Fréttablaðið - 26.06.2009, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 26.06.2009, Blaðsíða 30
4 föstudagur 26. júní Katrín Alda og Rebekka Rafnsdæt- ur deila öllu eins og sönnum systrum sæmir – meira að segja fata- skápnum. En þær eru ekki bara systur held- ur líka sambýlingar og bestu vinkonur. Saman hanna þær föt og reka tískuverslunina Einveru á Laugaveginum. Viðtal: Hólmfríður Helga Sigurðard. Ljósmyndir: Stefán Karlsson E invera bættist við f l ó r u t í s k u ve r s l - ana á Laugavegin- um um síðustu ára- mót. Henni var strax vel tekið og áttu fjaðrakragar, sér- valdar flíkur og ljúft andrúmsloft þátt í að byggja upp vænan fasta- kúnnahóp á stuttum tíma. Systurnar Katrín Alda og Re- bekka eru heilinn og hjartað að baki búðarinnar. Margir halda að þær séu tvíburar, eins og sítt ljóst hárið, stóru grænu kattaraugun og samstæðar flíkur benda til. Fjög- ur ár eru þó á milli þeirra. Katr- ín Alda er að verða 26 ára en Re- bekka er 22 ára. Aldursmunur- inn er eiginlega það eina sem gerir þær ekki að tvíburum. Þær eyða flestum sínum vökustund- um saman, eiga sömu vini, búa saman og deila flestum hlutum. Meira að segja fataskápnum. Það hafa þær alltaf gert, alveg frá því þær voru litlar stelpur á Þórshöfn, þar sem þær ólust upp. Ræturnar norður eru djúp- ar og þangað fara systurnar eins oft og tími gefst til. „Þá förum við oftar en ekki að veiða. Það voru engir bræður í okkar uppvexti. Við eigum tvö eldri hálfsystk- ini en þau ólust ekki upp með okkur. Þannig að pabbi var ekk- ert að gúddera það að við værum bara inni í barbí. Við vorum farn- ar að halda á byssu um leið og við höfðum aldur til og veiðum fisk á sumrin og rjúpu á veturna,“ segir eldri systirin, Katrín Alda, og Re- bekka skýtur inn í: „Við vorum nú reyndar ekki orðnar nógu gamlar til þess. Svona var þetta að alast upp í sveitinni. Við byrjuðum líka að keyra bíl sjö ára og svona. Pabbi sat reyndar við hliðina á okkur í farþegasætinu en þetta var voða- lega frjálslegt og allt öðruvísi líf en að alast upp í bænum.“ ÞÓRSHÖFN Í FÆREYJUM? Katrín Alda flutti frá Þórshöfn til Reykjavíkur þegar hún var sex- tán ára og tími til kominn að fara í menntaskóla. Tæpum tveim- ur árum síðar fylgdi Rebekka henni eftir og flutti þá inn til stóru systur sinnar. Síðan hafa þær búið saman, að undanskild- um þeim árum þegar Katrín Alda bjó í London. Þær eru sammála um að það hafi verið frábært að alast upp á Þórshöfn, þótt þær séu hvorugar tilbúnar til að búa þar núna. „Reykjavík er svo skemmti- leg, við myndum ekki vilja missa af henni,“ segir Katrín Alda. „En það er furðulegt þegar fólk virðist ekki langa til að þekkja landið sitt. Þegar við komum í bæinn og sögð- umst vera frá Þórshöfn kom fólk af fjöllum eða hélt að við værum frá Færeyjum. Það vissi enginn hvar Þórshöfn var.“ Flest er ólíkt með lífinu fyrir norðan og í bænum, að mati þeirra systra. „Fólk hugsar allt öðruvísi úti á landi og lifir meira einn dag í einu,“ segir Katrín Alda. „Það er líka inni í sínum þægindaramma, þekkir allt og alla og þarf aldrei að stíga út fyrir hann. Þetta hefur bæði sína kosti og galla. Það er þægilegt en maður verður að stíga út úr þessum ramma til að stækka hann. Þetta er svo gjörólíkt því sem er hér í bænum. Mér finnst í raun meiri viðbrigði að fara heim á Þórshöfn heldur en að fara út til London eða New York.“ NEW YORK OG LONDON Talandi um New York og Lond- on. Þangað fara þær systur mjög reglulega til að versla inn fyrir Einveru. „Við erum alltaf í útlönd- um, sem er góður vítahringur fyrir okkur þar sem við elskum að ferð- ast. Við kaupum alltaf lítið í einu því við viljum bara hafa fáar flíkur af sömu tegund. Við handpikkum allt sem við seljum, bæði second hand-flíkurnar og það nýja. Við kaupum ekkert í heildsölu heldur bara á mörkuðum og öðrum stöð- um þar sem við vitum að leynast fjársjóðir.“ Vinsældir Einveru koma ekki síst til vegna hönnunar systr- anna, sem þær selja undir nafn- inu Kalda. „Við hönnum flíkurn- ar í sameiningu en það er ég sem skokka á milli efnabúða, vinn með saumakonunni og geri prótótýp- urnar,“ segir Katrín Alda, sem er meira við í búðinni þar sem Re- bekka er í fullu námi við Háskóla Íslands í ritlist og heimspeki. Á milli þess sem hún veltir fyrir sér málefnum verslunarinnar lætur hún sig dreyma um að kollvarpa skólakerfinu og stofna nýjan skóla. „Mér finnst svo margt að skólakerfinu eins og það er núna. Til dæmis finnst mér að það ætti að hjálpa einstaklingnum að rækta hjá sér þá hæfileika sem hann hefur, í stað þess að troða endalaust ofan í hann einhverju sem hann langar ekki til þess að læra.