Samvinnan - 01.02.1970, Blaðsíða 62

Samvinnan - 01.02.1970, Blaðsíða 62
Ég get ekki gert mér grein fyrir því, að ég sé að þjóna ákveðnum hagsmunahópi með skrifum mínum og neita því ákveðið. Ég þjóna ekki Morgunblaðinu né mun nokkurn tíma þjóna nokkru blaði með skrifum mínum um list, en ég reyni að miðla lesendum þess þekkingu minni og lífsreynslu á þessum málum. Ég hef ekki fengið neina línu frá ritstjórunum né nokkrum utanaðkomandi aðila um, hvernig ég eigi að skrifa, og hef aldrei látið málara gjalda pólitískra skoðana. Ég vona, að sann- færing mín verði jafnan þar í fararbroddi. En sennilega þykir Ó.G. það mikill ljóður á mínu ráði, að ég skuli ekki athuga póli- tískar skoðanir málarans, áður en ég dirfist að Skrifa um hann, og þá skil ég einnig, að Ó.G. sé það einnig þyrnir í augum, að ég skrifa ekki í blað hans. Höfuðtilgangur skrifa Ó.G. virðist mér ótvírætt vera sá að vega að okkur, sem ritum í Mbl., og draga okkur í dilk, hafa búninginn raunverulegan með því að skilgreina ýmis hugtök eftir hentugleikum, og blanda okkur um leið inn í hörmungar og styrjaldir heimsins, og væntaniega gera okkur einnig meðseka um þær! Þegar hann álítur sig hafa plægt jarð- veginn nægilega vel, skírskotar hann til setn- ingar úr listdómi, sem hann telur dæmi- gerða fyrir skrif mín, og kveður upp stóra- dóm yfir skrifum mínum um þriggja ára skeið í ljósi þessarar einu setningar. Hér fer maðurinn eftir þeirri reglu, að tilgangurinn helgi meðalið. Því að þetta eru næsta ömur- leg vinnubrögð. Þessi vinnubrögð og hinn augljósi pólitíski áróður að baki greinar- innar gerði hana lítt svaraverða, en ég ákvað samt að svara um síðir til að hreinsa loftið líkt og það er kallað. Enginn skyldi ætla að okkur gagnrýnendum verði troðið um tær án andsvara. Hvað ummæli mín um pastelliti áhrærir, stend ég við allt sem ég þar sagði, og jafn- framt tel ég mig ekki sneiða hjá málefna- legri meðferð, þegar ég tala um tæknilegt inntak myndarinnar, því gagnrýnandanum er það ekki skylt að draga hvert einasta verk í þjóðfélagslegan dilk, þótt með því geðjist hann Ó.G. og hans líkum. Það byggist sannarlega ekki á persónulegum smekk mínum einum, að pastellitir hafi mjúka og fíngerða áferð, sem gerir þá að- laðandi, þannig að telja megi þá fallega; þeir eru a. m. k. áferðarfallegri flestum tegundum krítarlita og þannig hættulegri í höndum viðvaningsins, sem sér í þeim auðvelda leið til laglegs árangurs. Máli mínu til stuðnings bendi ég á ótölulegan grúa af miðlungsmyndum í þessari tækni, er skreyta rammaverzlanir um allan heim og skransýn- ingar. Þá get ég líka frætt Ó.G. á því, að langtum auðveldara er að uppgötva við- vaninginn á bak við t. d. vatnslitamynd. Áferð lita er misfögur, og þeir eru mis- jafnlega vandmeðfarnir, og ætti ekki að þurfa að benda Ó.G. á það. Þá skal ég upp- lýsa það, að Degas var ekki fyrstur til að mála lágstéttafólk, skemmtikrafta og drykkjufólk, og gerði það naumast af meira raunsæi en margur annar á hans tíma — heldur var það efnismeðferðin og hið nýja litaraunsæi, sem gáfu myndum hans gildi, jafnframt því sem hann sneri baki við óraunverulegum frásögnum „salonlistamann- anna“ og listrænu vændi þeirra gagnvart myndrænu inntaki. Það er hægt að snúa út úr öllu og mis- skilja, þegar nægur vilji er fyrir hendi, og þetta hagnýtir Ó.G. sér óspart, eins og þegar ég segi, að einhver skírskoti til grynnri kennda hjá áhorfandanum; þá hlýtur hver læs maður að sjá, að ég á við, að hann höfði til þeirra, sem óþroskaðar tilfinningar hafa fyrir myndlist og hrífast helzt af dútli. En það er sérstök íþrótt að gerast skemmti- legur á þennan hátt, að setja nýja merkingu í setningar dagblaða og tímarita, og hefur lengi verið iðkuð og telst til lítils frum- leika hjá Ó.G. að taka þá iðju í sína þjón- ustu. Hvað Ó.G. á við með sérstökum íslenzkum stíl hjá málurum, sem máli íslenzkt lands- lag og selji myndir sínar í Rammagerðinni, er mér ráðgáta, nema maðurinn hafi gert þá einstæðu uppgötvun, að rammagerðar- stíll, sem er iðkaður af kappi um allan heim, sé af íslenzkum toga! Ég kannast heldur ekki við réttmæti þess að nefna orðið ríg varðandi þessa menn og óhlutlæga mál- ara, sem þrælað hafa síðustu 30 árin sem misskildir brautryðjendur við listviðleitni sína, og sem sjálfur Ó.G. á margt gott að gjalda, þótt nú telji hann sig geta boðað þeim hinn eina og rétta sannleika og hamist við að tortryggja þá með lítilsigldum aðferð- um í ræðu og riti til þess að rugla fólk enn meir. Auðvitað þarf að nefna listmálar- ann Valtý í þessu sambandi, því að hann er einnig listgagnrýnandi Mbl. og þar með vondur maður. Þá færist skörin upp í bekk- inn, þegar Ó.G. fer að líkja saman list Valtýs og myndum Matthíasar, og er annað tveggja fáfræði eða illgirni. Og það fellur um sjálft sig að tala um myndir Valtýs á veggjum betri borgara og sem aðgöngu- miða að hópi þeirra, en myndir Matthíasar á veggjum almúgamannsins. Hvað báðar þessar stéttir áhrærir get ég fullvissað Ó.G. um, að myndir Matthíasar eru í gífurlegum meirihluta á veggjum þeirra. Ég hef ekki orðið var við, að myndir rammagerða séu til varanlegrar ánægju, nema þá fámennum hópi. Þær þekja að vísu rúm á vegg og skipa þar sæti á svipaðan hátt og albúm fyrir tækifærismyndir fjöl- skyldunnar, og það verða líka góðar myndir í húsum fólks, sem fer á mis við að njóta listar. E. t. v. hefur Ó.G. aldrei heyrt getið um fólk, sem sparar sér fé með því að kaupa ódýra mynd á tómlegan vegg, og þá væri honum vorkunn, en ég fullyrði, að í þeim hópi séu sannarlega ekki síður ríkir menn. Ó.G. skal bent á, að myndir viðurkenndra myndlistarmanna á íslandi eru mjög ódýrar miðað við hliðstæðar myndir á Norðurlönd- um, en aftur á móti hefur rammaverzlana- málurunum, sem eiga ekki endilega myndir í þeim verzlunum, tekizt að gera slíkan varning dýrari en í sennilega nokkru öðru landi. Það er rétt, að það hljóti að hafa í för með sér, að tekin sé pólitísk afstaða í sambandi við að skrifa myndlistargagnrýni, en sú afstaða er frá minni hálfu listpólitísk, en ekki ihugmyndafræðilegs eðlis. Rithöf- undar skrifa bókmenntir, en málarar mála málverk, en með því að læða pólitískri frá- sögn í ólistrænum búningi inn í verkið, segir skapandinn einungis sögu. Augu mín eru jafn vel opin fyrir andstæðum og þver- sögnum í þjóðfélaginu