Samvinnan - 01.04.1984, Side 8

Samvinnan - 01.04.1984, Side 8
Marka þarf ábyrga og öfgalausa stefnu um framtíð landbún aðar á Islandi Valur Arnþórsson kaupfélagsstjóri og stjórnar- formaður Sambandsins svarar spurningum Samvinnunnar • Hreinustu öfugmæli Segja má, að vorið sé mesti annatími samvinnumanna. Þá eru deildafundir og síðan aðalfundir kaupfélaga haldnir um land allt og loks er aðalfundur Sambandsins um miðjan júni. Af því tilefni vaknar spurningin: Er lýðrœðið innan samvinnuhreyfingarinnar nógu virkt? Ég svara þeirri spurningu hiklaust ját- andi. Og ég er sannfærður um að það svar er rétt, ekki síst á vorin, þegar ég hef setið hvern fundinn á fætur öðrum, þar sem samvinnumenn hafa fjöl- mennt til að reifa mikilvægustu mál líðandi stundar og ráða ráðum sínum. í mínum eyrum hljómar sú fullyrðing að lýðræðið innan samvinnuhreyfing- arinnar sé óvirkt eins og hreinustu öfugmæli, og ég hygg að sama gildi um aðra samvinnumenn sem þekkja sam- vinnustarfið af eigin raun og vita hvernig hreyfingin er uppbyggð. Kaupfélögin, sem eru rúmlega 40 talsins, eru algjörlega sjálfstæð félög fólksins í hverju byggðarlagi eða hér- aði. Þau eiga Samband íslenskra sam- vinnufélaga sameiginlega og kjósa fulltrúana á aðalfund þess, en æðsta vald í málefnum Sambandsins er í höndum hans. Við íslendingar búum eins og kunn- ugt er við blandað hagkerfi, þar sem saman fer ríkisrekstur í verulegum mæli, ýmiss konar einkarekstur í formi hlutafélaga og sameignarfélaga - og síðast en ekki síst samvinnufélög. Lýðræðisskipulag er íslendingum í blóð borið frá fornu fari, og það má fullyrða að samvinnuskipulagið falli lang best að lýðræðishugmyndum íslendinga af þeim rekstursformum sem við lýði eru í landinu. Ríkisreksturinn er í raun ákaflega ólýðræðislegur og fjarri fólkinu. í einkarekstri og hlutafélögum ræður fjármagnið ferðinni og almenningur hefur engin bein áhrif á stefnumótun og starfsaðferðir þessara rekstursforma. Samvinnufélögin eru hins vegar Aðalfundur KKA var haldinn í Sam- komuhúsinu á Akureyri dagana 5. og 6. maí sl„ og eins og emlramer var fundarsókn góð eða 24.f fullfrúar af 257, sem réll átlu til fundarsetu. y v , ttlii f -n N 'PiÍT * J wk r.J m IL 8

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.