Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1956, Blaðsíða 15

Samvinnan - 01.06.1956, Blaðsíða 15
Sigurbjöm Einarsson, prófessor: Upphaf Skálholtsstóls i. Austast í Grímsnesi er Mosfell, stakt fjall og eigi stórt, hafið upp að sunnanverðu og brúnahvasst þar, en klofin hamrabrúnin og gengur þar skarð upp og um fellið þvert. Verður hvilft í fellið að framan og er sem það opni fangið og breiði það móti sólu og þeim, er fara með því sólarmegin. Ketilbjörn fór þar um, landnámsmað- ur, í leit að bólstað, og þótti sem ekki myndu vonir fegurra bæjarstæðis né betri landkosta. Hann nam Grímsnes austanvert, Laugardal og Biskups- tungur vestan til. I hlíðinni fyrir ofan bæinn að Mos- felli gengur þú, lesandi góður, til fundar við ungan mann, sem þar sit- ur og horfir til austurs. Það eru um það bil þúsund ár milli þín og hans, en það er engin torfæra fyrir huga þinn. Teitur heitir hann, sonur Ketil- bjarnar. Hann gengur gjarnan á kyrr- um sumarkvöldum upp í hlíðina. Það- an er útsýn mikil og fögur. Víðar og grösugar lendur blasa við og fjalla- sýn tíguleg til suðurs og austurs. Skínandi ár líða um grænar grundir og hverareykir stíga upp. Hvítá kem- ur að austan, en Brúará að norðan og fellur lygn og tær milli grösugra bakka, tekur á sig þokkafulla sveigju, þegar hún nálgast Hvítá, eins og hún sé að stríða stóru systur og láta hana ganga á eftir sér, rennur langan veg samsíða henni, en lætur loks til leiðast og fell- ur hægt og mjúklega í faðm hennar. A milli ánna myndast löng tunga, syðsti oddi þeirrar Tungu, sem ásamt stöllu sinni austan Tungufljóts öðlað- ist þá sæmd að vera kennd við hæstu tign og þyngstu ábyrgð, sem unnt var að öðlast í þessu landi um lengstan aldur sögunnar. Oddinn heitir Skál- holtstunga, en sveitin Biskupstungur. Þessi ömefni eru ekki orðin til kvöldið góða, er þú hittir Teit Ketil- bjarnarson. Landnáma rekur önnur landskunn örnefni til föður hans. EIl- iðaár eru kenndar við skip hans, EIl- iða, er hann sigldi frá Noregi og lenti að ósi ánna. Vorið eftir fór hann upp um heiði að leita sér landkosta. „Þeir Skálholt i Iliskupctungum 1772, hinn rnunverulegi höfuðstaður landsins i margar aldir og „algöfugastur bter d öllu íslandi", segir Hungurvaka. 15

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.