og nokkurs annars, en sýn mín er ekki formyrkvuð af þeirri skyldu að verða jafnan að taka sömu af- stöðu og þeir, sem ég þjóna, svo ég noti margendurtekið og vinsælt orðtak Ó.G. Ég skil hættuna á skoðanaeinokun fjöl- miðla — hún er vissulega ískyggileg, og á móti henni skal unnið, en er það ekki ein- okun, er einn flokkur gerist svo djarfur að taka að sér skoðanaeinokun í nafni fólksins, ráðast á aðrar þjóðir í nafni kerfisins, ein- ingar og bræðralags, og hneppa þær í and- lega fjötra? Lýðræðinu er vissulega þörf á aðhaldi á ýmsa vegu, en ekkert einokunar- kerfi á rétt á sér. Hvað nefnist annars sú list, sem er skrautfjöður kerfisins og veg- samar flokkinn, annað en skreytilist? Prentfrelsi íslenzkra blaða er merkilegt að því leyti, að þau birta nær hvaða óhróður sem er um menn, jafnvel starfsmenn sína, athugasemdalaust í nafni ritfrelsisins — tala um skaðsemi eiturlyfja í leiðurum, um leið og andlegu eitri er hleypt á síður blað- anna undir sama yfirskyni, en hagræða svo öllum fréttum eftir því, hvað pólitíska línan býður — hér er ekkert blað undanskilið. Það er sannarlega ekki rétt, að gagnrýni okkar bstgagnrýnenda sé áhrifalitil, úr því hún tekur svo á taugar pólitískra hagsmuna- listamanna. Rétt er, að aldrei í sögu mannkynsins hef- ur misskipting auðæfa í heiminum verið augljósari en í dag, og einnig að aldrei hafi verið tiltækt jafn mikið af sannindum þeim til handa, sem möguleika og áhug'a hafa á að leita hins sanna, og hér eru því vissu- lega manndómsverk fyrir hendi. Einnig er það mikilvægt verkefni að berjast gegn margvíslegri kröm og hörmungum, sem að mannkyninu steðja og eru því jafnvel hættulegri en styrjaldir. En til þess að sigr- ast á slíku fári er ekki ráð heldur óráð að ganga blindandi öðru því afli á hönd, sem seilist til heimsyfirráða. Þriðja aflið, sem víðsvegar er að rísa meðal þjóðanna, sem gerði það t. d. í Tékkóslóvakíu, sem gerir það í vestri og austri, skynjar það, að hvor- ugt drottnunarkerfið er framtíðarlausn mannkyninu til farsældar. Ég bið Ó.G. að líta á landabréfið og leita að stærsta ný- lenduveldi heims á þessari öld og því, sem aldrei hefur gefið eftir fet af herteknu né innlimuðu landi og engri þjóð hefur gefið frelsi til þessa dags. Er það frelsi þessa veldis, sem listamenn eiga að selja list sína og persónuleika í hendur? Ég þekki persónulega fólk, sem hefur far- ið um flest Austurlönd og unn;ð þar að mannúðarmálum á vegum Sameinuðu þjóð- anna. Það prédikar enga pólitíska né kirkju- lega trú, en vinnur eingöngu af fórnfýsi og mannúð. Svo eru þar líka trúboðar á ferð sem heita fólkinu eilífu frelsi, ef það vill gangast hinum ýmsu guðum þeirra á hönd. Ennfremur eru þeir menn sem selja vopn, svo að fólk geti barizt og drepið undir fána hins eina sanna og rétta frelsis! Ólafi Gíslasyni er að sjálfsögðu frjálst að þjóna því afli, sem hugur hans girnist, og selja frelsi sitt í hendur þess, en í fullri vinsemd vildi ég mega ráða honum frá að temja sér þá iðju að brýna vopn og gerast stríðsmaður fyrir þá frelsishugsjón eina, sem umrædd grein hans hnígur að. ♦ 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.