Samvinnan - 01.02.1970, Blaðsíða 31

Samvinnan - 01.02.1970, Blaðsíða 31
Island á alþjóðavettvangi horfa sem stöðugt breikkandi bil milli allsnægta og örbirgðar skapar, auk hættunnar sem mannkyni stafar nú af náttúru- eyðingu hins háþróaða tækni- þjóðfélags. Kúbanskt skáld og leiðtogi þjóðar sinnar í sjálf- stæðisbaráttunni gegn Spánverj- um á 19. öld lét þau orð falla „að sá, sem væri vitni að þjóð- félagsglæp og aðhefðist ekkert, væri samsekur". Orð hans má heimfæra upp á hinar ríku þjóð- ir, sem eru ekki eingöngu sam- sekar í þjáningum þess helmings mannkyns, sem býr við skort, heldur beinlínis fremjandi. Þjóð- ir Vestur-Evrópu og Norður- Ameríku, sem eru aðeins 18% íbúa jarðar, fá í sinn hlut 61% heimsteknanna. Hringasamsteyp- ur þessara ríkja ráða yfir mikl- um meirihluta náttúruauðlinda heims og skammta hinum snauðu tekjur og lífskjör, sem versna stöðugt vegna óhagstæðra við- skiptakjara og arðráns hinna fjársterku. Tilraunir Sameinuðu þjóðanna til að aðhafast eitthvað til að auka iðnþróun í þróunar- löndunum hafa lítinn árangur borið. Stjórnvöld hinna ríku þjóða daufheyrast við tilmælum samtakanna um að verja 1% þjóðarteknanna til aðstoðar við þróunarlöndin, og þessum áratug, sem nefndur var þróunaráratug- urinn, er að ljúka án þess að nokkuð hafi miðað fram á við í tilrauninni til að mjókka bilið og draga þannig úr styrjaldarhætt- unni. En meðan valdastólpar þjóðfélagsins standa sljóir gagn- vart vandamálum hungurs í heim- inum, hafa aðrir orðið til þess að bera upp kröfuna um hjálp til sjálfshjálpar. Aðgerðir íslenzkrar æsku Víða um heim hefur æskan haft forgöngu um herferð gegn hungri, sem FAO — Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna — átti frumkvæðið að. Meðan rikisstjórnir neyzluþjóð- félaganna hafa drukknað í um- ræðum um lausn eigin efnahags- mála, hafa æskulýðssamtök rætt og starfað að lausn þessa brýn- asta vandamáls mannkyns í dag. íslenzk æskulýðssamtök hafa í því efni gefið verðugt fordæmi. Fyrir fimm árum samþykktu 12 landssamtök æskufólks, sem starfa sameiginlega innan Æsku- lýðssambands íslands, að setja á stofn Herferð gegn hungri hér á landi. Framkvæmdanefnd Her- ferðarinnar stóð síðan að fjár- söfnun um allt land, og hefur á vegum þessarar nefndar íslenzkr- ar æsku verið unnið að nokkrum verkefnum í þróunarlöndunum til að hjálpa íbúum á ákveðnum svæðum til sjálfshjálpar. Herferð gegn hungri hefur rekið víðtæka fræðslustarfsemi í skólum lands- ins og í fjölmiðlum s.l. fimm ár til að kynna landsmönnum hung- urvandamálið. Áskoranir hafa verið sendar til Alþingis um að hefja þegar skipulega opinbera aðstoð við þróunarlöndin og framfylgja þannig tilmælum Sam- einuðu þjóðanna. Mesta athygli munu þó aðgerðir framhalds- skólanema s.l. páska hafa vakið, er nemendur þriggja framhalds- skóla föstuðu á annan sólarhring til að undirstrika á áhrifaríkan hátt samstöðu sína með íbúum þróunarlandanna og skora um leið á íslenzk stjórnvöld að láta málið til sín taka. Hungurvaka framhaldsskólanemanna hafði þegar þau áhrif, að prestastefna íslands s. 1. sumar tók kröftug- lega undir áskorun þeirra. Fyrir Alþingi liggur nú í annað sinn frumvarp fjögurra þing- manna úr öllum flokkum um stofnun þróunarsjóðs, sem ætlað er að verja til aðstoðar í þróun- arlöndunum. Frumvarpið gengur mjög skammt, en þrátt fyrir það hefur löggjafarsamkoman enn ekki hirt um að taka það á dag- skrá, enda hafa íslenzk stjórn- völd fremur tíðkað það að ganga í alþjóðasjóði, sem aðallega eru ætlaðir þróunarlöndunum, en að miðla þeim sem búa við skort af okkar þjóðartekjum. Svar for- sætisráðherra við spurningu sænsks æskulýðsleiðtoga á nor- rænu æskulýðsmóti fyrir tveim árum, um afstöðu íslenzkra stjórnvalda til þróunarlandanna, er nokkuð táknrænt fyrir skiln- ingsleysi valdhafanna, en þar vís- aði ráðherrann spurningunni frá sér og benti fyrirspyrjanda á að spyrja frekar forystumenn ís- lenzkra æskulýðssamtaka sem á mótinu væru um þetta mál. Andstætt sljóleika og aðgerða- leysi valdastólpa þjóðfélagsins hafa íslenzk æskulýðssamtök ekki skirrzt við að horfast í augu við vandamál samtímans. Mannfjölg- un, sem líkust er fólkssprengingu, og örbirgð milljóna í fjarlægum heimsálfum