Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1974, Page 14

Náttúrufræðingurinn - 1974, Page 14
136 N Á T T Ú RU FRÆÐINGURINN innar til lækninga. Officinalis-nafnið er haft um jurtir til lyí ja. Garðabrúðan á sannarlega sína sögu. 2. Angandi mjaðurt. „Tíndi ég blóm á túni gróanda, möðru mjallhvíta og mjaðurt," kveður Benedikt Gröndal, er hann minnist æsku sinnar. Maðran mjallhvíta er krossmaðra, en hún ber hvíta, angandi blómskúfa. Jón Helgason prófessor yrkir líka um mjaðurtina: „Mjaðarjurt, hvað þú ert mild og skær, mjög er ég feg- inn, systir kær, aftur að hitta Jrig eina stund, atvikin banna ]ró larigan fund.“ Mjaðurt vex hér allvíða í rakri jörð, en er algengust á sunnanverðu landinu. Hún er ræktuð í görðum, bæði sem skrautjurt og ilmjurt. Þrífst ágætlega í frjórri garðmold. Flestir þekkja mjaðurt á stórum, gulhvít- um, ilmandi blómskúfum. Blómin eru fremur smá, en mörg saman. Fræflar eru gulhvítir eins og krónu- blöðin og standa út úr blómunum. Öll jurtin ilmar, blóm, blöð og rót. Mjaðurt er fjölær og stórvaxin, verð- ur 25—80 cm á hæð, með stór, fjaður- skipt blöð, gráhvít og lóhærð á neðra borði. Rótin, greinótt stólparót. Stönglar eru stinnir og tréna með aldrinum, þeir standa veturinn, þurr- ir og visnir. Má stundum sjá fræ frá jDeim skoppa á fönnunum. Aldinin eru einfræva belghýði, sem eru gormsnúin og tolla við varning, menn og fénað, og geta dreifzt Jrannig. Sumir telja þetta hnetu- aldin. í allri jurtinni eru ilmolíur og jafnframt er í henni salicyl og í blómunum einnig ofurlítið af helicttropin og vanillin. Vegna salicylsins og fleiri lyfjaverkandi efna hefur mjaðurt verið notuð 6. mynd. Mjaðurt (Filipendula ulmaria).

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.