ekki fulla grein fyrir sambandinu milli þessara greina og mun ég því reyna að bregða upp mynd, sem kynni að skýra málið nokkuð. Jarðfræði spennir yfir svo geysivítt svið, að innan vébanda henn- ar eru verkefni fyrir menn með margháttaða sérmenntun. Að því er stærðfræði snertir, mun óhætt að segja, að sú grein, sem stærðfræðingar nefna því nafni, liggi að miklu leyti langt frá beinni notkun í náttúrufræðum. En sá hluti liennar, sem kemur að notum í náttúrufræðum, er yfirleitt innifalinn í námi eðlis- fræðinga og jarðeðlisfræðinga. Mun því stærðfræðingur sjaldan standa neitt verulega betur að vígi við beitingu stærðfræði í nátt- úruvísindum en jæssir aðilar. Þó eru menn ni'i farnir að eygja möguleika á að beita tölvum við úrvinnslu mikilla gagna í jarð- fræði og er engan veginn ólíklegt að maður, sem hefur hagnýta stærðfræði að sérgrein, muni ekki aðeins geta orðið þarfur þjónn jarðfræðinga heldur brautryðjandi í vissum tölulegum (kvantitatif- um) aðferðum, er komi í stað eldri kvalitatífra aðferða. En ég mun hér á eftir miða við þá stærðfræði, sem eðlisfræðingur hefur yfir- leitt lært eða getur fyrirhafnarlítið sett sig inn í. Almennt má segja, að síðastliðna hálfa öld hafi sú þróun átt sér stað, að ýmis svið, sem áður voru talin til jarðfræði, hafa flutzt yfir til jarðeðlisfræði, ef í Ijós kom að þeim varð ekki sinnt til fulls nema sérstök áherzla væri lögð á eðlisfræði. Eftir sem áður gátu þessi svið að nokkrum hluta heyrt undir jarðfræði og jarðfræðingur verið nauðsynlegur starfskraftur, enda þótt þungamiðjan hafi færzt yfir til hagnýtrar eðlisfræði. Þessi þróun á vafalaust eftir að halda áfram. í fleiri og fleiri til- vikum eiga menn eftir að koma auga á það, að eðlisfræði opnar nýjar leiðir að gömlum verkefnum, og þá skapast þar sérsvið, sem eftir atvikum verður talið til jarðfræði eða jarðeðlisfræði. Ég get hugsað mér, að oft verði það þá álitamál, hvort kalla eigi nýtt svið eðlisfræðilega jarðfræði eða jarðfræðilega eðlisfræði, á sama hátt og menn hafa togazt á um það, hvort viss grein ætti fremur að heita eðlisfræðileg efnafræði (fysikölsk kemi) eða efnafræðileg eðlisfræði (kemisk fysik). Litlu skiptir slíkt, en svona reiptog sýnir aðeins, að landamæragreinar eru óhjákvæmilega samofnar úr tveimur eða fleiri höfuðþáttum og má engan vanta.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.