Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 37

Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 37
NÁTTÚRUFRÆÐI NGURINN 83 að hann sé í miðjum rannsóknarverkefnum hvar sem hann væxi búsettur á landinu og hann getur á margan lxátt unnið í faginu. Ég nefni sérstaklega kennslu í náttúrufræði við menntaskólana, en slíka kennara vantar tilfinnanlega. Menn eru auðvitað líka forvitnir um möguleika í háskólanum. Þar stendur fyrir dyrum að færa út og enduiskipuleggja kennslu í náttúrufræði til B.A.-prófs. Þetta miðar að því að mennta kennara fyrir miðskólastigið og er því fyrst og fremst miðað við þær greinar, sem kenndar erxx á því stigi. Jarðfræði er ekki þar á meðal, en hún er verulegur hluti af námi landafræðikennara. Hugmyndin hefur því verið sú, að fastráða einn jarðfræðing við þessa kennslu, en einir tveir aðrir mundu fá lítilsháttar tímakennslu. Hitt er svo hugsanlegt, ef þátttaka yrði nægileg, að þessi kennsla þróaðist yfir í fyrrihlutakennslu í jarðfræði og krefst það aukinna kennslukrafta. Það væri þá einnig hugsanlegt, að mál þróuðust þannig, að há- skólinn tæki upp samvinnu við erlenda háskóla, þannig að hér yrðu kenndir vissir hlutar jarðfræði, en líklega yrði það helzt í formi sumarnámskeiða. Jarðfræðikennsla í menntaskólum og menntun jarðfræðikennara Örnóljur Thorlacius Menntaskólinn í Hamrahlið Jarðfræði nýtur meiri virðingar í námsskrá íslenzkra mennta- skóla en víðast gerist í grannlöndum vorum. Kemur þar að sjálf- sögðu til, live náttúra landsins er auðug af jarðfræðilegum merkis- fyrirbærum. Til skamrns tíma stóð kennslubókaskortur framgangi greinarinnar við æðri skóla á Islandi mjög fyrir þrifum, þar sem ekki var völ á yngri kennslubók en frá árinu 1927, en nú hefur dr. Þorleifur Einarsson bætt myndarlega úr þeim skorti með jarð- fræði sinni, sem út kom s.l. vetur. En nú stendur annað atriði í vegi fyrir eðlilegri þróun jarðfræði- kennslu við menntaskólana. Við engan þeirra starfar nú fastráðinn

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.