Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1974, Page 70

Náttúrufræðingurinn - 1974, Page 70
192 NÁTTÚRUFRÆÐI NGURINN uppskeru mýra undanfarin 10.000 Ar, en hún er áætluð um 100 g þurrefnis á m2 (bls. 81) og væri samkvæmt þvf sambærileg við uppskeru nú á dögum. Ilér ber að gæta þess, að nútímauppskeran er aðeins ofanjarðarvöxtur bá- plantna, en mikill hluti mósins eru leifar mosa og neðanjarðarliluta háplantna, sem ekki eru mældir í venjulegum uppskerumælingum. 1 þessum kafla (bls. 91) er einnig að finna töflu um meðaluppskeru helztu gróðurfélaga íslenzkra, og virðast þær tölur sennilegar að jrví er tekur til Jmrrefnismagns á flatareiningu, en fullmikil einföldun er að margfalda þessar tölur með 4 til þess að fá varma- einingar á m2. Ekki er Ijóst, af bverju fjara er hór talin til jturrlendis, og uppskeran 50 g/m2 (500 kg/ha) virðist furðulág, a. m. k. ef miðað er við jtang- fjöru. Þá er rakin beltaskipting landsins frá fjöru til báfjalla. Mat höfundar á jjeirri beltaskiptingu er tekið saman í tveimur skýringarmyndum (mynd 40). Myndin er tilraun til að draga flókna hluti saman í auðskilda einföldun. Ein- földunin er þó fullmikil, og myndin hefði sennilega átt að vera jirívíð fremur en tvívíð, jtví að vissulega má búast við margvíslegum gróðurlendum í mis- munandi hæð yfir sjó. Enn sem fyrr er fjöru og sjó lítil skil gerð; og einkennis- gróðri freðmýra er ekki rétt lýst, ]>ar er meira að segja fremst talin vetrarkvíða- stör (Carex chordorrhaa), en sú tegund er í Flóru Islands sögð fundin á einum stað í miðhálendinu. Kaflinn endar á ágætri lýsingu á helztu efnaferlum vist- kerfa. Meðfylgjandi myndir um hringrásir fosfórs, kolefnis og köfnunarefnis eru einkar skýrar og lifandi, j>ótt ferlarnir gæs -» refur og þari -» fiskur séu að vísu í einfaldara lagi. í lok kaflans er svo fjallað um samkeppni og lagskipt- ingu plantna. Seinni hluti þessarar hókar er yfirlcitt fróðlegur og skemmtilegur aflestrar. Höfundur fer ]>ar víða á kostum, og nýtur frásagnargleði hans sín hér miklum mun betur en í undangengnum köflum, enda fjallar hann hér af ]>ekkingu um málefni, sem honum eru luigstæð. Þó má vitaskuld finna að einstökum atriðum; vil ég þar enn nefna tilvitnanaleysið, sem háir fróðleiks]>yrstum les- anda, enda má ætla, að margir hafi liug á að kynnast nánar ýmsum þeim hug- myndurn og staðreyndum, sem hér er tæpt á. Sjötti kafli, Maðurinn í vistkerfi landsins, er fróðlegur, og ]>ar bryddir víða á skemmtilegum hugmyndum. Þessi kafli gefur jafnframt næg tilefni lil igrund- ttnar um ]>ekkingarskort okkar á ýmsum sviðum. Þannig er bersýnilega alltof lítið vitað um raunveruleg áhrif manna á lifandi náttúru landsins fyrr á öld- ur. Ekki er Ijóst, hvaða tegundir er átt við í annars athyglisverðri greinargerð um breytingar á efnaflutningi eftir landnám (bls. 114); „ . . . ]>oldu ýmsar teg- undir ekki efnatapið, svo að vöxtur ]>eirra dvínaði eða tegundin hvarf með öllu úr samfélaginu". í sjöunda kafla, Veðurfar og önnur umhverfisáhrif, er fjallað um áhrif ís- lenz.krar veðráttu á lífríki lándsins og þá fyrst og fremst jarðargróður, bæði í tíma og rúmi. Sagt er frá áhrifum loftslagsbreytinga á lífríki landsins. Meðal annars er skýrt frá landnámi skordýra og fugla á hinum hlýju árum þessarar aldar. Hér hefði vel mátt geta um hliðstæðar breytingar í sjó. Þá eru raktar athuganir höfundar á áhrifum árferðis á grasvöxt fyrr og nú. Hér er einnig að finna ágætt yfirlit um uppblástur landsins. Augljóslega

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.