Fréttablaðið - 26.06.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 26.06.2009, Blaðsíða 2
2 26. júní 2009 FÖSTUDAGUR DÝRALÍF „Áður heyrði maður varla neitt fyrir kríunni en nú heyrir maður varla í henni,“ segir Magn- ús Jónsson bóndi í Flatey um ástand kríustofnsins þar, sem er afar slakt. Ævar Petersen, fuglafræðingur frá Náttúrufræðistofnun Íslands, sem er nýkominn úr sínum árlega rannsóknarleiðangri í Flatey, getur staðfest að svo sé. „Síðustu þrjú ár hafa verið afar slæm, það má segja að þetta sé ekki nema rétt helm- ingur af því varpi sem var fyrir nokkrum árum,“ segir hann. Hann segir ekkert vitað m e ð v i s s u hvað valdi en flest bendi til þess að fækkun- ina megi rekja til skorts á sand- síli enda hefur öðrum sjófugl- um sem nærast að mestu leyti á því einnig fækkað mikið. Má þar nefna, auk kríunnar, ritu, lunda og toppskarf. „Það eru mörg vörp af toppskarfi sem eru ekki nema fjórðungur af því sem var fyrir ekki svo löngu síðan,“ segir Ævar. „Dílaskarfinum hefur hins vegar fjölgað en hann lifir líka á ann- arri fæðu,“ bætir hann við. Hann segir þetta bága ástand sjófuglanna ekki einskorðast við Ísland. „Þetta er eitthvað sem virðist vera að gerast ansi víða í norðaustur Atlantshafi. Eiginlega frá Grænlandi, suður til Færeyja og Bretlands og svo austur til Noregs og allt þar á milli.“ Ævar situr fyrir Íslands hönd í sérfræðingahópi á vegum Norður- skautsráðsins um vernd lífríkis- ins (CAFF-Conservation of Arctic Flora and Fauna) sem varpa á ljósi á þessa þróun. „Vonandi fáum við einhvern ferkari skiln- ing á því hvað er að gerast og þá hvað er hægt að gera,“ segir hann. „En þetta er afar mikilvægt ekki síst í ljósi þess að gagna- skortur hrjáir okkur verulega.“ Auk Íslendinga eiga Norðmenn, Danir, Færeyingar, Grænlend- ingar og Bretar fulltrúa í hópn- um. Fyrsti fundur hans verður í Þrándheimi í Noregi í september næstkomandi. Magnús segir það veruleg við- brigði fyrir Flateyinga að heyra svo lítið í kríunni sem alla jafna er fyrirferðarmikil hjá eyja- skeggjum yfir sumartímann. „Annar fjölgar ferðamönnum hérna jafnt og þétt, ætli þeir fari ekki að verða fleiri en kríurnar,“ segir Magnús og hlær við. jse@frettabladid.is Arnar, ertu þungur í þönkum um þessar mundir? „Svo sannarlega, en það stafar af eintómri hamingju og spenningi!“ Arnar Eggert Thoroddsen er einn af skipuleggjendum mikillar þungarokks- hátíðar sem fram fer á Sódómu Reykjavík í kvöld. Kríukrísa í Flatey Kríuvarpið í Flatey er um helmingi minna en það var fyrir nokkrum árum. Öðrum sjófuglum fækkar einnig verulega. Sex Atlantshafsþjóðir taka sig saman um að rannsaka bágt ástand sjófugla á norðaustanverðu Atlantshafssvæðinu. MAGNÚS JÓNSSON BÓNDI Í FLATEY Hann sér færri kríur en áður þegar litið er út um gluggann og mun hljóðlátara er nú en á blómatíma kríunnar. Myndin er tekin árið 2006 en þá fyrst fór kríunni að fækka. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR ÆVAR PETERSEN Krían er langlífari en margur gæti talið. Elsta krían sem vitað er um hér á landi var 32 ára. Talið er að um 200 til 300 þúsund pör séu hér á venjulegu sumri. Hún dvelur í Suðurhöfum, við Suður-Afríku og Suðurskautslandið á veturna en í norðri á sumrin og flugið þarna á milli tekur hana ekki nema einn og hálfan mánuð. NOKKUR ATRIÐI UM KRÍUNA NÁTTÚRA Snarpur jarðskjálfti varð við vestanvert Kleifarvatn á sjötta tímanum í gær og fannst hann greinilega alla leið til Reykjavíkur. Samkvæmt upplýs- ingum frá Veðurstofu Íslands var skjálftinn 4 á Richter. Skömmu áður hafði annar smærri skjálfti, 2,6 á Richter, riðið yfir á sama stað, og á áttunda tímanum varð vart við skjálfta sem var 3,2 á Richter. Stærsti skjálftinn fannst sem áður segir vel til Reykjavíkur, en síður á Suðurnesjum. Á Veður- stofunni var búist við áframhald- andi skjálftavirkni á svæðinu fram eftir kvöldi í gær. - sh Snarpur skjálfti við Krýsuvík: Fannst vel til Reykjavíkur STJÓRNSÝSLA Sigríður Benedikts- dóttir, einn nefndarmanna í rann- sóknarnefnd Alþingis í tengslum við bankahrunið, var ekki vanhæf að mati rannsóknarnefndarinnar. Aðrir nefndarmenn í nefndinni, Páll Hreinsson og Tryggvi Gunn- arsson mátu hæfi hennar. Nefndin taldi ummæli Sigríðar sem hún viðhafði í skólablaði Yale- háskóla vera almenns eðlis og ekki til þess fallin að draga óhlutdrægni hennar í efa. Upphaf málsins má rekja til bréfs Jónasar F. Jónssonar, fyrr- verandi forstjóra Fjármálaeftir- litsins, þar sem hann gerði athuga- semd við ummæli Sigríðar og taldi þau draga hæfi hennar í