Samvinnan - 01.02.1970, Blaðsíða 60

Samvinnan - 01.02.1970, Blaðsíða 60
Bragi Ásgeirsson: Listin »þjónar« ekki Nokkur orð um myndlist vegna greinar Ólafs Gíslasonar, „Hverju þjónar myndlistin“? Því er þráfaldlega haldið fram af leikum og lærðum, að listamaðurinn falli ekki inn í nútímaþjóðfélag, vegna þess að eðli nú- tímaþjóðfélags geri hann að einskonar horn- reku fáum til gagns, en fleirum til byrði, þvi hann framleiði ekki áþreifanleg verðmæti. Þá er einnig á það bent, að einungis örfá;r snillingar séu ráðandi um listastefnur, en jafnan er sniðgengið að svara tveim áleitn- um spurningum, sem slíkur framsláttur vekur, þ. e. hver sé sá jarðvegur sem slíkir afburðamenn spretta úr, og í öðru lagi hvert sé gildi þeirra, í þessu tilviki myndlistar- manna, fyrir þjóðfélagið. Fyrri spurning- unni verður bezt svarað með því að vísa til þess fjölmenna hóps, sem iðkar þessa list af lífi og sál, en eðlilega er uppskeran misjöfn að gæðum. Gildi myndlistarmannsins fyrir þjóðfélagið felst að minni hyggju öðru frem- ur í stöðugum uppgötvunum nýrra tjáningar- forma í leit að nýjum gildum. Frumhug- myndir myndlistarinnar á þessari öld hafa haft áhrif á þróun húsagerðarlistar og hvers- konar listhönnun. Þá má á það benda, að flestir ef ekki allir leiðandi arkítektar ald- arinnar hafa verið myndlistarmenn í eðli sínu og sumir jafnvel starfandi á því sviði, en allir urðu þeir fyrir áhrifum myndlistar- innar. Sem list augans, hugmyndaflugsins og skynjunarinnar, sem miðla okkur sjálfu lífinu, er það ljóst, að tilgangur myndlist- arinnar hefur miklu víðtækari merkingu en að þjóna, því að ef maður þjónar ein- hverju, hlýtur það að leiða af sjálfu sér að einhver drottni yfir manni. Listin er ekki þjónusta, og enginn skal yfir henni drottna, og ég hallast því að þeirri skýringu, að list- in sé öllu framar miðlun. — Miðlun þekk- ingar og lífsreynslu, afkvæmi skynjunar- innar og hins frjálsa hugmyndaflugs, sem gengur með sigur af hólmi yfir hinu hug- taksfræðilega markmiði, yfir ástríðu manns- ins að ganga troðnar slóðir. Miðlun hug- mynda, sem eru að því er virðist afkvæmi þeirrar ólgu í brjósti skapara sinna, er knýr þá til átaka og til að tjá hlutina og um- hverfið í nýju ljósi. Við getum hér lært af náttúrunni sjálfri, sem gefur og miðlar, en þjónar naumast. Ég álít ekki, að fegurðar- þrá mannsins fari eftir stöðu eða stétt. Án fegurðartilfinningar væri lífið hverjum manni óbærilegt. Kalbrenndir gróðurreitir geta snert fegurðarkenndir, svipað því og visið laufblað hefur orðið tilefni til margra snilldarverka í skáldskap. Fyrir bóndann, sem metur hagsæld sem fegurð, er góð spretta og græn tún eðlilega yndisgjafi og hjarta hans nær en gróðurvana og kalin tún, en jafnvel í snjónum, sem á miðju sumri kann að leggjast yfir akur hnípins bónda, er einnig falin fegurð, þótt nytjar bóndans af akrinum rýrni og feli þess vegna fyrir hon- um fegurð hinnar óæsktu mjallar. í slíkum tilvikum virðist Ólafur Gíslason tileinka sér mat fornmanna á fegurð líkt og kemur fram hjá Gunnari á Hlíðarenda, þegar hann er látinn segja: „Fögur er hlíðin“. En Gunnar mun einmitt hafa átt við, að hlíðin væri grösug og búsældarleg. Ólafur snið- gengur einnig hið rétta, þegar hann reynir að læða því að lesendum, að við starfs- bræður hans málum fyrir fegurðarsmekk forréttindastéttar þjóðfélagsins, er uni hag sínum bezt með því að þjóna af öllum mætti „útvörðum borgaralegs lýðræðis" í Víetnam, Grikklandi og víðar, en þá stétt vanti skraut í hýbýli sín. Ég teldi það sorg- legt, ef til væru slíkir málarar meðal félaga minna, sem máluðu fyrir einhverja ákveðna stétt í þjóðfélaginu, og teldi ég þá ekki lengur samherja mína. En ég tel óhætt að fullyrða, að hér er einungis um staðlausan og vansæmandi framslátt að ræða frá hendi þessa orðhvata stríðsmanns. Fegurð og list- sýn eru frjálsri hugsun lífið sjálft, upp- spretta mannlegra hugsjóna, og eiga sér engin takmörk. Sérhver raunverulegur lista- maður hefur persónulegan skilning á feg- urð, sem er óaðskiljanlegur hugmyndaflugi hans, og því eru listaverk af sama hlut tíðum mjög ólík, og það er andstætt eðli frjálsborins listamanns, að utanaðkomandi öfl ákvarði hans vegna, hvað sé fegurð og hvernig hann eigi að miðla hughrifum sín- um. Spurningunni um, hvort myndlist þjóni sem samtalsform milli einstaklinga, svara ég einnig á annan veg en Ó.G. Hér er ég sem fyrr andvígur orðinu að þjóna, því að miðlun er réttara orðtákn til skilnings að mínum dómi. Listamaðurinn er enginn 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.