Samvinnan - 01.10.1969, Page 42

Samvinnan - 01.10.1969, Page 42
Ólafur Gíslason: Hverju þjónar myndlistin? Pólitískur sensúr á íslandi? Mynd þessi eftir Rósku þótti óhœf til sýningar hjá FÍM, vegna þess að hún var „of agressíV'. Hverju þjónar myndlistin? Svörin við þessari spurningu eru venjulega á ýmsa lund. Til dæmis eftirfarandi: 1. „Fegurðarþrá mannsins“. Gert er ráð fyrir, að allir menn hafi eitthvað sameiginlegt, sem sé „fegurðarþrá". í fljótu bragði virðist þetta kannski sjálfsagður hlutur, en ef nánar er aðgætt virðist mér „fegurðin" geta þýtt æði- margt í því furðulega víti, sem við köllum í daglegu tali siðmenn- ingu, gjarnan með talsverðu stolti. Segja má, að þær forréttindastéttir í þjóðfélagi okkar, sem náð hafa að fleyta rjómann ofan af þeirri yfirborðskenndu velferð, sem íslenzka þjóðin hélt sig hafa náð með mikilli framleiðslu fisks undan- farin ár, hafi vissa þörf fyrir málverk í húsin sín. En þeir bændur, sem nú í sláturtíðinni vaða forblaut og kalin tún sín í leit að hey- tuggu fyrir veturinn, þarfnast annars konar fegurðar. Einnig þeir iðnaðar- og verkamenn, sem sjá ekki fram á annað en atvinnuleysi, eða eru þegar fluttir til framandi landa í leit að markaði fyrir sína eigin líkamlegu starfsorku. Sú forréttindastétt í þjóðfélagi okkar, sem nú sér þau ráð vænst til bjargar eigin hag að selja íslenzkt vinnuafl og auðlindir í hendur erlendra auðfyrirtækja, þarfnast myndlistar í húsin sín, og það er okkar myndlistarmannanna að þjóna þessum markaði. Sú forréttindastétt, sem telur hag sínum bezt borgið með því að þjóna af öllum mætti „útvörðum borgaralegs lýð- ræðis“ í Víetnam, Grikklandi og víðar, sú stétt, sem telur sig ekki geta þrifizt nema undir verndarvæng bandarískrar heimsvaldastefnu, hana vantar skraut í húsin sín og það er okkar myndlistarmannanna að fullnægja þessari þörf. Myndlistin getur ekki þjónað „fegurðarþrá" tveggja manna, er hafa gagnstæðra hagsmuna að gæta. Hún þjónar því stöðumismuni manna í þjóðfélaginu frekar en „fegurðarþrá" þeirra. 2. „Myndlistin þjónar sem samtalsform milli einstaklinga.“ Þetta er sígilt svar, myndin er sem spegill þar sem listamaðurinn birtir raunveruleikann fyrir hverjum og einum? En er raunveru- leikinn hinn sami fyrir hverjum og einum? Hermaðurinn, sem kastar bensínhlaupsprengjunni, og hinn óbreytti borgari, sem fyrir henni verður, hafa á milli sín sameiginlegan veru- leika. Er hann sá sami í augum beggja? Á málfræðimáli mundi hann vera í germynd fyrir þeim er kastar (ég brenni), en í þolmynd fyrir hinum óbreytta borgara (ég er brenndur). Spegill myndlistarinnar getur ekki túlkað þennan raunveruleika nema fyrir öðrum í senn. Það veltur á viðhorfi málarans hvora hlið þessa veruleika hann velur sér. Á meðan viðskipti manna í þessum heimi fara fram á máli valds, ofbeldis og arðráns, hlýtur hinn þjóðfélagslegi raunveruleiki að hafa tvær hliðar. Við sjáum í spegli myndlistarinnar andlit hins arðrænda og valdbeitta eða þess er beitir valdi og arðráni. Svarið verður enn, að myndlistin geti ekki verið samtalsform milli ein- staklinga, sem hafa gagnstæðra hagsmuna að gæta. 3. „Myndlistin sýnir okkur raunveruleikann í æðra ljósi“. Þetta orðalag er einkennandi fyrir þann samtalsmáta, sem opin- berlega er viðurkenndur og notaður er með góðum árangri alls staðar í kringum okkur. Það er satt, að öll list, sem verð er að kallast því nafni, er nátengd þeim veruleika, sem við þekkjum — er raunsæ á einn eða annan hátt. En eins og áður var getið, í stríðandi heimi hefur raunveruleikinn tvær hliðar. Að sýna eða sjá raunveruleikann í svokölluðu „æðra ljósi“ mundi þýða, að augunum yrði lokað fyrir þessari staðreynd, eins og reyndar er venjan í þjóðfélagi okkar. Myndlistin gæti því aðeins sýnt okkur raunveruleikann í æðra ljósi borgarastéttarinnar og þeirra, er hagnað hafa af valdbeitingu arð- rændra þjóða og stétta. Tekin hafa verið hér til meðferðar þrjú af algengari svörum sem við að jafnaði heyrum um „hlutverk listarinnar", og reynt að sýna fram á þann sjálfsagða hlut, að myndlistin þjónar alltaf vissum hópi manna, vissri stétt eða stofnun. Við þekkjum það frá sögunni, hvernig myndlistin þjónaði kirkjunni og varð síðan á endurreisnar- tímanum munaðarvarningur hins menntaða aðals. Síðar, er borgara- stéttin hafði brotizt til valda með iðnbyltingunni, varð myndlistin markaðsvara fyrir borgarastéttina og er svo enn í dag. Nýr milliliður skapaðist, listaverkasalar og svokölluð gallerí, sem taka að sér sölu listaverka. Jafnframt hefur listaverkið orðið stöðutákn, og verðvæð- ing (kommersialisering) myndlistarinnar er nú gengin svo langt í hinum frjálsa heimi borgarastéttarinnar, að þar sem áður gilti reglan, að góð list væri dýr, virðist nú hið gagnstæða gilda, að dýr list sé góð. Frelsi það, sem falla átti listamönnum í skaut, reyndist aðeins verzlunarfrelsi og frelsi til að sýna raunveruleikann einungis i „æðra ljósi borgarastéttarinnar". 42

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.