Samvinnan - 01.08.1969, Blaðsíða 47

Samvinnan - 01.08.1969, Blaðsíða 47
unað meðan sovétstjórnin fengist ekki til að semja um landamærin á jafnréttisgrund- velli. Á flokksþingi Kommúnistaflokks Kína síðastliðið vor var svo jöfnum höndum lýst yfir sigri Maó Tsetúngs og samherja hans í menningarbyltingunni og hnykkt á fyrri heitstrengingum um baráttu gegn sovézku frávillingunum og öllu þeirra athæfi. Thieu forseti leppstfórnarinnar i Saigon og Nixon Bandaríkjaforseti. Ljóst er að sovétmenn líta landamæra- árekstrana enn alvarlegri augum en Kín- verjar. Það sést einkum af því, hve um- fangsmiklar hernaðarráðstafanir þeir hafa gert á landamærasvæðinu undanfarna mán- uði. Herliði hefur verið fjölgað gífurlega, meira en tvöfaldað samkvæmt sumum fregnum. Vopnabúnaðurinn hefur þó verið efldur enn meira. Sovézkar hersveitir búnar kjarnorkueldflaugum eru sagðar bæði við landamæri kínverska héraðsins Singkiang og í Ytri-Mongólíu, sem fylgir Sovétríkjun- um dyggilega að málum í deilunum við Kína. Athyglisverðast er, að kjarnorku- vopnasveitirnar eru hafðar þar við landa- mærin sem skemmst er til kjarnorkuvera og vopnatilraunastöðva Kínverja. Á heimsráðstefnu kommúnistaflokka í Moskvu i sumar rauf svo Bresnéff, aðal- framkvæmdastjóri Kommúnistaflokks Sov- étríkjanna, gert samkomulag við hina flokk- ana um að ráðast ekki á flokka sem fjar- staddir voru. Hann flutti á ráðstefnunni harðari ádeilu á forustumenn Kína en nokkru sinni fyrr, sakaði þá meðal annars um að undirbúa markvisst styrjöld gegn Sovétríkjunum, bæði með hefðbundnum vopnabúnaði og kjarnorkuvopnum. Eftir flokksþingið í Peking og breyting- arnar sem þar voru gerðar, lýstu sovézk málgögn Maó og félögum hans sem ótínd- um valdaræningjum og ævintýramönnum, sem brotið hefðu niður Kommúnistaflokk Kína. Ljóst er af þessum málatilbúnaði, að kenningarlega er forustumönnum Sovét- ríkjanna enn minna að vanbúnaði að ráðast inn í Kína en í Tékkóslóvakíu á sínum tíma, þótt því verði ekki trúað að þeir séu svo skyni skroppnir að reyna að framfylgja þar Bresnéff-kenningunni um að Sovétríkj- unum sé heimilt að virða að vettugi full- veldi annarra sósíalistiskra ríkja hvenær sem þau vilja viðhafa. Viðsjárnar með Kína og Sovétríkjunum komust á það stig sem raun ber vitni ein- mitt um það leyti sem ný ríkisstjórn í Was- hington var að móta afstöðu sína til um- heimsins. Mesta vandamálið sem við henni blasir er stríðið í Vietnam. Rás viðburð- anna hefur leitt í ljós svo ekki verður um villzt, að herferð Bandaríkjanna í Vietnam var byggð á fölskum forsendum. Stríðsfor- kólfarnir, einkum þó Dean Rusk, héldu því fram að í Vietnam væri við að eiga heims- kommúnismann yfirleitt og sér í lagi kín- verska útþenslustefnu. Nú er komið á dag- inn að þar er að mæta vietnamskri þjóð- erniskennd og heimasprottinni þjóðfélags- byltingu, sem bandarískt hervald fær ekki bugað með þeim vopnum sem stjórnin í Washington telur sér fært að beita. Skæruher Vietnama hefur þegar hrakið einn Bandaríkjaforseta úr embætti með smán, og Nixon á um það að velja að losa Bandaríkin úr ógöngunum í Vietnam eða fara sömu leiðina og Johnson. Að sjálfsögðu kysi Nixon helzt að geta kallað Bandaríkjaher heim með samkomu- lagi sem túlka mætti fyrir Bandaríkjamönn- um sem réttlætingu fyrir blóðsúthellingun- um í Vietnam, en hann hefur alls ekki ótak- markaðan tíma til að sýna árangur. Svo mikill hluti þjóðarinnar er andvígur stríð- inu í Vietnam eða uppgefinn á því, að inn- anlandsfriðnum er stefnt í voða haldi það áfram. Forseti sem var kosinn meðal annars vegna þess að hann sagðist hafa á taktein- um áætlun um að binda enda á Vietnam- stríðið, á alls enga von um endurkosningu 