Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 10

Samvinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 10
SAMVINNAN 6. HEFTI „Bætiefnin búa hér, bezta líf og sólskin er geymt, í grænkálsblöðum“. Það er ekki ofsögum sagt, að grænkálið geymir í sér lífsöfl sumars og sólar, sem það getur miðlað mönnum, þegar aðrar jurtir, sem eigi hafa notið verndar fyrir vetrarkuldanum, eru orðnar fölar og visnar. Enda þótt flestir muni fara nærri um það, hver þau helztu efni eru — af þeim, sem mannslíkaminn má ekki án vera — sem grænkálið hefur að geyma og lætur í té, vil ég þó rifja það upp nokkru nánar en hér hefur verið gert: Eggjahvítuefnin eru talin að vera 4—5%, eftir því hvort leggirnir eru með eða ekki. Það er lítið eitt meira en í kúamjólk, ríflega tvöfalt móts við kart- öflur og þrefalt móts við gulrófur. Kolefnin eru talin 10—13%. Það er um þrefalt móts við kolvetni (mjólkursykur) kúamjólkur, tvö- falt móts við kolvetni í rófum, en um V3 minna en í kartöflum. Fitan er lítil. Sumir telja hana þó allt að 1%. Er það meira en í öðrum káltegundum og kartöflum, en vitanlega hefur mjólkin þar mikla yfirburði. Málmsölt (steinefni) eru mikil í grænkáli, einkum kalcíum, fosfor og járn. Tekur það öðru kálmeti og kartöflum þar talsvert fram. Fjörefni í grænkáli eru — eins og áður er vikið að, í ríkulegum mæli. Er magn þeirra, ásamt nokk- urra annarra neyzluvara, til samanburðar, sett hér. Fjörvið í grænkálinu er tekið eftir danskri skýrslu (Hindhede), sem nær þó aðeins yfir A-, B- og C- efni. Fjörvi hinna tegundanna er tekið eftir bók próf. N. P. Dungals: „Um næringu og næringarsjúk- dóma“. Merkin eru þar skýrð þannig: + þýðir að fjörvið finnst í viðkomandi fæðutegund. H—f- þýðir að fæðutegundin sé góður fjörvisgjafi. -\—|—1- þýðir að fæðutegundin sé ágætur fjörvis- gjafi. þýðir að ekkert fjörvi sé í viðkomandi fæðu- tegund. „ þýðir að áreiðanlegar rannsóknir séu ekki til. Fjörvin í eftirtöldum neyzluvörum eru talin þessi: Grænkál A + + + B, + + + b2 C D E Kartöflar + + + + + + + + D n Kúamjólk -|—j—|- + + —h + + (+) _1_ 1 Egg + + + + (+) + + + — + + + Appelsínur + + + + + + + + + — + Epli + + (+) + + + + — Nú síðustu árin, eftir að tekizt hefur að einangra fjörefnin í fæðutegundunum, eru þau ákveðin nokkru nánar með svonefndum alþjóða einingum (= A. E.) í grænkáli er talið að séu, í hverjum 100 gr. af nettóþunga: (blöðunum að mestu án leggja) A. fjörvi 3000 A. E., B. fjörvi 70 A. E. og C. fjörvi 1900 A. E. (s.b. Vasakver S. í. S. 1941 og víðar.) Við rannsóknir Júlíusar Sigurðssonar reyndist C. fjörvið nokkru meira. Þessar tölur virðast þó ekki í fullu samræmi við magn það, sem tilgreint er með merkjunum. En það magn er ákveðið eftir þeim áhrifum er fram hafa komið við margítrekaðar fóðurtilraunir á vissum dýrategundum. Það mun nokkuð á reiki, enn sem komið er, meðal sérfræðinga, hversu mikið manni sé nauðsynlegt af hverju fjörefni, svo að ekki þurfi að óttast heilsu- brest af skorti þeirra, enda að sjálfsögðu mjög mis- munandi, eftir þeirri aðstöðu, sem hver á við að búa. En svo virðist sem ekki þurfi ýkja stóran dag- skammt af grænkáli svo að það eitt bjargi nokkurn veginn A., B„ og C. fjörefnaþörfinni. Hitaeiningar í 1 kg. af grænkáli eru um 690. Til samanburðar má nefna, að í 1 kg. af kartöflum eru um 850 hitaeiningar, í gulrófum 350, kúamjólk 670, eggjum 1400, appelsínum 360 og í eplum 560 hita- einingar, allt miðað við 1 kg. Það skal tekið fram, að því er flestar tölur hér að framan snertir, að eins og vænta má, ber efnaskýrsl- um ekki nákvæmlega saman. Er hér reynt að þræða sem næst meðaltali þeirra skýrslna, sem fyrir hendi eru. Flestar þær káltegundir sem mest hafa verið rækt- aðar eru, svo sem alkunnugt er, nærandi og fjör- efnaríkaar. En tæpast mun þó nokkur þeirra jafnast á við grænkálið. Fæðu- og hollustugildi þess er svo mikið og alhliða, að undrun sætir, þegar svo líka þar við bætist auðræktun þess og þol. Af frásögninni um Daníel í Gamlatestamentinu er svo að sjá, að fæðugildi kálmetis hafi snemma á öld- um verið þekkt og hagnýtt og líklegt má telja að grænkálið hafi staðið þar framarlega, einkum meðan garðræktin var á lágu stígi, því snemma er græn- kálsins getið sem andstæðu við aðrar káltegundir, vegna yfirburða, nægjusemi þess og þols, gagnvart misjöfnu veðurfari, jarðvegi og umhirðu. Frásögnin um dálæti Daníels og félaga hans á kálmetinu er alls ekki ómerkileg, og enda þótt Biblían sé ekki fá- gæt bók á heimilunum, geri ég þó ráð fyrir, að ýmsir hafi ekki veitt þessari stuttu frásögu eftirtekt. Til að spara mönnum það ómak, að fletta henni upp, set ég hér aðaldrætti frásagnarinnar: Samkvæmt boði Nebukadnesars konungs voru þeir 170

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.