Samvinnan - 01.10.1969, Page 61

Samvinnan - 01.10.1969, Page 61
4 dl vatn 1 dl mjólk 2 msk hveiti + 1 dl vatn Sósulitur Ribsberjahlaup eöa gott mauk SkoliS lifrina, þerriS og takið himnuna af. Skerið fleskið í þunnar ræmur og þræðið það í lifrina með þar til gerðri nál eða notið odd- mjóan hníf. Brúnið lifrina síðan, bætið vatni og kryddi á og sjóðið í 15 mín. Bætið þá mjólkinni út í og sjóðið í 10—15 mín. Takið lifrina upp úr og haldið henni heitri. Jafnið soðið með hveitijafningi, ki’yddið, bætið hlaupi, sósulit og ef til vill Vz súputeningi í, ef þörf krefur. Skerið lifrina í sneiðar og hellið dálitlu af sósunni yfir. Berið soðnar kartöflur og hrátt grænmetissalat eða soðið grænmeti með. Lifrarkæfa. 300 g lifur 100 g Jlesk 1 egg 1 msk hveiti Um lVa dl mjólk Vi—1 laukur eða laukduft 1% tsk salt, pipar Hreinsið lifrina, þerrið og saxið í söxunarvél, ásamt fleski og lauk 2—5 sinnum. Hrærið síðan vel með hveiti, eggi, mjólk og kryddi. Látið deigið í vel smurt mót og álpappír yfir. Bakið kæfuna í vatns- baði við hægan hita, um 180 gráður (vatnið á að vera við suðu) í 1—iy2 klst. Prófið þá hvort kæfan er bökuð með því að stinga odd- mjóum hníf í hana og ath. hvort hún er bökuð í gegn. Lifrarkæfa er hollt og gott álegg og geymist nokkurn tíma á köldum stað í luktu íláti. Betra er að hraðfrysta lifrarkæfudeigið ósoðið en tilbúna kæfu. Nýru. Kálfa-, nauta- og svínanýru er betra að leggja í ediksvatn fyrir mat- reiðslu, en áður er skorið í þau inn að miðju. Nýrun eru síðan skoluð vel og sinar og himnur fjarlægðar. Matreidd á sama hátt og lamba- nýru, en þurfa lengri suðutima. Ath. að nýru á að sjóða við hægan hita, annars verða þau hörð og þurr. Nýrnasmásteik. % kg nýru 3 msk hveiti 1 tsk salt V2 tsk paprika Pipar á hnífsoddi 2 smátt saxaðir laukar 3—4 gulrœtur (Vt dós grœnar baunir) 100 g smjörlíki 4 dl vatn Hreinsið nýrun, þerrið og skerið í smáa bita. Hreinsið gulræturnar og skerið þær í bita. Veltið nýrnabitunum úr hveiti blönduðu með salti og pipar og brúnið þau ásamt gulrótum og lauk. Hellið heitu vatninu yfir og sjóðið við hægan hita 15 mín. eða eftir nýrnategund. Jafnið sósuna með hveitijafningi, kryddið og bætið ef vill með 2—3 msk af rjóma. Bætið grænum baunum í síðast eða berið þær með ásamt hrærðum kartöflum. Nýrnasmásteik með pylsum og sveppum. 300 g nýru 8—10 litlar pylsur (cocktailpylsur) 200 g sveppir nýir eða ein lítil dós niöursoðnir 50 g smjörlíki Salt, pipar 2— 3 msk rjómi Hreinsið nýrun og skerið í sneiðar. Brúnið þau síðan í feitinni. Hellið sjóðandi vatni, svo rétt fljóti yfir og kryddið. Sjóðið við hægan hita þar til nýrun eru meyr. Jafnið þá sósuna með hveiti- jafningi, kryddið og bætið sósulit ásamt 2—3 msk af rauðvíni eða sherry saman við, en því má sleppa. Hreinsið sveppina, skerið þá í sneiðar með eggjaskera og brúnið í smjöri, bætið með salti og nokkrum dropum af sítrónusafa, sjóðið í 5 mín. Brúnið pylsurnar og látið þær saman við nýrun og hitið í 3—5 mín. við hægan hita (annars springa pylsurnar). Bætið rjóm- anum í og berið fram með soðnum hrísgrjónum ásamt sneiðum af grænum eða rauðum pipar. Ath.: Gott er að matreiða lifur á sama hátt. HJÖRTU. Kálfa-, nauta-, svína- og lambahjörtu eru ágæt til matargerðar. En þau þurfa mun lengri suðutíma en áðurnefndur innmatur. Nauta- hjörtu eru sjaldan matreidd heil, en þá þurfa þau allt að 3—4 klst suðu, kálfahjörtu 2(4 klst, svínahjörtu 2 klst en lambahjörtu 1 klst. Ef hjörtun eru steikt i bitum, þurfa þau ekki nema helming suðu- tímans. Fyllt hjörtn. 3— 4 hjörtu (lambahjörtu) Steinselja eða sveskjur og epli Salt, pipar 50 g smjörliki bi l vatn 30 g hveiti 1 dl kalt vatn Hjörtun eru skoluð vel úr köldu vatni utan og innan. Æðar, sinar og himnur fjarlægðar, látin liggja í vatni um stund og þerruð. Nudduð með kryddinu utan og innan og síðan fyllt með steinselju- smjöri, bleyttum ávöxtum eða reyktu fleski. Saumið síðan fyrir hjörtun eða lokið þeim með kjötprjóni. Brúnið hjörtun og sjóðið þau um eina klst í saltvatni. Takið hjörtun upp úr og jafnið soðið með hveitijafningi, kryddið og bætið sósuna með ribsberjahlaupi eða V2 tsk af góðu mauki. Skerið hjörtun í sneiðar og hellið nokkru af sósunni yfir. Berið soðnar eða brúnaðar kartöflur með, ásamt soðnu grænmeti eða grænmetissalati, t. d. gúrkusalati. Algengara er að skera hjörtun í sex til átta ræmur og steikja þau þannig; þá er, eins og áður er tekið fram, suðutíminn helmingi skemmri. Gott er að sjóða saxaðan lauk með hjörtunum, einnig lár- viðarlauf. Sósa er búin til úr soðinu og hrærðar kartöflur bornar með. GLÓÐARSTEIKTUR ÍNNMATUR. Lifur er steikt á sama hátt og kjötsneiðar, en hana þarf að pensla vel með matarolíu meðan steikt er. Steikt 3—4 mín á hvorri hlið. Bezt er að steikja lifur og nýru á teinum ásamt grænmeti, ávöxtum og fleiru. Þá er innmaturinn skorinn í smáa bita, sem þræddir eru upp á teina ásamt eplabátum, ananasbitum, pylsum, sveppum, sveskj- um og fleiru; penslað með olíu og steikt í nokkrar mínútur. Borið fram með hrísgrjónum, hveitilengjum (spaghetti) eða hráu salati. 61

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.