Fréttablaðið - 26.06.2009, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 26.06.2009, Blaðsíða 52
32 26. júní 2009 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is Leikarinn Lou Diamond Phillips stóð uppi sem sig- urvegari í bandaríska raun- veruleikaþættinum „I‘m a Celebrity … Get Me Out of Here!“ á miðvikudagskvöld. Lou Diamond, sem er 47 ára gamall, bar sigurorð af glímu- konunni Torrie Wilson og körfuboltahetjunni fyrr- verandi John Salley. Sjónvarpsþættirn- ir „I‘m a Celebrity …“ eru teknir upp á Kosta Ríka og líkj- ast Survivor tals- vert. Sérkenni þátt- anna er hins vegar að þar eru útbrunn- ar kvikmynda- og tónlistarstjörn- ur áberandi, sem og fólk sem er frægt fyrir eitt og annað. Fræg- ustu myndir Lous Diamond Phillips eru La Bamba og Young Guns. Lou Dia- mond eyddi þremur vikum í að berjast við skor- dýrabit og snáka og stóð sig eins og hetja. Hann var með friðhelgi mest allan tímann sem keppn- in stóð yfir vegna sigra sinna í ýmsum þrautum. Sigurlaunin gaf hann til Art Has Heart-stofnunar- innar. „Þetta er það svakaleg- asta sem ég hef nokkurn tímann gert. Engar kvikmyndatökur jafnast á við þetta – þetta er alvöru og hefur verið frábær tími,“ sagði Diamond eftir sigurinn. Fjöldi þátttakenda í raunveruleika- þættinum gafst upp á miðri leið, meðal ann- ars leikarinn Steph en Baldwin sem uppgötvaði að skordýr höfðu tekið sér búsetu undir húð hans. Lou Diamond sigraði í raunveruleikaþætti SIGURVEGARI Lou Diamond Phillips sigraði í raunveru- leikaþáttunum „I‘m a Cele- brity … Get Me Out of Here!“ > KLÁR LEIKKONA Leikkonan Emma Watson, sem er þekktust fyrir leik sinn í Harry Potter-myndunum, hyggst liggja yfir skólabókum í haust. Leikkonan sótti um í nokkra háskóla í Bandaríkj- unum og komst meðal ann- ars inn í Yale, Brown og Har- vard. Hún kaus þó að stunda nám við Columbia-háskól- ann í New York. Sérstakt útileikhús á vegum Vodafone mun gleðja landsmenn með ýmsum skemmtilegum uppákom- um í sumar. „Við erum götulistahópur og ætlum ein- faldlega að mála bæinn rauðan í sumar. Hópurinn samanstendur af ungmennum á aldrinum 17 til 24 ára og þetta eru allt mjög hressir og skemmtilegir krakkar sem gaman er að vinna með,“ segir Bjarni Snæbjörnsson, leikstjóri Útileikhússins. Hálfgerður sirkusbragur er yfir leikhópnum en auk tíu leikara eru fimm Parkour-listamenn sem munu leika listir sínar fyrir gesti og gangandi. Hópurinn hyggst fara á stúfana hverja helgi í sumar og segir Bjarni að fólk megi búast við því að hann skjóti upp kollinum hvar og hvenær sem er. „Við ætlum að koma fólki að óvörum og dúkka upp hér og þar. Við ætlum ekki að einskorða okkur við miðbæinn heldur munum við einnig fara út á land og taka þátt í ýmsum hátíðar- höldum þar. Við munum æfa ný atriði í hverri viku þannig að þeir sem hafa séð okkur einu sinni geta séð okkur aftur án þess að vera að horfa alltaf á sama atriðið,“ segir Bjarni að lokum. - sm Ætla sér að mála bæinn rauðan KRAKKARNIR Í ÚTILEIKHÚSINU Þessi hressi hópur mun skjóta upp kollinum víðs vegar um landið í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Hljómsveitin The Killers frá Las Vegas ætlar að ljúka við nýja plötu með lögum eftir aðra tónlistarmenn á þessu ári. „Þetta er eitthvað sem við höfum lengi talað um að gera og erum enn að tala um það,“ sagði söngvarinn Brandon Flowers. „Okkur finnst erfitt að velja lög sem skilgreina hvern og einn okkar sem einstakling. Ég er til dæmis margslunginn persónuleiki sjálfur. Ég fíla alls konar tónlist, þar á meðal Neil Dia- mond og The Cars.