snertir framtíðarheill alls mannkyns á okkar litla hnetti. Stefnan í innanlandsmál- um hefur eingöngu áhrif á það, hvernig við lifum, en stefna okk- ar í utanríkismálum ræður úr- slitum um það, hvort við lifum. Þess vegna hefur áhugi og af- skipti uppreisnargjarnrar æsku samtímans einkum beinzt að al- þjóðamálum. Á því sviði hefur ís- lenzk æska einnig lagt nokkuð af mörkum, þó að enn skorti mik- ið á að íslenzk utanríkisstefna sé í samræmi við hugsjónir og þarfir alls mannkyns. Ólafur R. Einarsson. Ólafur Þ. Harðarson: Almenn umræða um utanríkis- mál hefur verið minni á íslandi en í nálægum löndum á undan- förnum árum. Að sama skapi hef- ur sú umræða, sem átt hefur sér stað, ekki verið alltof málefnaleg á stundum, og mjög lituð þeirri bandaríkjun, sem virðist ráða mestallri fjölmiðlun hér. Þetta hefur ofurlítið verið að lagast á allrasíðustu árum — og er það vel. Menn virðast vera farnir að gera sér betur grein fyrir því en áður, að það sem er að gerast í kringum okkui' skiptir máli, ekki síður en vísitala framfærslu- kostnaðar. Og síðast en ekki sízt virðist stór hluti ungu kynslóð- arinnar vera að losna undan því ofurvaldi Bandaríkjadekurs, sem Morgunblaðið hefur gengið lengst í og gerir enn. Þetta fólk sættir sig ekki við einstrengings- legan málflutning þröngsýnis- mannanna í utanríkismálum — það er frjálslynt og gerir sér grein fyrir þeim grundvallar- sannindum, að bæði Bandaríkin og Sovétríkin eru fyrst og fremst stórveldi, sem einskis svífast í valdabaráttu sinni, en hún er ekki hugsjónaleg nema að ákaf- lega takmörkuðu leyti. Það er því kannski ástæða til ofurlítillar bjartsýni; menn geta leyft sér að vona að utanríkismálum verði meiri sómi sýndur í framtíðinni. Flestir gera sér ljóst gildi al- þjóðasamstarfs. Friður og bætt lífskjör krefjast samstarfs þjóða í milli. Fyrr eða síðar hlýtur að koma að því, að heimurinn renni saman í eina eða kannski fáeinar heildir. Samruni Evrópu er ef til vill ekki eins langt undan og flestir halda. Og vafalítið er þessi samruni æskilegur á ýmsan hátt. Meðan þjóðirnar eru fullar af þjóðernisrembingi og misskildu stolti, er varla við því að búast að friður haldist. Það er líka hagkvæmara viðskiptalega séð að hafa stórar markaðsheildir, enda eru efnahagsbandalögin til orðin vegna þess. Hins vegar held ég, að stærsti kosturinn við inn- göngu íslands í EFTA sé kannski sá, að með því stígum við stórt skref í átt til Evrópu. Fyrr eða síðar kemur að því að við verð- um að velja milli náins sam- starís við Evrópu eoa Bandaríkin. Þess vegna er okkur mikilvægt að tengjast Evrópu fastar en verið hefur, og þá sérstaklega öðrum Norðurlöndum. Því vita- skuld ber okkur að hafa mest samstarí við þær þjóðir, sem okkur eru skyldastar. Því miður mun mörgum ísle.idingum vera í nöp við norræna samvinnu, vegna þess að hún hefur í alltof í'íkum mæli átt sér stað í sameig- inlegum veizlum forystumanna. Það er löngu kominn tími til að norræna samvinnan verði ekki aðeins í orði, heldur einnig á borði. Einnig þurfa íslendingar að kynna sig miklu meir á Norð- urlöndum en verið hefur. Gildi Sameinuðu þjóðanna er ótvírætt, þrátt fyrir að ef til vill megi segja, að þeim hafi mis- tekizt fleira en þeim hefur tekizt á rúmlega tuttugu ára starfsferli. Því það hefur óneitanlegt gildi, að til séu samtök, þar sem flestar þjóðir geta þrátt fyrir mismun- andi litarhátt, menningu og stjórnarfar komið saman og rætt vandamál sín. Það er stærsti galli Sameinuðu þjóðanna, að Kín- verjar, sem eru um fjórðungur mannkyns, skuli ekki eiga þar sæti. Það þarf skilyrðislaust að vinna að því, að Kína verði full- gildur aðili hið fyrsta, og íslend- ingar mega ekki láta nein annar- leg sjónarmið ráða afstöðu sinni í þessu máli. Þeir verða að taka sjálfstæða afstöðu — ekki bara gera eins og Sámur frændi segir. Og auðvitað á þetta við um öll önnur mál, þ. á m. utanríkispóli- tík íslendinga í heild. Þegar íslendingar hlutu sjálf- stæði var lýst yfir ævarandi hlut- leysi landsins. Þessari utanríkis- stefnu var fylgt þar til íslending- ar gengu í Atlantshafsbandalagið árið 1949. Nató er einungis hern- aðarlegt bandalag — alls ekki 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.