Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1956, Blaðsíða 18

Samvinnan - 01.12.1956, Blaðsíða 18
Fyrrum var aðeins hægt að flytja úr skógunum að vetrarlagi, er jörð var frosin og akfæri gott. Það var þá alla jafna flutt út á árnar, einu flutn- ingaleiðirnar gegnum skógarþykknið, er völ var á í þá daga. Þegar vorar og ísa tekur að Ieysa, hefst fleytingin, og meirihlutinn af viðnum fer með mestu flóðunum. Fleytingin er ekki hættulaus vinna, því að stundum þarf að fara út á flotana til að lag- færa þá eða greiða úr stíflum við flúðir, þar sem bolir hafa hrannazt saman. Sums staðar eru flotgirðingar í ánni til að beina flotunum fram hjá víkum eða öðrum farartálmum, er tefur þá á leið til ákvörðunarstaðar, og bátar eru notaðir til að draga víð- áttumikla flota yfir stöðuvötn. Margir skógareigendur nota sömu vatnsföllin til fleytingar, og eru því allir bolir merktir. A sérstökum stöð- um eru svo flotarnir stöðvaðir og bolimir dregnir í sundur eftir mörk- unum. Þar em „skilaréttir“ timburs- ins. Þar liggja flotbrýr yfir vötnin eða langt út á þau, og það er því líkast sem gengið sé á vatninu, er þær em farnar. AÐBÚNAÐUR FYRR OG NÚ Mikill er nú munurinn á aðbúnaði fólksins, sem vinnur í skógunum frá því sem var í fyrri daga. Þá vom engar slysa- eða örorkubætur, þótt slysahættan væri alltaf mikil. Þá vom engin ellilaun fyrir háaldraða og útslitna skógarhöggsmenn og kon- ur þeirra. Þá bjuggu þeir í lélegum bjálkakofum úti í eyðiskógunum í vetrarhörkunum, og komu ef til vill ekki heim allan veturinn, ef þeir unnu fjarri heimilum sínum. Nú em skálar skógarhöggsmanna bjartir og hlýir, auk þess sem þeir eru fluttir heiman og heim langar leiðir kvölds og morgna. Launin vom áður lítil og vinnudagurinn langur, en nú em launin há og vinnutíminn stuttur, og þar að auki hefur tæknin og betra skipulag við vinnuna minnkað erfiðið og slysahættuna og aukið afköstin. NÝTING TIMBURSINS Niður árnar er timbrið á leið til sögunarmylnanna og verksmiðjanna, sem framleiða úr því tréni, gerviull (Framh. A bls. 39) meira heillandi. Þannig er Helsingja- land allt, þar sem mannshöndin hefur ekki verið að verki, og enn hefur hún ekki verið sérlega aðgangshörð vestan til í Helsingjalandi. Skógurinn er líka mesti auður Helsingjalands og skóg- arnytjarnar beztu landsnytjarnar, en Ljusnan og hliðarár hennar eru flutn- ingaleiðirnar fyrir timbrið. Hún hjálp- ar til við að nytja skógana. VINNAN í SKÓGINUM Áður en skógarhöggsmennirnir ganga í skóginn til að fella trén, er búið að setja rnerki á þau tré, er fella ber. Oft er eitt og eitt látið standa eftir á strjálingi um reitinn. Trén eru nú felld með vélsög, því að tæknin hefur leyst hin frumstæðari vinnubrögð af hólmi í skógarhögginu eins og annars staðar. Ber að saga tréð eins nálægt rót og hægt er. Síð- an er timbrið flutt á brott, annaðhvort til árinnar eða með bifreiðum til geymslu eða vinnslustaðar. Miklar vegalagningar eru nú um skógana. Em vegirnir tvenns konar: fullkomn- ir akvegir og svo slóðir fyrir hesta að draga timburækin að aðalvegi eða ánni. Reynt hefur verið að nota draga í stað hesta til að færa timbrið, en hestarnir gefast mun betur til þeirra verka. Myndin gefur glögga hugmynd um landslag í Helsingjalandi. Ár og vötn á milli fremur lágra hreða og skógurinn teigir sig út á hvert nes. 18

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.