“ Katrín Alda er hins vegar búin með sitt nám en hún lærði tísku- stjórnun í London. Eftir námið fékk hún lærlingsstöðu hjá ungum hönnuði, þar sem hún áttaði sig á að hana langaði sjálfa til að fara út í hönnun. Áhuginn á fötum er systrunum því sem næst í blóð borinn, en hann fengu þær beint frá mömmu sinni. „Mamma fór alltaf með okkur tvisvar á ári í Evu, þar sem hún hafði verið að vinna áður en hún flutti á Þórshöfn. Við komum alltaf heim með eitthvað sem var engan veginn í tísku,“ segir Re- bekka. Þær misstu því alfarið af Buffalo-æðinu og öðrum mis- fínum tískusveiflum sem marg- ar stelpur á svipuðum aldri vildu helst gleyma. ÞÆGILEGT ANDRÚMSLOFT Í Einveru er þægilegt andrúms- loft. Þær systur leggja mikið upp úr því að kúnnanum líði eins og hann sé bara einn með sjálfum sér þar inni. „Mér finnst skipta rosalega miklu máli að fólki líði vel inni í búðinni,“ segir Rebekka. Katrín hlær og bætir við: „Hún er sko ótrúleg, suma hluti má ég ekki koma með inn í búðina því hún segir að það sé slæm orka í þeim. En þetta skiptir ofsalega miklu máli, það er alveg rétt hjá henni. Við viljum ekki að það sé ógnandi að labba inn hjá okkur heldur bara kósí og að fólk finni að það er vel- komið. Við leggjum líka mikið upp úr því að vera í góðum tengslum við kúnnana okkar. Ég sauma til dæmis alltaf bara einn til tvo kjóla og læt þá í búðina, bíð svo eftir viðbrögðum og laga þá svo eftir þeim. Það er ótrúlega skemmti- legt að sjá þegar fólk er ánægt með eitthvað nýtt af nálinni.“ HVÍLD FRÁ HUGSUNUM Systurnar segjast eiga erfitt með að henda reiður á hvaðan þær sæki sinn innblástur. Hann komi helst yfir þær þegar hugurinn fái hvíld frá stöðugum hugsunum, á stöðum sem gefur þeim orku. „Það er til dæmis staður sem heit- ir Sandur fyrir norðan. Við förum oft þangað í kuldagallanum og bara liggjum í sandinum í marga klukkutíma. Þegar maður gefur sér tíma til að liggja úti í náttúr- unni finnur maður hvað hún vinn- ur vel með manni,“ segir Rebekka. Þær eru líka báðar trúaðar og til í að prófa eitt og annað á andlega sviðinu. „Við trúum því að okkur sé beint áfram að einhverju æðra. Þess vegna förum við reglulega á fundi andlega sinnaðs fólks. Ég fór meira að segja einu sinni á trans- hugleiðslunámskeið þar sem kennt var að tengja sig við liðna listamenn og fá innblástur frá þeim. Það gaf mér eitthvað, þó ég sé ekki að fullyrða að ég geti leitað beint til Coco Chanel eða eitthvað svoleiðis,“ segir hún og hlær. Re- bekka bætir við að allt sem maður upplifi geti verið manni innblást- ur án þess að maður viti það endi- lega sjálfur. Þar sjái undirmeðvit- undin um sitt. „Og ef þú ert með hreina hugsun á bakvið hlutina geturðu hvað sem er. En maður á aldrei að svíkja sjálfan sig. Ef maður gerir það koma hinir þarna og rústa öllu dæminu,“ segir hún sposk á svip, án þess að fara frek- ar út í hverjir „þeir“ eru. NÓGU STÓRIR DRAUMAR Það er sniðugt að vera í viðskipt- um með systur sinni, að minnsta kosti ef samkomulagið er eins og hjá þeim Katrínu Öldu og Re- bekku. „Það reynir á að vera í svona nánum samskiptum. En ég held að maður geti aldrei verið alveg jafn hreinskilinn við neinn eins og systur sína. Þegar mikið er í húfi er gott að þurfa ekki að halda aftur af sér,“ segir Katr- ín Alda og Rebekka kinkar kolli. „Við höfum alveg rifist yfir ein- hverju sem skiptir engu máli. En við sættumst alltaf strax aftur. Svo ENGIN FELUFÖT TIL SÖLU „Það voru engir bræður í okkar uppvexti. Þannig að pabbi var ekkert að gúddera það að við værum bara inni í barbí. Við vorum farnar að halda á byssu um leið og við höfðum aldur til og veiðum fisk á sumrin og rjúpu á veturna.“ Katrín Alda og Rebekka Systurnar láta sig dreyma um frekari sigra í tískuheiminum. Þær segjast passa sig á að dreyma nógu stóra drauma um framtíðina. Þannig verði bara skemmtilegt þótt einung- is helmingur draumanna verði að veruleika. FRAMHALD Á SÍÐU 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.