Neisti - 25.03.1982, Blaðsíða 4

Neisti - 25.03.1982, Blaðsíða 4
Neisti 2. tbl. 20. órg. 1982, bls. 4 Þegar liður að borgarstjórnar- kosningum er rétt að staldra við og meta hvað hefur gerst ó lið- andi kjörtimabili. Eftir siðustu kosningar voru margir sem svifu um götur og torg með stjörnur i augum og rœddu jafnvel um róðalýðræði og gott ef Marx var ekki nuddað utan i sæti borgar- stjóra. Margt mó gamli maður- inn þola. En hvað hefur gerst? f þessari grein verður ekki lagt mat á allt starf borgarstjórnarmeiri- hlutans, heldur einungis fjallað um einn afmarkaðan þátt - þróun leiguhúsnæðis borgarinnar. Ekki verða aðrir þættir húsnæð- ismála teknir fyrir, heldur reynt að svara einfaldri spurningu: hefur staða leigjenda batnað á kjörtimabilinu og eiga fleiri þess kost að búa í öruggu leiguhús- næði borgarinnar? Svarið er stutt og laggott: nei. Engar nýjar leiguíbúðir hafa verið teknar í notkun af Reykja- víkurborg síðustu fjögur ár. Reyndar lengur en látum það aðeins bíða. KOSNINGALOFORÐIN Vaninn er að gefa út loforð fyrir kosningar, sem nátturlega á að framfylgja. Fyrir borgastjórnar- kosningamar 1978 gáfu nú- verandi meirihlutafokkar ýmsar yfirlýsingar eins og gengur. Framsóknarflokkurinn gaf út lit- rikan (og feikn dýran) bækling með nafninu Borgin okkar. Þar stendur m.a. «Byggja verður fleiri leiguíbúðir ó vegum borg- arinnar og stórbæta þarf réttar- stöðu leigjenda.» Loforð Abl. birtust í sérprentum Þjóðviljans undir heitinu: ;Kosningar eru kjarabarótta. Þar er ekki minnst á aukningu leigu- íbúða, en segir:«Alþýðubanda- lagið stefnir að þvi að koma upp Húsnæðismiðlun Reykjavikur- borgar. Stjórn hennar skal auk fulltrúa borgarinnar skipuð full- trúum fró verkalýðshreyfingunni og samtökum íbúa þess hús- næðis, er Húsnæðismiðlunin hefur yfir að róða. Verkefni hennar skal vera húsnæðis- miðlun, jafnt sala sem leiga ibúða og þjónusta við leigjendur. Markmið þessarar stofnunar skal vera að tryggja fólki öruggt hús- næði ó sanngjörnu verði.» Kosningaloforð Alþ.fl. birtust í Alþýðublaðinu, en þar er ekki minnst orði á leiguhúsnæði. Hinsvegar drepur Sjöfn Sigur- björnsdóttir á húsnæðisstefnu Alþ.fl. í grein í Alþ. blaðinu 27. mai 1978. Þar segir hún stefnu Alþ.fl. þá, að þriðjungur allra íbúða verið «félagslegar», i því felast íbúðir fyrir aldraða, náms- menn og leigjendur. Á fundi sem Leigjendasamtökin efndu til fyrir þingkosningar 1978 mættu fulltrúar allra fram- boðsaðila í Reykjavik og lýstu afstöðu flokka sinna i húsnæðis- málum og þá sérstaklega varð- andi leiguhúsnæði. Fulltrúar núverandi borgarstjómarmeiri- hluta á þessum fundi voru þeir Guðmundur G. Þórarinsson , Sigurður E. Guðmundsson og Guðmundur Þ. Jónsson. Allir lýstu þeir miklum velvilja i garð leigjenda og nauðsyn á auknu leiguhúsnæði, þótt vissulega væri áherslumunur hjá þeim. Sigurður E. var sá eini er nefndi einhverjar tölur og ræddi um að borgin yrði að byggja a.m.k. 100 leiguíbúðir, auk þess sem út- rýma þyrfti heilsuspillandi hús- næði. Hvorugthefur veriðgert. Leiguíbiíðir borgarinnar Hver hefur þróunin verið siðustu ár? NtJVERANDI ÁSTAND Reykjavikurborg hefur nú 584 íbúðir á «almennum» leigumark- aði (fyrir utan íbúðir fyrir sér- hópa s.s. aldraða). Það gefur auga leið að 584 ibúðir hafa lítið að segja til að geta talist «al- mennar». Af þessum 584 íbúð- um em 89 bráðabirgðaibúðir og 44 að auki ætti að rýma strax, þar sem þær eru heilsuspillandi skv. upplýsingum Sveins Ragnarssonar, félagsmálastjóra Reykjavikurborgar. Auk þessa hefur borgin afsalað sér for- Með þessum stórhuga áætlun- um tekst kannski að útrýma heilsuspillandi íbúðum borgar- innar, sem rýma á strax (44), og kannski líka einhverjum af 89 bráðabirgðaíbúðunum. En