Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1956, Blaðsíða 11

Samvinnan - 01.12.1956, Blaðsíða 11
Vanræktar bókmenntir Uppliafsstafurinn Þ úr Jóns- bók. Þar hefur lagakafla, er fjallar um sauðaþjófnað og upphafsstafurinn sýnir, hver verða örltig þjófsins I. Fyrir um það bil átta öldum tók ónafngreindur íslendingur sér fyrir hendur að semja stafróf handa lönd- um sínum. Þetta er fyrsti málfræðing- urinn, sem um getur á íslandi, og þótt enginn viti um nafn hans, er ritgerðin, sem hann samdi um íslenzka staffræði, eitthvert frægasta rit um málfræði á íslenzku. Hinn óþekkti höfundur beit- ir strangvísindalegum aðferðum, sem málfræðingar í Evrópu tóku fyrst að nota mörgum öldum síðar. Staffræði- ritgerð lians er stutt, en er þó talin klassískt verk í málvísindum. Erlend- is skipar ritgerðin heiðurssess meðal fornra málfræðirita, en þó hafa Islend- ingar ekki sýnt henni þann sóma að gefa hana út. II. í ritgerð sinni getur málfræðingur- inn um fjórar greinar bókmennta, sem þá voru stundaðar á íslandi. Hann tel- ur upp ritstörf Ara fróða, œttfrœðirit, lög og helgar þýðingar. Segja má, að íslendingar á síðari öldum hafi verið furðu tómlátir um þær tvær greinar, sem síðast eru taldar, lögin og þýðing- arnar helgu. Þótt mikið hafi varðveitzt af þjóðveldislögunum og þýðingum klassískra guðræknirita, þá hefur far- ið um þau eins og ritgerð málfræðings- ins: þau hafa verið gefin út erlendis, og íslenzk alþýða um margar aldir lief- íslenzku þjóðveldislögin eru skemmtileg af- lestrar og hafa ómaklega legið í þagnargildi Eftir Hermarm Pálsson, lektor ur ekki kynnzt þeim að neinu ráði. Um þýðingar helgar er það skemmst að segja, að margar þeirra eru afburða- vel gerðar, málfar sumra þeirra er með þeim fegurðarbrag, að unun er að lesa. Þótt aðrar fornbókmenntir en þær hefðu ekki varðveitzt, inyndu þær end- ast til að gera bókmenntaafrek forfeðra okkar ódauðleg. Það er ekki vanza- laust, hve hljótt hefur verið um þessa bókmenntagrein á íslenzku. Móður- mál okkar á þó henni meira upp að inna en flesta rennir grun í. III. Islenzku þjóðveldislögin voru færð í letur snemma á 12. öld. Fyrsti þátt- urinn, sem komst á bókfell, var Víg- slóði. Hann var ritaður á Breiðaból- stað í Vesturhópi veturinn 1117—18, en þar bjó þá höfðinginn Hafliði Más- son. Hinn hluti laganna liefur eflaust verið skráður skömmu síðar, og þau hafa öll verið til í handritum um miðja 12. öld, þegar málfræðingurinn skrifaði ritgerð sína. Menn hafa fljót- lega lagt mikið kapp á að eignast ein- tak af lagahandritum, enda var hægra um vik að vita, hvað voru lög, eftir að þau voru færð í letur. Islendingar hafa ávallt haft mikinn áhuga á lögum, og mörg ákvæði í þjóðveldislögunum voru miklu fullkomnari en í lögum ann- arra Ev'rópulanda á þessum tíma. IV. Lögin eru ómetanleg heimild um forna sögu okkar, af þeim getum við kynnzt hinum fjölþættustu vandamál- um hins forna íslenzka lýðveldis. Þau eru óbrotgjarn minnisvarði um stjórn- arfarslegan þroska íslendinga að fornu. En hvers konar gildi hafa þau fyrir ís- lendinga á 20. öld? Hvers vegna eig- um við að lesa þau? I raun og veru eru þessar spurningar óþarfar, því að ég treysti mér ekki til að setja fram nein rök gegn því, að þau séu lesin. í fyrsta lagi eru þjóðveldislögin rituð á afburðagóðri íslenzku. Og fyrir þá sök eina ættu allir að kynnast málfari þeirra sem bezt. Ég efast um, að til séu rnörg önnur rit, sem betur séu til þess fallin að kenna mönnum að rita gott og skýrt mál. í öðru lagi er okkur nauðsynlegt að kynnast þeim til að skilja íslenzka þjóðfélagið að fornu. Hugmyndir okkar um það eru eink- um komnar úr sögunum, en þær eru að mörgu ieyti ófidlkomnari heimild. Og í þriðja lagi eru lögin skemmtileg aflestrar. Við getum notið þeirra sem bókmennta, þótt hugmyndir okkar liafi breytzt svo mikið, síðan lög þessi voru í gildi. Til gamans má geta þess, að fáein atriði í þjóðveldislögunum eru enn tekin óbreytt upp í íslenzka lagasafnið, og hafa þessi ákvæði staðið Upphafsstafurinn H úr Jónsbóli. Þar hefur laga- bálk um seladráp, eins og sjá má. 11

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.