“ Trommarinn Ronnie Van- ucci vill sjálfur hafa lög eftir Genesis, Tom Waits, Cyndi Lauper og Iggy Pop á plöt- unni. Hann er einnig að velta fyrir sér nokkrum lögum með hinni vinsælu Fleet Foxes. Vanucci segir að The Kill- ers ætli að vinna að plötunni á tónleikaferð sinni um heim- inn sem stendur nú yfir. Þeir félagar tóku upptökugræjur með sér í ferðalagið og ætla að vera duglegir að taka upp um leið og þeim gefst frítími frá tónleikahaldinu. The Killers verða annars önnum kafnir í sumar því á meðal tónlistarhátíða sem hún ætlar að heimsækja eru Rock Werchter-hátíðin í Belgíu, T in the Park í Bretlandi og Lollapalooza í Bandaríkjun- um. Í haust tekur síðan við umfangsmikil tónleikakaferð um Bandaríkin. The Killers undirbýr nýja plötu THE KILLERS Hljómsveitin The Killers frá Las Vegas er að undirbúa nýja plötu sem er væntanleg á þessu ári. Lífið og tilveran er ekki einföld í heimi hinna ríku og frægu. Og hún er ansi flókin, sagan af Justin Timberlake og Lindsay Lohan í New York. New York Post, eitt helsta stjörnublað New York-borgar, greindi frá því á miðvikudaginn að Justin hefði neitað að dansa við Lindsay Lohan á skemmti- staðnum Avenue sem er í miðju Chelsea-hverfinu. Sjónarvottar sögðu við blaðið að vandræða- gripurinn hefði reynt að stíga í vænginn við söngvarann en hann hefði verið snöggur til og afþakkað boð um stuttan dans ansi hastarlega. Enda hefði það eflaust litið illa út ef unnusta hans, leikkonan Jessica Biel, hefði frétt af slíku uppátæki því fjölmiðlar þar vestra hefðu ekki verið lengi að þefa slíkt upp. Líkt og Hallgerður launaði Gunnari kinnhestinn ákvað Lindsay að gera Justin töluverð- an grikk. Því samkvæmt fyrstu fréttum fór Lindsay rakleið- is inn á Twitter-síðu sína eftir skemmtistaðarferðina og gerði það að umtalsefni að Justin hefði gert sér dælt við nokkrar stúlk- ur inni á barnum með ágæt- is árangri. Og fjölmiðlar þar vestra voru ekki lengi að gera þessa færslu að fréttamat og reyndu að hafa uppi á Justin til að spyrja hann hvort þetta væri satt; að hann hefði gerst sekur um framhjáhald inni á bar í New York. Fréttin tók nokkra snún- inga, meðal annars kom eigandi Avenue, Noah Tepperpberg, Just- in til varnar í samtali við vefsíð- una Page Six og vísaði Twitter- fullyrðingum Lohan á bug. „Ég var með honum allt kvöldið og ég get fullvissað ykkur um að hann gerði ekkert af sér. Ég er meira að segja með öryggismyndavélar sem sanna mál mitt,“ sagði Noah. Lindsay sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem hún sagðist ekkert hafa með þessa færslu að gera, einhver hefði brotist inn á síðuna hennar og skrifað þessa lygi í hennar nafni. Menn geta síðan velt vöngum yfir því hvaða tölvunjörður var staddur í sömu veislu og Lindsay Lohan og Just- in Timberlake. Timberlake og Lohan rífast ÁVÍSUN Á VANDRÆÐI Það virðist vera ávísun á vandræði að vera inni á sama stað og Lindsay Lohan. Justin Timberlake fékk að kynnast því. Eftir að hann neitaði Lindsay um stuttan dans skrifaði leikkonan að tónlistarmaðurinn hefði verið á fullu við að reyna við ókunnugar stúlkur. SENDU S MS SKEY TIÐ ESL LVK Á NÚMERIÐ 1900 ÞÚ GÆTIR UNNIÐ B ÍÓMIÐA! AÐRIR VI NNINGAR ERU: TÖLVULEI KIR, DVD MYNDIR , BÍÓMIÐ AR, GOS OG M ARGT FLE IRA FRUMSÝ ND 24. J ÚNÍ TVEIR VIT LEYSING AR. FULLT AF LESBÍSK UM VAM PÍRUM. EIN SVAK ALEG NÓ TT! WWW.BREIK.IS/LVK 9. hver vinnur! Vinningar verða afhentir í ELKO Lindum.149 kr/skeytið. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.