ekki nær þetta lengra. Hitt er merkilegt, að áætlanir um fyrirhugaðar aðgerðir sem til heilla horfa fyrir alþýðufólk skuli alltaf koma fram þegar kjör- tímabil er á enda, þegar stjórnir eru að springa o.s.frv. Það mætti ætla að «vinstri» flokkarn- ir treystu íhaldinu betur til að framkvæma áætlanir sínar, eða kannski er þetta bara venjuleg kosningabeita. Þær em orðnar ófáar. ER STEFNA ÍHALDSINS ALLS- RÁÐANDI í LEIGUÍBÚÐA- MÁLUM? Stefna ihaldsins hefur ætíð verið sú, að allir skyldu eiga sitt húsnæði og helst að puða nógu andskoti mikið fyrir því, menn gera þá ekkert illt af sér á meðan, eða hvað? Þeir sem ekki hafa uppfyllt þessa íslensku gerð herskyldu hafa löngum verið álitnir hálfgerðir aular og ómagar. Því miður virðist þessi stefna í raun eiga inni í öllum flokkum, fram- kvæmdirnar benda í þá átt. Framar var þess getið að frá 1973 hefði ekkert framlag verið til nýrra leiguíbúða á fjárhags- áætlunum borgarinnar. En í desember 1973 samþykkti íhaldsmeirihlutinn að hafinn skyldi undirbúningur að bygg- ingu 100 leiguibúða á vegum borgarinnar. Þeim skyldi lokið 1976. Árið 1978 var borgar- stjórnarmenn farið að lengja eftir þessum ibúðum og var spurt hvað þeim liði. Borgarstjóri - Birgir Isleifur - svaraði því til að samþykktin væri úr Allir þurfa þak yfir höfuðið. . . gildi fallin þar eð ekkert fé hefði verið ætlað til framkvæmd- anna á fjárhagsáætlun. - Ljótir kallar sem sömdu hana! HVAÐ ER RAUNHÆF STEFNA í LEIGUÍBUÐAMÁLUM? Er þörf fyrir aukningu leigu- íbúða? Því verður að svara hiklaust játandi. En hve mikil þörfin er, er ekki hægt að svara. Sl. haust var efnt til könnunar á vegum borgarinnar á þörf- inni fyrir leiguhúsnseði. Fram- kvæmd könnunarinnar var á þann veg, að hún er ekki mark- tæk á nokkurn hátt. Krafa okkar er sú , að leiguhúsnæði verði eðlilegur val- kostur fyrir alla er þess óska. Slíkt verður ekki nema sveitar- félögin komi þar til. Reyndar er líka annar mjög raunhæfur möguleiki, hann er sá að nota fjármagn lífeyrissjóðanna til byggingar eða kaupa á leigu- ibúðum. Væri það öllu eðli- legri notkun á fjármagni launa- fólks í stað þess að gera sem nú er að lána fé sjóðanna i gróðabrask einstaklinga vitt og breitt um landið. Átak af hálfu lífeyrissjóðanna yrði án efa lvftistöng í baráttunni fyrir því að opinberir aðilar fjár- festi i leiguíbúðum í stórum stil. Loforð gagna ekkert, það þarf raunverulegar aðgerðir. bþ kaupsrétti á u.þ.b. 800 íbúðum á síðustu árum, rétt er að taka fram að eitt siðasta verk íhald- sins í borgarstjórnarmeirihluta var að afsala borginni forkaups- rétti á riflega 600 ibúðum, eru þær taldar með að framan. En hefur þá ekkert verið gert? Er aðalmál meirihlutans að redda því að lúxusíbúðar- eigendur flýi ekki borgina? Við skulum vera sanngjöm og nefna allt til. Alt frá 1973 hefur ekki verið gert ráð fyrir kaupum eða byggingum leiguíbúða á vegum Reykjavikurborgar fyrr en á fjárhagsáætlun 1982. Þar er gert ráð fyrir 28.820.000 kr. til bygingaar leiguíbúða. Það fé er fengið að láni frá Byggingarsjóði verkamanna og Byggingarsjóði Reykjavíkurborgar. Á fjárhags- áætlun borgarinnar 1980 var einnig gert ráð fyrir framlagi til undirbúnings nýrra leiguíbúða borgarinnar. I viðtali sem Andres Hansen, Moggamaður átti við Sigurjón Pétursson i útvarpinu í byrjun janúar var Sigurjón heldur kok- hraustur. Viðtahð birtist í Þjóðv. 16.