Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1956, Blaðsíða 20

Samvinnan - 01.06.1956, Blaðsíða 20
FRAMHALDSSAGAN: GULLIÐ I DRAUGADAL Sönn saga úr fórum Kanadísku fjallalög- reglunnar um ástir, afbrot og gullleitarmenn SÖGULOK Mecklin tæmdi skotbeltið og veran titraði lítilsháttar við kúlnahríðina og féll síðan niður. Þeir héldu óttaslegnir á staðinn og komust að raun um, að þetta var sundurtættur flókahattur og jakki, sem einnig var mjög tættur eft- ir kúlur. „Guð minn almáttugur, — þetta er jakkinn og hatturinn hans McPher- sons!“ stamaði Greever hásri röddu. „Afturgangan hefur verið hér. Hún hefur verið að elta okkur. Auðvitað hefur hún orsakað öll þessi dularfullu fyrirbrigði. Hvað annað en andi, gæti breytt gulli í verðlausan sand?“ Inn- an úr rifnu fóðrinu á jakka McPher- sons féll hvítt snifsi niður á jörðina. Mecklin þreif það upp og leit á það. Það slokaði í hálsinum á Mecklin og nú brást kjarkur hans einnig. „Hvað — ha — það — er — o —orð- sending — frá McPherson“. Greever hrifsaði snifsið úr höndum hans og starði á það. „Skrifað með hans eigin blóði!“ hvæsti Greever, skelkaður. „Sjáið þið — með eigin blóði! Segir, að við höf- um drepið hann að honum óvörum. Skotið hann í bakið. Og verst af því öllu, við drápum hann á hvíldardegi guðs almáttugs!“ „Það varst þú, sem drapst hann!“ öskraði Daoust til Greevers. ,,Hann þarf fjandann ekki að vera að elta mig. Ekki drap ég------“ Greever snerist á hæli. „Þú varst þar líka — þú áttir ekki síður hlut að máli — þú ert eins sekur og ég —“ „Nei, kalli minn,“ skaut Mecklin inn í samræðurnar. „Það varst nú einu sinni þú, sem drapst hann og það ert þú, sem afturgangan eltir. Fyrir sitt eigið Iíf sækist hann nú eftir þínu og það get ég sagt þér, Greever, að McPherson fær bvorki frið í gröf sinni né lætur okkur í friði, fyrr en þú er dauður.“ Greever tók viðbragð, eins og dýr, sem lendir í gildru. Eins og örskot dró hann upp byssuna. ,,Ef þið eruð að hugsa um að skjóta mig til að losna við drauginn, — þá skal ég mala ykkur, kvikindin vkk- ar------^ Inn í bjarmann af luktarljósinu gekk hávaxinn maður. ísköld, róleg rödd sagði: „Herrar mínir!“ Þremenningarnir snerust á hæli. í tíu skrefa fjarlægð stóð hár, grannur rnaður og miðaði á þá riffli. Að baki honum stóð hálfnakinn Indíáni. „Upp með hendurnar!“ sagði mað- urinn skipandi. „Slepptu þessari byssu, Greever!“ í andartak voru þeir félagar of undrandi til að hlýða. Þeir voru dá- litla stund að láta sér skiljast, að þeir stæðu augliti til auglitis við lifandi menn. „Ég sagði, upp með hendurnar,“ endurtók Davið Kirke höstugur. ,,Einn — tveir —“ Charlo Daoust rak upp öskur, beygði sig og sparkaði í lugtina. Greever beygði sig í ofboði eftir bvss- unni og skaut á Davíð. Þrátt fyrir dauðafæri, fór kúlan langt framhjá. Davíð skaut og vopnið í höndum Greevers lá í tvennu lagi. I blindri ör- væntingu sneri Greever á flótta. Hann stökk yfir trjábol, rak tærnar í hann og datt, en komst á fætur aftur, skreið gegnum runna og flýði allt hvað af tók inn í skóginn. Lugtin, sem Daoust hafði sparkað í, rúllaði spölkorn eftir mosanum og síðan dó ljósið. Svartamyrkur datt yfir og ekkert sást. A næstu augna- blikum kváðu við hróp og formæling- ar, hvæs og blástur — handalögmál. Davíð sá Itai-Po stökkva á Daoust. Reiður og sár yfir því, að allt virtist vera að fara út um þúfur, tók Davíð viðbragð og lamdi byssuskeftinu af alefli, þar sem honum sýndist Mecklin standa. Höggið hæfði ekki vel, Þeir lentu saman og Mecklin þreif um hönd Davíðs. Þeir rákust á tré og riffillinn féll niður. Fangbrögð. Bar- dagi upp á líf og dauða. Þeir lentu inn í runna og héldu hvor um barka hins, ultu margar veltur, hvor yfir annan, átökin dýrsleg. Þeir losnuðu sundur í svartamyrkrinu, stukku á fætur og náðu saman aftur. Flækja af trjárót- um varð fyrir þeim og þeir féllu aftur til jarðar og byrjuðu að velta niður brekku. Þeir lentu á steini niðri við lækjarfarveginn. Davíð sleit sig laus- an og komst á fætur. Mecklin slengd- ist út á mölina, en komst á fætur um leið. Dauft tunglskinið glampaði á læknum og þeir runnu enn saman. Da- víð náði hryggspennutökum, hóf Mecklin á loft og keyrði hann niður fall mikið á grjótið. Það var lamandi fall, og áður en Mecklin var búinn að jafna sig, var Davíð kominn ofan á hann. Hann knúði andlit Mecklins niður í mölina og hélt höndum hans á bak aftur. Einhver kom út á mölina í lækjar- farveginum, en sást ógreinilega í myrkrinu. Davíð flaug í hug, að þar mundi nú kynblendingurinn Daoust kominn, en í því sá hann, að það var félagi hans, Itai Po, sem kominn var til hjálpar með tjaldstag í hendi. 20

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.