Samvinnan - 01.08.1969, Blaðsíða 17

Samvinnan - 01.08.1969, Blaðsíða 17
KOSM oe MÓDFEtBOlO Jóhann Hannesson Aase Eskeland Vigdís Finnbogadóttir Bryndís Schram Anna Sigurðardóttir Margrét Margeirsdóttir Hólmfríður Gunnarsdóttir Sköpun konunnar, Líber Chronicarum. Jóhann Hannesson: Um endurreisn mæðraveldis 1. Aðstæður vorra tíma Ráðsmennska karlmanna yfir veröldinni á liðnum tímum og einkum þó á vorri öld hefur leitt jarðarbúa út í ógöngur. Aftur og aftur má lesa að martröð leggist nú yfir hugi manna, ef þeir leyfa sér að hugsa út yfir líðandi stund. Bókmenntir öngþveitis, firringar og fjarstæðuhyggju bera þessu vitni. Stórsigrar efnavísinda og efn- ishyggju, allsnægtir á heims- markaði, ofvöxtur og meinvöxtur tækninnar, látlaus aukning ver- aldarauðs, víðtæk fræðsla þorra heilla þjóða, iskyggilega vaxandi sjélfvirkni í iðnaði og óstöðvandi tilbreytni í margs konar þægind- um, — þetta er talið oss til gildis og bókfært eignamegin á reikn- ingum nútímamenningar. Stöðugt helia menn olíu á þá elda, sem bezt brenna. Skuldamegin má skrifa heims styrjaldir tvær, stórar byltingar, hreinsanir, ofsóknir ljósar og leyndar, brottrekstur milljóna- tuga frá heimkynnum þeirra, birgðir af ABC-vopnum (atomic, biological, chemical) nægar til að útrýma mannkyninu, „þótt mörgum sinnum væri“, eins og sérfræðingur sagði fyrir fáum árum. Nokkrir rithöfundar, guð- fræðingar og félagsfræðingar telja fram útbreidda firringu í mannfélagi vorra tíma, óþolandi skrifstofuveldi austan tjaldanna, en vestan þeirra arðrán, kúgun og þrúgun fátækra þjóða í þriðja heiminum. Er ekki kominn tími til að end- urskoða rangláta ráðsmennsku og skammsýna stjórnvizku karl- mannanna? Enn er ótalin ein mai'tröð- in, mannfjöldasprengingin eða ,,barnabomban“, sem Svíar svo nefna og bæði kyn bera sam- eiginlega ábyrgð á. Til flestra vandræða annarra er hins vegar stofnað af karlmönnum, út frá valdafíkn, sölumennsku og græðgi. Hér til má telja mengun vatna, eitrun andrúmslofts og eyðingu gróðurmoldar, jurta og dýra. Nú mætti andmæla og segja, að konur hljóti að bera sömu ábyrgð og karlar nú, þar sem þær hafi hlotið sömu réttindi eft- ir sigurinn í kvenréttindabarátt- unni. Þessum andmælum má svara með því að benda á að kvenrétt- indabaráttan hefur ekki leitt af sér endurreisn mæðraveldis né nýsköpun sams konar skipulags. Svo hátt var markið ekki sett. Ættmóðir vor, Eva í Paradís, féllst á þá uppástungu freistar- ans að gera tilraun til að verða eins og Guð í því að greina milli góðs og ills, en kvenfrelsiskouur stefndu að því að verða eins og karlmenn, einkum að því er snerti efnahagslegan rétt. Að þær settu markið ekki hærra, kann að stafa af þeirri sáru efnalegu neyð, sem iðnbyltingin leiddi yf- ir fjölmarear konur og börn. Þær hlutu ekki stuðning allra kvenna, ekki einu sinni hennar hátignar Viktoríu drottningar, en allmarg- ir karlmenn studdu þær og rætt- ust þá í vissum skilningi orð spá- mannsins: Karlmenn þínir skulu verða sem konur. Þetta kann að þýða að þeir skulu verða frið- samir, hætta vopnaburði. Svo segja lærðir menn að orð- in „vita skil góðs og ills“ geymi í sér merkinguna „að kunna að stjórna málum“. Þótt það komi ekki nema stundum í ljós í póli- tíkinni að stjórnmálamenn viti skil góðs og ills, þá skilur það hver maður að undirstaða góðs stjórnarfars hlýtur að vera vitn- eskja um hvað reynist vel og hvað illa. Það vita líka konur einatt betur en karlar. 