Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1974, Síða 73

Náttúrufræðingurinn - 1974, Síða 73
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 195 i Bókin er prentuð í tveimur litum, svörtum og rauðum, að því er virðist aðallega vegna myndanna. Sumir textahlutar eru þó prentaðir í rauðu, og virðist tilgangurinn sá, að hugsanlegir nemendur megi sleppa við að lesa þá kalla. Spássíur eru með albrigðum breiðar, og er það lítt í anda vistfræðilegrar stefnu að nota svo mikinn pappír til einskis, en vera má að nýtinn lesandi geti bætt það upp með því að nota þetta pláss fyrir athugasemdir. í mitt eiutak vantaði tvö blöð (bls. 209—210 og bls. 223—224). Að öðru leyti er útlit og frágangur góður. Bókin Líf og land er í vissum skilningi brautryðjendaverk, þar sem liér er gerð tilraun til að lýsa vistfræði Islands í heild. Að mínu mati er aðalgalli bókarinnar sá, að heildarmynd höfundar er nokkuð einhliða. Á ég þar einkum við áherzlu þá, sem ltann leggur á þá þætti vistkerfa, er snúa beint að land- búnaði. Aðalkostur bókarinnar er hins vegar sá, að hún livetur lil umræðu og þar með til frekari rannsókna á forvitnilegum en lítt könnuðum sviðum. Arnþór Garðarsson.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.