-17. jan. Þar segir Sigurjón, að meirihlutinn hafi «beitt sér fyrir þvi að það er verið að byggja 43 nýjar leiguíbúðir. Hann hefur beitt sér fyrir þvi að það er verið að innrétta 17 íbúðir á vegum Félagsmálastofnunar- innar. Hann hefur beitt sér fyrir þvi og þegar keypt tvær íbúðir á venjulegum frjálsum markaði með fjárveitingu fyrir 18 til við- bótar. Auk þess hefur hann lagt drög að því að það verið byggðar i verulegum mæli leiguíbúðir og tekið frá á annað hundrað lóðir þess vegna.» BSRB gerði fyrir jól bráða- birgðasamninga (til júlíloka) á grundvelli ASÍ samninganna, um 3.25% kauphækkun og að auki um að svokölluð jólagjöf skyldi koma eftir skemmri starfsaldur en fyrr, sem þýðir um 2% hækkun til viðbótar fyrir all fjölmennan hóp. Til viðbótar við þetta var þvi lofað í samkomulaginu að við röðun í launaflokka í sérkjara- samningum skyldi miðað við laun samkvæmt öðrum samn- ingum, svo og kröfur til mennt- unar, ábyrgðar og sérhæfni. Forystan gyllti mjög möguleik- ana sem i þessu síðasta atriði fælust. Fjölmargir þeirra, sem samningana samþykktu gerðu það í þeirri von, að þetta mundi nást upp i sérkjarasamning- unum. Mótatkvæðin i allsherjar- atkvæðagreiðslu BSRB um samningana voru 30%. HVAÐ FÉKKST SVO ÚT A ÞESSILOFORÐ? Nú eru 9 af 13 félögum BSRB búin að gera sérkjara- samning. Tollverðir riðu á vaðið og fengu að meðaltali um 1% hækkun. Það þýðir að þriðji til fjórði hver starfsamður fékk eins flokks hækkun, eða 3,4%. Hin félögin fengu svipað, öll nema kennarar sem fengu litið eitt meira. Það er dálitið erfitt að meta meðaltalshækkun- ina hjá kennurunum, þar sem þetta kemur aðallega fram í hraðari starfsaldurshækkunum. Talið er að hún sé allt að 2 %. Það er því ansi magurt sem fengist hefur út úr sérkjara- samningunum til þessa og í litlu samræmi við þær vonir sem mönnum voru innprentaðar þegar þurfti að láta þá sam- þykkja aðalkjarasamninginn. Þetta ætti að verða einhverjum lexia um, að láta verkfalls- vopnið ekki af hendi fyrir loforð ríkisvalds sem og annarra at- vinnurekenda. Félögin sem eftir eiga að ljúka sérkjarasamningunum eru 4 og öll búin að leggja sín mál fyrir Kjaranefnd (kjaradóm). Þar beita þau fyrir sig fyrr- nefndum samanburðarákvæðum og telja sig á grundvelli þeirra eiga rétt á 10% og i mörgum tilvikum 20% hækkun. Meðal þessara fjögurra félaga er stærsta félagið i BSRB, Starfs- mannafélag ríkisstofnana og hjúkrunarfræðingar. Hjúkrunar- fræðingar ætla þó ekki að láta sér nægja að treysta á kjara- dóm og lukkuna, heldur leggja áherslu á kröfur sínar með fjölda- uppsögnum, sem koma til fram- kvæmda 15. mai. Sama er að segja um sjúkraliða, en þeir eru innan Starfsmannafélags ríkis- stofnana. SÉRKRÖFUR OG SAMFLOT I seinni tíð hefur borið í vaxandi mæli á því, innan verka- lýðshreyfingarinnar, að einstakir hópar eða félög legðu megin- áherslu á kröfur sins hóps eða félags á grundvelli þess að þeir hafi meiri möguleika einir sér en heildin. Eftir sumum verkalýðsleið- togum hefur maður heyrt þetta kallað sérhagsmunapot og jafn- vel upplausnarstarfsemi. Stað- reynd málsins er hins vegar, að í þessu birtast fyrst og fremst vonbrigði með getu heildarhreyf- ingarinnar, vonbrigði með undansláttarstefnu forystunnar. Slíka baráttu einstaka hópa verkafólks fyrir sérkröfum sínum styðjum við heils hugar. Slík barátta getur orðið heildarhreyf- ingunni mikils virði í því að slíta þær viðjar sem hún hefur lengi verið hneppt i af stéttasamvinnu- sinnaðri forystu og svikulum verkalýðsflokkum. Það er þó augljóst að eftir því sem þeim fjölgar sem baráttu heyja á þessum grundvelli, þvi meira þarf til svo að hún nái árangri, þvi meira vex þörfin á góðri samstöðu og öflugri skipulagningu slikra hópa. Það liggur ljóst fyrir, að slik barátta einstakra hópa dugir skammt þegar um meginmál heildarhreyfingarinnar er að ræða, svo sem launajöfnun með stórhækkun láglauna og óskertar verðbætur. En sérkröfubarátta má ekki og þarf alls ekki að koma niður á samstöðu um slik meginmál. R.St.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.