Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1956, Blaðsíða 45

Samvinnan - 01.12.1956, Blaðsíða 45
íþrótt í Kaupmannahöfn og gerðist brautiyðjandi hennar hér fyrir um 23 árum. Hefur þessi íþrótt verið iðk- uð hér síðan en ekki náð verðskuld- uðum vinsældum hinna yngri sök- um þess að nokkuð kostnaðarsamt er að æfa hana í samanburði við aðra innanhúss íþróttaleiki, svo sem hand- knattleik og körfuknattleik. Tel ég þó að Badminton taki flestum innanhúss íþróttaleikjum fram, vegna þess hversu drengilegur hann er og úti- lokar keppendur frá því að hafa rangt við og hagnast á því, einsog því mið- ur á sér stað með suma aðra leiki. Þessi leikur hefur upp á að bjóða mikla þjálfun alls líkamans. Badminton hefur raunverulega þrennskonar fyrirkomulag leikja, það er: Einliðaleikur, það er að einn Ieikmaður leikur á hvorum vallar- helmingi, svo tvíliðaleikur, þar leika tveir menn á hvorum vallarhelmingi og þá tvenndarleikur, þar leikur karl og kona á hvo.am vallarhelmingi. Þessi þrjú form leikja útheimta mis- munandi þjálfun í sambandi við stað- setningu leikmanna og boltameðferð. (Það skal tekið fram, að einliðaleikur og tvíliðaleikur er leikinn hvort sem er af körlum eða konum). Þessari íþrótt geta allir tekið þátt í og leikið sér til skemmtunar og hressingar á hvaða aldri sem er, ef þeir velja sér jafningja, annars útheimtir badmin- ton mikið þrek þar sem mætast vel þjálfaðir og fullfrískir leikmenn. — Leikurinn er skemmtilegur og drengi- Iegur í eðli sínu og nýtur mikilla vin- sælda víða um heim. Þær þjóðir, sem standa fremst í þessari íþrótt, eru Malajar, Bandaríkjamenn og hér í álfu Danir, og má segja að það sé þeirra þjóðaríþrótt og svo Breta. Hér á landi er Badminton iðkað í Reykjavík, Akranesi, Borgarnesi, Stykkishólmi, (og má segja að það sé staðaríþrótt í Stykkishólmi, enda hefur hún átt skilningi að mæta af kennurum staðarins og velvilja yfir- ráðamanna íþróttahússins) ísafirði, Akureyri, Húsavík, Hafnarfirði, Sel- fossi og fleiri stöðum, ef til vill í Hér- aðsskólunum. Þeir staðir, sem staðið hafa í fylkingarbrjósti á undanförn- um árum á landsmótum eru Stykkis- hólmur og Reykjavík. Fyrsta landsmótið fór fram 1949, hér í Reykjavík og tóku þátt í því Stykkishólmarar og Reykvíkingar. Var keppt í tveimur greinum. I ein- liðaleik karla varð fyrsti íslands- meistari Einar Jónsson, Reykjavík. í tvíliðaleik karla urðu fyrstu íslands- meistarar þeir Friðrik Sigurbjörns- son og Guðjón Einarsson úr Reykja- vík. — Síðan hefur verið háð íslandsmót á hverju ári og hafa Stykkishólmarar æ látið meira til sín taka, enda hafa þeir átt einliðaleiks- meistara karla í tvö næstu ár 1950 og 1951 og svo aftur í ár 1956, var það Ágúst Bjartmars, er vann þessi þrjú ár. 1952—53—54—55 vann Wagner Walbom frá Reykjavík, hafði hann iðkað badminton í Danmörku frá unglingsárum, en fluttist til Reykja- víkur í stríðslokin síðustu og öðlað- ist ríkisborgararétt hér 1952. Er ó- hætt að segja að Wagner hefur borið af öllum badmintonleikurum hér, enda hefur hann hlotið miklar vin- sældir og margir lagt sig fram til þess að útfæra eftir getu það sem hann hefur sýnt í leik sínum og hefur Bad- mintoníþróttin notið þess. Stykkis- hólmarar áttu einnig einliðaleiks- meistara kvenna frá 1950, en þá var fyrst keppt í þeirri grein. Meistari varð Halla Árnadóttir frá Stykkis- hólmi 1950 og 1951, þá tók við Ebba Lárusdóttir 1952—53—54—55—56. Tvíliðaleiksmeistarar og tvenndar- meistarar hafa oftast verið frá Reykjavík. Meistarar árið 1956 urðu þessir: I einliðaleik karla, Ágúst Bjartmars, Stykkishólmi. I einliðaleik kvenna, Ebba Lárus- dóttir, Stykkishólmi. I tvíliðaleik karla, Einar Jónsson og Wagner Walbom, Reykjavík. I tvíliðaleik kvenna, Júlíana Ise- barn og Ellen Mogensen, Reykjavík. Tvenndarmeistarar, Wagner Wal- bom og Ellen Mogensen, Reykjavík. Þau íþróttafélög, sem sent hafa keppendur á íslandsmót eru Ung- mennafélagið Snæfell, Stykkishólmi, Tennis- og Badmintonfél. Reykjavík- ur (TBR), Ármann og ÍR. Akureyr- ingar sendu tvo keppendur 1950 og Selfoss sendi svo karla og tvær konur 1955. í Reykjavík hefur TBR (Tennis og Badmintonfélag Reykjavíkur) hald- ið uppi blómlegu æfingastarfi á und- anförnum árum, hefur þó mjög háð starfseminni húsnæðisskortur. í öðr- um íþróttafélögum eru æfingar í þess- ari íþróttagrein hverfandi litlar og naumast á æfingaskrá þeirra. Á þeim stöðum úti á landi, sem skilyrði eru til húsnæðis og áhugi er fyrir hendi að kynnast þessari íþrótt geta einstaklingar og félög áreiðan- lega fengið leikreglur og annað þar að lútandi hjá Í.S.Í. Væri vel þess vert að gefa þessu gaum, má benda á að víða eru reist félagsheimili og mundu þau víða geta leyst húsnæðis- vandræðin. Kaupfélag Steingrímsfjarðar óskar viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi órs. ★ ÞÖKKUM VIÐSKIPTIN ★ Q sendir öllum viðskiptavinum sínum beztu jóla- og nýjárskveðjur með þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. 45

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.