1972, ef hann heldur þá enn áfram að senda bandaríska æskumenn til slátrunar í frum- skógum og á hrísgrjónaekrum Suðaustur- Asíu. Lengi vel forðaðist Nixon að láta nokkuð uppi um fyrirætlanir sínar, en nú er hann byrjaður að birta þær í athöfnum, og af þeim má marka hvert stefnir. Brottflutning- ur Bandaríkjahers frá Vietnam er að byrja. Að vísu er 25.000 manns ekki mikill hluti af 550.000 manna liði, en ljóst er að Nixon hyggst halda áfram á sömu braut. Hann kveðst meira að segja vonast til að gera betur en uppfylla óskir Cliffords fyrrver- andi varnarmálaráðherra, sem leggur til að allt bandarískt fótgöngulið og vélahersveit- ir verði á brott úr Suður-Vietnam fyrir lok ársins 1970. í þessu felst að látið verður skeika að sköpuðu um hver verða afdrif herforingia- stjórnarinnar í Saigon. Látið er heita svo að her hennar hafi nú vaxið svo fiskur um hrygg að hún geti varið sig sjálf, en jafn- framt er ljóst að Nixon vill ekki gera mál- stað hennar að sínum nema að takmörkuðu leyti. Hvað sem ofaná verður að lokum í baráttunni um völdin í Vietnam, er ljóst að þar getur ekki orðið um að ræða bandarísk- an sigur í þeirri merkingu sem Johnson og Rusk boðuðu. Þetta ber með sér að Bandaríkjastjórn hefur endursko^að mat sitt á valdahlutföll- um og stjórnmálaþróun í Suðaustur-Asíu. ef svo færi að Þjóðfrelsisfylkingin kæmist til valda í Suður-Vietnam. Um áraraðir hef- ur því verið haldið fram í Washington, að valdataka kommúnista og bandamanna beirra í Saigon myndi óhjákvæmilega leiða til keðjuverkunar í öllum nálægum lönd- um og enda með því að öll Suðaustur-Asía kæmist undir áhrif Kína. Með þessum valdapólitísku bollaleggingum var blóðbaðið í Suður-Vietnam réttlætt. Nú kveður við annan tón hjá bandarísk- um valdamönnum. Þeir segja, að Þjóðfrels ishreyfingin megi taka við stjórnartaumum í Saigon sín vegna hafi hún kjörfylgi til þess, og ekki þurfi að óttast neina keðju- verkun af þeim sökum. Þetta er meðal annars rökstutt með því, að Kínverjar sáu svo önnum kafnir á norðurlandamærunum að þeir hafi ekkert bolmagn til að færa út áhrif sín til suðvesturs. Undanskilið er auð- vitað, að þegar Vietnamstríðið sé úr sög- unni opnist möguleikar til að færa sambúð Bandaríkjanna og Kína á nýjan grundvöll, að minnsta kosti að því marki að þegjandi samkomulag náist um að gera ekki ítök í Suðaustur-Asíu að þrætuepli. Þegar þetta er ritað hefur Nixon nýskeð kunngert ferðaáætlun sína um lönd Suð- austur-Asíu síðar í sumar. Erindi hans þang- að getur ekki verið annað en búa banda- menn Bandaríkjanna undir það sem í vænd- um er í Vietnam, jafnframt því sem hann aflar sér af eigin raun vitneskju um hve hratt hann má fara í sakirnar að losa sig við myllustein Vietnamstríðsins án þess að tefla í verulega tvísýnu áhrifum og að- stöðu Bandaríkjanna í nálægum löndum. Svo vill til að L'rir liggur órækur vitnis burður um að sovétstjórnin beinir einnig athygli að sama viðfangsefni og Nixon fæst við á ferðalagi sínu, sem sé hvað við tekur í Suðaustur-Asíu þegar Vietnamstríðinu lýkur. Þetta kom skýrast fram í áðurnefndri ræðu Bresnéffs á heimsráðstefnunni í Moskvu. Svo kátlega vill til, að sovézkir forustumenn hafa tekið upp þá hugmynd Dean Rusk. Dullesar heitins utanríkisráðhen-a Banda- ríkjanna, sem verst gafst honum og eftir- mönnum hans, stofnun bandalags gegn Kína í Suður- og Suðaustur-Asíu. Bæði í ræðu Bresnéffs og þó enn skýrar í sovézk- um blaðaskrifum er rætt um „sameiginlegt öryggiskerfi“ og í því sambandi nefnd lönd allt frá Indlandi til Indónesíu og þeim heitið sovézkum stuðningi, sem að sjálf- sögðu yrði fyrst og fremst fólginn í vopna- sendingum. 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.