2. Vissa og óvissa um mæðraveldið Mæðraveldi er hér notað til að þýða grískættaða orðið matriar- kat. Mater er móðir, en arche er forysta, staða í fremstu röð, upp- haf, byrjun, og finnst sú merking í orðum eins og erkibiskup, erki- óvinur, erkiflón o. fl. Mæðra- réttur er hér ekki nógu ljóst orð, því konur frjálsbornar og ekki sízt mæður hafa notið nokkurs réttar að lögum allt frá tímum Hammúrabís. Orðið mæðrafor- ysta kæmi einnig til greina. Mæðraveldi einkennist af því að ættir eru raktar í kvenlegg og börn bera nafn eða ættarnafn móður sinnar, en ekki föður. Börn eru sem sagt mæðruð, en ekki feðruð. Konur eiga hús og aðrar fasteignir og þær ganga að erfðum í kvenlegg. Þessu skipulagi fylgir einatt sú ráðstöf- un að karlmenn hafa hönd í bagga með uppeldi barna systra sinna, en engin afskipti af upp- eldi eigin barna. Þessi þáttur mæðraveldisins, að fólk sé ættfært í kvenlegg og taki arf eftir mæður eingöngu, er kunnugur víða um heim, eink- um meðal frumstæðra þjóðflokka í Kína, Indlandi, Indónesíu, Ástralíu, Suðurhafseyjum, Mið- Afríku og meðal Indíána Amer- íku fram á vora daga. En þótt þetta sé vitað, er samt flest á huldu um mæðraveldi forsögunn- ar. f eldgömlum ritum fornaldar, t. d. kínverskum, segir svo: í forneskju þekktu menn ekki feð- ur, heldur aðeins mæður sínar. Af öðrum heimildum má ráða að eldri kynslóð kvenna hafi ráðið mestu, ekki aðeins yfir eigin börnum, heldur einnig yfir börn- um dætra sinna. Bjartsýnir mannfræðingar hafa haldið því fram að um nokkurt skeið forsögunnar hafi mæðra- veldi verið ríkjandi hjá öllu mannkyni. Telja þeir að þá hafi verið friðaröld í heimi. Þessar kenningar eru ýmsum rökum studdar, m. a. af þeim leifum mæðraveldis sem enn finnast með þjóðum, ennfremur út frá fornleifum fundnum í jörðu. Aðrir hafna þessu og telja til draumspeki. Sú fjölfróða Marga- ret Mead telur að þær hugmynd- ir, sem vér getum gjört oss um mæðraveldið, séu hulu hjúpaðar, en gerir þó fastlega ráð fyrir því að það hafi verið raunverulegt. Aðrir segja að mannfélög þau, sem mestar geyma leifar mæðra- veldis, séu löngu stöðnuð og hafi ekkert að bjóða framsækn- um mannshuga nútímans. Hér þarf að gefa gaum að því, að margt í framsækni nútíma- manna er fjötrað viðjum skræl ingjaháttar og ofbeldis, ágirndar og græðgi, sem virðist stefna mannkyni og náttúru út í bráðan voða. Tæknikratar samtíðar vorr- ar hafa umhverft mönnum í and- lausa hlutgervinga, skvaldur- stjóra, skemmtanaþræla og sam- vizkulaus vítisvélmenni, sem stefna friði og mannhelgi í voða og hafa oft eyðilagt hvorttveggja. Ef mæðraveldi og kvennaforysta gæti leitt mannkyn í friðarátt og komið í veg fyrir að það 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.