Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1956, Blaðsíða 18

Samvinnan - 01.06.1956, Blaðsíða 18
Geðvonskuhja um málspjöll og nútíma skáldskap Eftir Sigurð Jónsson frá Brún Fyrir nokkrum misserum átti ég leið úr Borgarfirði norður í Húnavatns- sýslu. Ég fékk að sitja norður í Víði- dal í einkabíl manns, er fór svo langt norður, sjálfur þurfti ég lengra, en ég trúði því ekki, að rykfrakkabúinn skjalatöskuberi, eins og ég þá var, væri ekki nógu ölmusulegur á þjóðvegi uppi í sveit til að lokka einhvern góðhjart- aðan ferðalang að kippa honum spotta, ef hann bæri fjmir þeirra manna augu, sem höfðu autt sæti í bíl. Margir fóru framhjá, en allt í einu heyrði ég á eftir mér þyngri dyn en áður. Fóru þar hópferðabílar stórir, tveir eða fleiri saman, og veifaði ég til þeirra. Einn bíllinn staðnæmdist og út leit kunnugt andlit og bauð mér inn. Varla þarf að geta þess, að ég varð feginn. Steig ég inn í vagninn og var skotið niður í þrengsli, en undarlegt var, að fólkið bar einhvern annarleg- an blæ; þar var enginn maður neinum líkur, sem ég þekkti, nema sá, er út leit í fyrstu og bauð mér farið. Þögn var í vagninum á meðan mér var komið í sæti, síðan hóf kunningi minn máls á einhverju við ferðafélaga sína og mælti heyranlega á sænska tungu, þótt svo væri ég illa að mér, að ég skildi ekki nema orð og orð. Hópur manna svaraði, margir í einu, og heyrði ég á blæ og orðbrotum, að þeir samþykktu mál hans og gerðu það á sænsku, en tóku svo tal um annað sín á milli. Það þótti mér undarlegt mál, hvem- ig sem ég lagði við hlustimar, skildi ég ekki orð, hvergi hjó í kunnugan orð- stofn eða brá fyrir þekkjanlegri end- Þessa ritsmíÖ. vildi Rikisútvarpið ekki taka til flutnings. L---------------___________________, ingu, nema þegar þeir töluðu við far- arstjórann, þennan eina mann, sem ég bar kennsl á, og þó var eitthvað kunn- uglegt við tal þeirra, mannslegt og af- gerandi. Mér datt fyrst í hug, að þeir töluðu sín í milli mállýzku svo frá- brugðna, að ég skildi ekki, væm Verm- lendingar, Dalamenn eða Norðlend- ingar, þó ekki Skánbúar; þeim hafði ég kynnzt, og ég hélt þeir notuðu svo bókmálið við íslendinginn. Ekki var það samt trúlegt, að eitt einstakt hér- að hefði haft á að skipa nægilegum auði og áhuga til að koma svo mörg- um mönnum norður til íslands, full- skrýtið, ef Svíþjóð öll hrykki til slíks. Vorum við komin í Vatnsdalshóla, þegar röksemdafærsla mín var hér komin. í hólunum námu bílarnir staðar. Fólkið flykktist út, íslenzkir leiðsögu- menn, sem vom í hverjum vagni, hófu mál sitt á sænsku og skýrðu jarðmynd- un, sögu og örnefni, en fararstjórinn, kunningi minn, vék að mér og spurði, hvort ég vissi, með hvaða fólki ég væri og hvort mér hefði ekki fundizt mál þeirra einkennilegt. Ég sór fyrir alla þekkingu á máli þeirra og uppruna, en sagðist helzt hafa haldið mig orðinn vitlausan, þegar ég gat ekkert skilið nema það, sem þeir töluðu við hann; vildi ég nú gjaman vita, hvort útlendingar þess- ir vönduðu þá fyrst mál sitt, svo að skiljanlegt væri, er þeir töluðu við annarar þjóðar mann, og léti þó verr í eyrum hjá þeim vandvirknin en sóðaskapurinn, því mér þætti hið ó- skiljanlega orðfæri fara betur en það, sem ég gæti að nokkm skilið. Hann hló og spurði, í hverju sú feg- urð lægi, en fyrir því gat ég enga grein gert. Sagði hann mér þá, að þetta væru Finnar og töluðu finnsku sín í milli, en sænsku við sig og hina leið- sögumennina; þýfgaði hann mig enn um, hvað mér þætti betra við finnsk- una en sænskuna, og enn brast mig svör. Þá benti hann mér á, að finnskan hefði áherzlu á fyrsta atkvæði eins og íslenzkan, en sænskan ekki. Fann ég þá, að þetta var rétt og skildi, að byrjunaráherzlan gerði orðin auð- kennilegri í mínum eyrum og heima- mannlegri. Hefði ég átt að vita þetta af stuðlasetningu og hljóðfalli Kale- vale-þýðinga, sem fyrir mig höfðu borið á sænsku og íslenzku, en lutu ís- lenzkum rímlögum. Maður þarf að gera sér grein fyrir því, sem maður veit. Og er þessi finnski málhreimur aðalviðburðurinn úr þeirri ferð. En hér um daginn gekk ég um Austurstræti. Drengur einn kallaði þar einhver ósköp. Ég heyrði ekki að- greining á atkvæðum, en hitt gat ég merkt, að hann var hvorki hræddur né reiður og ekki var í honum kjökur- hljóð. En það, sem hann sagði, fór mér öfugt í eyru og varð afsleppt þar. Orðin voru eins og fleygar, mjó í framendann, með digran klepp að aft- an, og verkuðu svipað á mig til fræðslu og vísan þessi gamla gerði á sinni tíð: Prasa masa prísa mos, prófasturinn þama. Vasa gasa visa Ios, vargurinn sá ama. Ég flýtti mér burt þaðan, sem drengurinn kallaði. Það var ekki hlustandi á íslenzkuna hans. En síðan hef ég heyrt slíkt aftur og hjá öðmm og rekið minni til, að ég hef fundið fyrir því sama fyrir löngu og á ólík- legustu stöðum. Símþjónar em nú margir orðnir svo fagurorðir, að þeir em hættir að íklæða halló sitt hríða- 18

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.