Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 46

Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 46
92 NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN hann til þvotta og matarsuðu, og vitað er, að böðun í laugum var vinsæl á þjóðveldisöld. Annars fer eigi miklum sögum af nýtingu jarðhitans fyrr á tímum. Á undanförnum öldum hafa ýmsir erlendir ferðalangar safnað nokkrum fróðleik um hveri og þó einkum goshveri og jafnvel fengizt við efnagreiningar á hveravatni. Þorvaldur Thoroddsen safnaði einnig miklum gögnum og reyndi nokkuð að spá í jarð- hitann út frá jarðfræðilegum hugmyndum. Segja má, að vísindalegar athuganir á íslenzkum jarðhita hefjist að rnarki með rannsóknum Þorkels Þorkelssonar á hveragasi í byrjun þessarar aldar. Á árunum 1934—1937 vann Tom W. F. Barth, síðar jarðfræðiprófessor í Osló, merkt starf við athuganir á hverum og laugum, en grundvöllinn að núverandi skilningi okkar á eðli og uppruna jarðhitans lögðu próf. Trausti Einarsson á ár- unum 1937—1950 og próf. Gunnar Böðvarsson á árunum 1945— 1954. I.aust fyrir 1930 var farið að nota heitt vatn til upphitunar og miða húsbyggingar við hitaveitu frá hverum, og fyrir 1940 var ræktun í gróðurhúsum komin vel á veg. Jókst nýting jarðhitans ört á árunum 1940—1950, enda höfðu viðhorfin þá breytzt mjög. Merkasta framkvæmd á þessum tíma var lagning hitaveitu frá Reykjum til Reykjavikur, en hún var fullgerð árið 1945. Rannsóknarráð ríkisins lét jarðhitamál til sín taka frá upphafi og um 1940 hófust jarðboranir á vegum þess á nokkrum stöðum. Árið 1945 var sett á stofn sérstök deild innan Rafmagnseftirlits ríkisins, sem sinna átti athugunum á jarðliita og jarðborunum. Þessari deild var síðar skipt í jarðhitadeild og jarðboranadeild innan Raforkumálaskrifstofu og nú Orkustofnunar frá 1967. Jarð- boranadeildin sér um framkvæmd jarðborana, en jarðhitadeild hefur ávallt annazt staðsetningu á borholum og rannsókn þeirra eftir borun. Forstöðumaður jarðborana og síðar jarðhitadeildar var Gunnar Böðvarsson, og hafði hann forustu um undirstöðu- rannsóknir á jarðhita hér á landi fram til ársins 1964, er hann lét af þessu starfi. Jakob Gíslason orkumálastjóri hefur haft yfirstjórn þessara mála á hendi allt frá 1945. Með áhrifum sínum hefur hann átt ríkan þátt í vexti deildarinnar og skapað henni ágætan starfs- grundvöll. Starfslið deildarinnar hefur verið breytilegt, en þar störfuðu lengst af 1—2 jarðeðlisfræðingar, 1—2 efnaverkfræðingar, ]_3 vélaverkfræðingar og einn námuverkfræðingur. Jarðfræðingur

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.