efa. Rannsóknarnefndin hefur tekið skýrslur af 26 einstaklingum frá því hún hóf störf í janúar. Þar á meðal eru fyrrverandi og núver- andi ráðherrar, fyrrverandi banka- stjórar Seðlabankans og forstjóri Fjármálaeftirlitsins og fyrrum bankastjórar. Nú eru staddir hér á landi tveir erlendir sérfræðingar sem vinna á vegum nefndarinnar að athug- un á ákveðnum þætti í starfsemi bankanna, Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands. Nær þrjátíu manns starfa á vegum nefndarinnar sem skila á af sér skýrslu um rannsóknina 1. nóvember 2009. Þegar er hafið að skrifa ákveðna þætti skýrslunnar og er miðað að því að skila henni á réttum tíma. - vsp Rannsóknarnefnd Alþingis hefur yfirheyrt 26 einstaklinga frá því í janúar: Sigríður ekki talin vanhæf RANNSÓKNARNEFNDIN Ummæli Sigríð- ar í skólablaði Yale þóttu almenns eðlis og ekki til þess fallin að draga óhlut- drægni hennar í efa. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ÞÝSKALAND Vísindamenn í Þýska- landi segjast hafa fundið elstu hljóðfæri heims. Hljóðfærin eru þrjár flautur sem eru 35 þúsund ára gamlar. Flauturnar fundust í helli í Suð- vestur-Þýskalandi. Í hellinum hafa áður fundist minjar frá svip- uðum tíma, meðal annars stytta af Venusi, sem er einnig talin sú elsta í heiminum. Ein flautan er úr hrægamms- beini og hefur hún varðveist vel. Hinar tvær eru úr fílabeini en aðeins fundust hlutar þeirra. Flauturnar benda til þess að tón- listarflutningur hafi verið algeng- ur á þeim tíma sem nútímamaður- inn fór að nema land í Evrópu. - þeb Vísindamenn í Þýskalandi: Fundu elstu hljóðfæri heims FORNALDARFLAUTA Ein af beinflautun- um sem fundust í suðurhluta Þýskalands og vísbendingar eru um að séu elstu hljóðfæri sem fundist hafa. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Ferðamaður í vandræðum Erlendur ferðamaður lenti í töluverð- um vandræðum þegar veski hans og vegabréfi var hnuplað þegar hann sat og fékk sér hressingu á veitingahúsi í borginni. Ferðamaðurinn hafði hugs- að sér að fara af landi brott í gær. Stal fötum og snyrtivörum Þá var brotist inn í fjölbýlishús í miðborginni og þaðan stolið fatnaði og snyrtivörum. Þjófurinn var enn ófundinn í gærdag. LÖGREGLUFRÉTTIR FÓLK Eitt brúðkaup, tvær nafngift- ir og ein unglingavígsla fór fram á árlegu Þingblóti Ásatrúarfélags- ins á Þingvöllum í gær. Þar spíg- sporuðu jafnframt um víkingar í fullum herklæðum frá víkinga- félaginu Einerja og vöktu mikla athygli nærstaddra. Að sögn Egils Baldurssonar, lögsögumanns Ásatrúarfélagsins, segir Þingblótið haldið í kringum sumarsólstöður ár hvert, á Þórs- degi í tíundu viku sumars. Þetta árið voru dagskrárgerðarmenn frá BBC á staðnum, en þeir eru að vinna heimildarmynd um Ása- trúarfélagið. Blótið stóð frá sex til miðnættis í blíðskaparveðri, með mat, drykk, fjöldasöng og öðru til- heyrandi. „Þetta er vel heppnað eins og venjulega,“ segir Egill. „Hér hitt- ast menn og hafa gaman hver af öðrum.“ - sh Víkingar í fullum herklæðum lífguðu upp á Þingvelli á blóti Ásatrúarfélagsins: Brúðkaup og nafngiftir á Þingblóti ALLT TIL REIÐU Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði bæði gaf saman fólk og gaf börnum nöfn á blótinu á Þingvöllum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ / DANÍEL UMHVERFISMÁL Svandís Svavars- dóttir umhverfisráðherra hefur skipað aðgerðateymi til að koma á átaki til að verja viðkvæma náttúru Reykjanesfólkvangs fyrir skemmdum af völdum akst- urs utan vega. Átakinu er ætlað að lagfæra þær skemmdir sem þegar hafa orðið og er yfirskrift átaksins „Á réttri leið á Reykja- nesi“. Í fréttatilkynningu umhverf- is ráðuneytisins kemur fram að aðgerðateyminu sé ætlað að sam- ræma störf ýmissa aðila sem koma að málinu og verja svæðið fyrir ágangi og frekari skemmd- um vegna aksturs utan vega. - bþa Átak gegn akstri utan vega: Á réttri leið á Reykjanesi FÓLK „Við vorum búin að ákveða að gifta okkur og þá bauðst okkur þetta. Fyrirvarinn var því skammur en þetta er allt að gerast,“ segir Ragnheiður Dóra Ásgeirsdóttir, sem mun á morgun ganga að eiga Gunnbjörn Stein- ars son á sýningunni Blóm í bæ í Hveragerði. Fáheyrt er að hjón séu gefin saman á bæjarhátíð. Fjöldi fyrirtækja hleypur undir bagga með brúðhjónunum til að hjálpa þeim við undirbúninginn. - hds/sjá Allt í miðju blaðsins Óvenjulegt brúðkaup: Gifta sig á blómasýningu BRÚÐHJÓNIN Ragnheiður Dóra Ásgeirs- dóttir og Gunnbjörn Steinarsson ætla að gifta sig á blómasýningu í Hveragerði. SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.