Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 65

Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 65
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 111 Erfitt reyndist að fá humarinn greindan og hefur þess vegna orðið bið á að tilkynna fundinn. Gat hér verið um aðra rnjög skylda tegund að ræða, eða Homarus vulgaris. Tegundirnar eru mjög líkar og fannst í fyrstu ekkert raunhæft, er skildi þær að, utan liturinn. Er H. americanus grænsvartur að lit, en H. vulgaris blásvartur. Var eintakið sent til Dr. D. G. Wilder í Kanada os; taldi hann dýrið vera H. americanus. Ekki fékkst þó full vissa um þetta, fyrr en mælingar beggja íslenzku eintakanna höfðu verið sendar til A. C. Simpson í Englandi. Simpson taldi, að auk litar- ins væri hlutfallið milli skjaldarlengdar og skjaldarbreiddar mis- munandi hjá H. vulgaris og H. americanus. Virðist hlutfallið rnilli skjaldarlengdar og skjaldarbreiddar hjá íslenzku eintökunum tveim- ur vera mjög svipað og hjá H. americanus. Má því telja sannað, að íslenzku eintökin séu H. americanus (sjá töflu). Karldýr Kvendýr TAFLA I Skjaldarlengd/skjaldarbreidd Carapace lengihjcarapace width Homarus americanus Kanada U.S.A. ísland 1.58 1.58 1.52 1.585 1.546 Homarus vulgaris Evrópa 1.75-1.9 1.75-1.9 Tölur þessar eru fengnar persónulega frá dr. Wilder fyrir Kanada og frá Simpson fyrir Evrópu og kann ég þeim beztu þakkir. Töl- urnar fyrir U.S.A. eru hins vegar frá Herrick (sjá heimildarrit). Ameríkuhumarinn er af sömu ætt og leturhumarinn, en miklu stærri, getur orðið allt að 50 cm að lengd (heildarlengd). Liturinn er grænsvartur eða rauðbrúnn, og einstaka sinnum rauður, blár eða gulur. Önnur einkenni, sem gera humarinn frábrugðinn letur- humrinum, er slétt yfirborð og ávalar griptengur, þar sem letur- humarinn hefur gadda og strendar griptengur. Fálmaraplatan er miklu smærri en á leturhumri og líkari þyrni. Ameríkuhumarinn heldur til á hörðum botni, en finnst einnig sums staðar á sandbotni og er algengastur á 0—20 faðma dýpi. Er hann yfirleitt veiddur í gildrur. Nýlega hafa samt fundizt mið á

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.