Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 22

Samvinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 22
SAMVINNAN 6. HEFTI Höfuðstólstreikningar Tryggingarstofnunar ríkisins í árslok 1944 með áœtlaðri viðbót v. 1945. 1. Lífeyrissjóður íslands ............ 24.000.000.00 2. Slysatryggingadeild ................ 5.500.000.00 3. Lífeyrissj. Slysatr.d............... 1.700.000.00 4. Lífeyrissj. starfsm. ríkisins ...... 6.000.000.00 5. Lífeyrissj. barnakennara ........... 2.000.000.00 6. Lífeyrissj. hjúkrunarkv............... 180.000.00 7. Lífeyrissj. ljósmæðra ................. 70.000.00 8. Ellistyrktarsjóður ................. 1.640.000.00 9. Verðlækkunarskattshluti ............ 3.125.000.00 Samtals kr. 44.200.000.00 Til þess að fá glögga hugmynd um, hversu miklu kostnaðurinn við alþýðutryggingarnar nemur fyrir þjóðfélagið í heild sinni og hvernig hann skiptist á hina einstöku aðila hefur verið gert samandregið yfirlit um framlög til trygginganna árið 1939 og árið 1944. Það lítur þannig út: 1939 Framlög til trygginganna og skipting þeirra. Ríkissj. Sveitarsj. Atv.rek. Tryggðir Alls Slysatrygging 29.000 575.000 604.000 Sjúkratrygging 320.000 319.000 1.472.000 2.111.000 Elli- og örorkutr. 421.000 1.020.000 630.000 2.071.000 Lífeyrissjóður 17.000 163.000 180.000 Kr. 787.000 1.339.000 575.000 2.265.000 4.966.000 1944 Framlög til trygginganna og skipulag þeirra. Ríkissj. Sveitarsj. Atv.rek. Tryggðir Alls Slysatrygging 67.000 4.201.000 4.268.000 Sjúkratrygging 1.485.000 1.483.000 5.320.000 8.288.000 Elli- og örorkutr. 1.600.000 3.351.000 5.798.000 10.749.000 Lífeyrissjóður 482.000 771.000 625.000 1.878.000 Kr. 3.634.000 4.834.000 4.972.000 11.743.000 25.183.000 VII. Ný lög um almannatryggingar. Svo sem kunnugt er samþykkti síðasta Alþingi lög um gagngerða endurskipulagningu trygginganna. Er þar um að ræða engu minni gjörbreytingu á tryggingunum, en þegar lögin um alþýðutryggingar voru sett fyrir 10 árum. Samkvæmt lögum þessum eru allar trygginga- greinar settar í eitt heildarkerfi, almannatryggingar, og hinir tryggðu greiða aðeins eitt persónuiðgjald til trygginganna. Útgjöldunum er að öðru leyti, á svipaðan hátt og nú, skipt niður á hina tryggðu, atvinnurekendur, ríki og sveitarfélög. Veigamestu breytingar eru fólgnar í eftirfarandi atriðum: 1. Tekinn er upp ellilífeyrir fyrir alla, sem náð hafa 67 ára aldri, og er ætlazt til að hann verði veittur í framtíðinni alveg án tillits til eigna og tekna, en fyrstu 5 árin er þó gert ráð fyrir ákveðnum frádrátt- arreglum, en hins vegar hverfur matið á aðstæðum umsækjandanna að öðru leyti alveg. 2. Tekinn er upp barnalífeyrir fyrst og fremst til munaðarlausra barna, ekkjubarna, barna öryrkja og gamalmenna og einnig fjölskyldubætur, þ. e. á- kveðin upphæð á barn í fjölskyldum með 4 börn eða fleiri. 3. Þá eru og nýmæli um ekkju- og mæðrabætur og nokkur jarðarfarastyrkur. 4. Teknar eru upp almennar sjúkrabætur, þ. e. dagpeningar fyrir þá sem verða fyrir tekjumissi sök- um veikinda. 5. Slysabætur skulu framvegis ná til svo að segja allra launþega. Er þar um allmikla útvíkkun á trygg- ingasviðinu að ræða. 6. Loks er gert ráð fyrir allvíðtækri endurskipu- lagningu á allri starfsemi heilbrigðismálanna, bæði hvað snertir heilsuvernd og sjúkrahjálp. Forstjóri Tryggingarstofnunar ríkisins er Haraldur Guðmundsson, alþingismaður, og hefur hann gegnt því embætti síðan á miðju ári 1938. Með honum starfar 5 manna tryggingarráð að yfirstjórn stofnun- arinnar. Formaður ráðsins er Brynjólfur Stefánsson, forstjóri Sjóvátryggingarfélags íslands. Auk hans eiga nú sæti í ráðinu: Gunnar Möller framkvstj. Sjúkrasmalags Rvíkur; Helgi Jónasson læknir; Kjart- an Ólafsson bæjarfulltrúi og Sigfús A. Sigurhjart- arson alþingismaður. Eins og sjá má af ofanritaðri greinagerð, eru Tryggingarnar orðnar geysimikið og fjárfrekt fyrir- tæki, þar sem árleg framlög til þeirra nema nú þegar yfir 25 milljónum króna. Yfirleitt munu Norð- urlandaþjóðirnar hafa gengið flestum ef ekki öllum þjóðum lengra í tryggingamálum. — Danir þó einna lengst. í Bretlandi er verið að koma á víðtæku trygg- ingakerfi, og þykir það slík nýlunda þar í landi, að Bretar telja það til „byltingar“ í félagsmálu'm þjóð- arinnar. Menn greinir vitanlega á um það, hversu langt sé fært og æskilegt að halda í þessu efni. En einu má ekki gleyma í þessu sambandi: Með trygg- ingunum safnast allmiklar fjárfúlgur, sem að nokkru leyti má binda í arfgæfum fyrirtækjum í landinu. Þær eru því vísir til skyldusparnaðar, sem oft hefur verið rætt um í peningaflóði síðustu ára, en aldrei orðið nema „tómar umþenkingar". 182

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.