Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 27

Samvinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 27
6. HEFTI SAMVINNAN „Nei, en ég kann dálítið í þýzku“. „Hvar hefur þú lært þýzku?“ „Af þýzkri fjölskyldu, sem frændi minn var í kunn- ingsskap við. Við krakkarnir lékum okkur saman." Þessi skýring var svo blátt áfram og eðlileg, að við henni varð ekkert sagt, þar eð Kari hafði engar sann- anir fyrir, að hún væri röng. Hjálmar heyrði vitanlega tíðindin, að Aníta gæti talað „útlenzku,“ en hann hafði ekki orð á því við hana. En hins vegar gat hann ekki varizt því að velta þessu fyrir sér. Skýring hennar var að vísu eðlileg í alla staði. — Hvað skyldi vera athugavert við það, þótt hún hefði lært þýzku af því að umgangast Þjóðverja. En hvernig sem því var varið, var Aníta sjálf jafnmikil ráðgáta eftir sem áður. Hún virtist jafnvel verða ennþá fjarlægari og meira framandi með degi hverjum. „Drottinn minn, hvað þú ert vel að þér, Aníta,“ sagði Agnes frá sér numin af hrifningu. „Ég er viss um, að ég gæti aldrei lært útlenzku, þó að ætti mig lifandi að drepa.“ •„Ég gæti nú ekki heldur talað „útlenzku,“ ef ég væri drepin,“ sagði Aníta hlægjandi. „Já, en athugaðu það,“ sagði Agnes háalvarleg, „að þú, sem kannt svona mikið, — þú gætir gifzt ríkum manni, kaupmanni eða skólakennara og hver veit hvað. Að vísu er nú drengurinn, — en samt sem áður .... Annað eins hefur nú skeð.“ „Ég hugsa alls ekki til að gifta mig,“ sagði Aníta ákveðin. „Ég óska mér ekki annars en eignast heimili, sem ér ræð sjálf, — litla, rauða húskytru, reglulega snotra, með garði í kring og .... En það getur víst aldrei orðið. Það er varla hægt að draga saman í húsverð af vinnukonukaupinu.“ „Nei, það er vist og satt,“ sagði Agnes. „Það er ekki nema ein leið til að eignast heimili, og hún er sú að gifta sig. Og því skyldir þú ekki gera það“. Aníta hristi höfuðið og horfði dreymandi út í loftið, svo að Agnes kenndi í brjósti um hana eins og æfin- týra prinsessu í álögum. „Af því að ég get aldrei elskað framar,“ svaraði Aníta. „Það er nú hægt að gifta sig fyrir því,“ sagði Agnes. „Það er auðvitað bezt að giftast þeim, sem manni þykir vænt um, en sé það ómögulegt — þá .... Ég vildi helzt ekki giftast neinum öðrum en Helmer, en færi nú svo, að slitnaði upp úr milli okkar, — þyrfti ég Þá endilega að verða piparkerling fyrir því?“ Aníta hló. Það var alltaf talsverður hugarléttir að spjalla við Agnesi. Agnes stóð föstum fótum á jörð- unni, og þrátt fyrir ævintýradrauma sína og græðgi í grátbólgnar ástarsögur var framkoma hennar öll svo örugg og hversdagsleg, að hún hafði hressandi áhrif á Anítu. Agnes tók hverju því, er að höndum bar, braut ekki heilann um, hvernig það ætti að vera eða gæti hafa verið og sóttist ekki eftir neinu, sem hún gat ómögulega öðlast. Agnes, hún á gott, hugsaði Aníta stundum með sér. Stundum var Aníta líka létt í, lund — þrátt fyrir allt. — Bezt kunni hún við sig, þegar hún var úti á fúni að heyvinnu með hinu fólkinu. Hún var farin að æfast í vinnubrögðunum og fann, að hún varð hraustari með degi hverjum og fékk skilning á hinum margþættu störfum, er jafnan kalla að á stóru sveitaheimili. Hún varð fegin hverju nýju verki, sem hún lærði, og henni fannst sem hún hefði getað unað glöð við hlutskipti sitt, ef fólkið hefði „litið hana réttu auga“ og umgengizt hana án þess að hafa horn í síðu hennar. Einu sinni hafði hún orð á þessu við Hjálmar. Hann hafði tekið eftir því, að hún var alls ekki svo ólagin til vinnu og lét hana skilja það á sér til uppörvunar. Aníta leit á hann og brosti hinu leiftursnögga, bjarta brosi, sem hún átti til, en sjaldan brá fyrir. Þá var sem gleðigeisli úr sál hennar ljómaði af andlitinu. „Finnst þér ég vera að komast á lagið?“ spurði hún. „Mér finnst það sjálfri. Ég hef alltaf vitað, að ég væri sköpuð til að vera sveitastúlka.“ Hjálmar hló við. „Þú — sveitastúlka! “ sagði hann með góðlátlegri lítilsvirðingu. Aníta hallaði undir flatt og leit til Agnesar. „Já, heldur þú ekki, að ég hefði orðið allra sæmileg- asta sveitakona, ef ég væri fædd hér og hefði fengið að læra öll störf frá blautu barnsbeini eins og Agnes og hinar stúlkurnar hérna?“ Hjálmar virti hana fyrir sér, eins og hann væri að vega hana og meta, og brosti við. Þegar Hjálmar brosti, en það var ekki oft, milduðust festudrættirnir um munninn, smáhrukkur komu fram við augun, og allur svipurinn varð svo ljúfmannlegur, að hver og einn hlaut að fá til hans góðan þokka. „Þú ert svo lítil og grönn,“ sagði hann. „Þú værir rétt mátuleg til að brjóta þig saman og stinga þér í vestisvasann, og þú mundir detta, ef blásið væri á þig, — en svoleiðis er ekki hægt að fara með sveitakonur.“ „Já, en ég er seig og ég er líka sterk,“ sagði Aníta. „Ég er alls ekki eins mikill vesalingur og þið haldið.“ „Nei, því hef ég veitt eftirtekt. — En svona hand- leggir! Þessar fuglapípur! Hvað ætli þeir megi bjóða sér.“ „Ég skal sýna þér, hvort ég er máttlaus,“ sagði hún, og kenndi allt í einu ögrunar í röddinni. Þau stóðu undir gömlu villieplatré í túnjaðrinum. Aníta tók allt í einu stökk, og greip báðum höndum um trjágrein og vóg sig upp, unz hakan hvíldi á grein- inni. Svo sleppti hún taki með annarri hendinni og vóg sig hvað eftir annað upp og niður á öðrum handleggnum. „Leikið þið þetta eftir!“ sagði hún sigri hrósandi um leið og hún vatt sér mjúklega til jarðar. „Þetta var vel af sér vikið,“ sagði Hjálmar. „Það hefði mér sízt dottið í hug, að þú hefðir krafta til.“ „Nei, það dettur aldrei neinum í hug, að ég geti neitt — nema allt illt, vitanlega," sagði Aníta, en hún sagði þetta blátt áfram, án allrar beizkju. „Það er heila málið. Ef ég fengi að vera — blátt áfram — eins og mér er lagið og fengi tíma til að læra öll vinnubrögð, þá skylduð þið að lokum verða að við- urkenna, að ég er engu lakari sveitastúlka en hver önnur. Þá mundi ég kunna vel við mig og vera eins og heima hjá mér“. 187

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.