Neisti - 25.03.1982, Blaðsíða 5

Neisti - 25.03.1982, Blaðsíða 5
Neisti 2. tbl. 20. árg. 1982, bls. 5 Grétar Þorsteinsson, formaður Trésmiðafélags Reylkavikur: l*f|Tfl 0kkl að spyrja vinnuveitendur. í vetur hafa orðið nokkrar um- rœður um könnun á vinnuum- hverfi og heilufari nokkurra hópa iðnaðarmanna, nánar tiltekið tre- smiða, járniðnaðarmanna og málara á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Bráðabirgðaniður- stöður könnunarinnar komu út i nóvember. Stuttu eftir það gagnrýndi Viglundur Þorsteins- son framkvæmd könnunnarinnar i morgunpósti Rikisútvarpsins, f.h. vinnuveitenda. Viglundi var svarað siðar i Morgunblaðinu og verða málsatriði ekki rakin. Hins vegar er augljóst að könnunin hefur farið fyrir brjóstið á vinnu- veitendum. Þvi er ekki úr vegi, að gera niðurstöðum hennar og notagildi nokkur skil, samtimis þvi að spjallað er við Grétar um Vinnuverndarár ASl. -Könnunin er í heild staðfesting á þeim hugmyndum sem við höfðum um ástandið. I mörgum tilfellum staðfestir hún að ástandið er mun lakara en við gerðum okkur grein fyrir, segir Grétar Þorsteinsson. -Það sem kom helst á óvart, er sambandið milli lélegs aðbúnað- ar á vinnustað og streitu, en þar er samhengi sem maður hefur ekki gert sér grein fyrir áður. Þá er athyglisvert, að líkur má leiða að því, að mörg sjúkdómsein- kenni megi rekja til lélegs vinnu- umhverfis. -Þú segir að þið hafið vitað þetta lengi. Hafíð þið reynt ein- hverjar leiðir til úrbóta? -Já, við höfum barist lengi fyrir úrbótum, og höfum nú ágætis ákvæði í kjarasamningum sem snerta matstofur, hreinlætis- aðstöðu, öryggi, o.s.frv. En verulega skortir á að þessum ákvæðum sé framfylgt. -Samband byggingamanna reyndi fyrir tveimur og hálfu ári þá leið, að halda Vinnuverndar- viku, sem gaf góða raun og náði til um 2000 byggingamanna. Þar var ýmist farið á vinnustaði eða haldnir fundir, en markmiðið var fræðsla og umræða. Á seinni árum, m.a. i framhaldi af þessari vinnuvemdarviku hefur Sam- band byggingamanna og aðildar- félögin gert meira af þvi að vekja fólk til umhugsunar um vinnuumhverfi sitt. -Við bindum töluverðar vonir við Vinnueftirhtið, og það reyndar þegar komin jákvæð reynsla af samstarfi um eftirlits- störf með Vinnueftirlitinu. -Því hefur oft verið fleygt, að þegar einhverjir eftirlitsaðilar koma að dyrum vinnustaðanna mæti þeir oftlega andspyrnu og glósum frá starfsfólki. Er verka- fólk andsnúið eftirliti, er það hrætt eða hvað? -Ég hef aldrei lent í þvi. Hins vegar hef ég orðið fyrir þvi að atvinnurekandi var mjög erfiður og andsnúinn. Það kann að vera að slik viðbrögð fólks mótist af ótta við atvinnurekandann. E.t.v. stafa þau lika af van- þekkingu fólks á þessum hlutum. Ég vil ekki gera lítið úr þvi, að Pólland - Pólland hald af bls. 10 nema spyrja fyrst um leyfi hjá flokknum. Jafnhliða þvi sem skriffinnamir reyna með aðstoð klerkaveldisins að fá forystumenn Samstöðu til að fallast á þessa uppgjafarlausn er sífellt verið að ofsækja þá, sem halda uppi starfsemi Sam- stöðu. Yfirvöldunum hefur tekist að hindra útgáfu nokkurra blaða, sem félagsmenn Samstöðu hafa gefið út leynilega eftir að herlög- in voru sett. Samstaða heldur þó áfram endurskipulagningu og í Varsjá er byrjað að gefa út viku- blað á vegum hreyfingarinnar í trássi við yfirvöldin. SAMSTAÐA STARFAR ENN Helsti forystumaður Samstöðu i Varsjá, Zbigniew Bujak, fer enn Könnun á bónus og jafnrétti Á þessu ári mun fara af stað könnun á afleiðingum afkasta- hvetjandi launakerfa á heilsu og líðan verkafólks og tengslum þeirra við stöðu kvenna á vinnu- markaðinum. Könnunin mun fara fram meðal verkafólks í fiskiðnaði, fataiðnaði og e.t.v. matvælaiðnaði. Löng- um hefur verið deilt um ágæti bónuskerfa, og gefst nú tækifæri til að vega og meta hvað felst í þvi að vinna í bónus. Munur launa við tímavinnu og bónus- vinnu mun verða athugaður. Laun karla og kvenna verða borin saman, svo og bónusvinna karla og kvenna. Það mun verða litið á tengsl bónusvinnu við lengd vinnudags, og staða karla og kvenna borin saman að þessu leyti. Þá verður spurt um heilsu fólks og streitueinkenni og at- hugað hvort tengja megi heil- brigði, vinnuumhverfi og bónus- vinnu. Umfang könnunarinnar er enn ekki ljóst, en allur undirbúningur er á frumstigi. Framkvæmdina annast svonefndur Vinnurvemd- arhópur, en hann samanstendur | af menntafólki í nánu samstarfi við verkalýðshreyfinguna. Allir, sem hafa áhuga á þessum mál- um, geta haft samband við vinnuverndarhópinn, Klappar- stíg 26, simi 91-27363. verulega skortir á að okkar fólk geri sér grein fyrir hvað gott vinnuumhverfi er þvi mikil- vægt. Það virðist oft gleyma að það er á vinnustaðnum 40-50% af vökutímanum á virkum dögum. Hér er ástæða til að leiða hugann að muninum á þeim kröfum sem gerðar em á heim- ilum fólks og síðan á vinnustöð- unum. -Auðvitað kemur þar til að heimilið stendur fólki nær en vinnustaðurinn og má þar nefna eignarréttinn á vinnustöð- unum. Einnig, að fólk flyst oft og tíðum milh vinnustaða og fær því ekki tilfinningu fyrir þeim. -Hitt verður hins vegar að undirstrika, að höfuðástæðan fyrir hinu bága ástandi er auð- vitað sú, að atvinnurekendur hafa ekki staðið við þá samninga sem þeir hafa gert, og fara ekki eftir lagafyrirmælum þar um. -Það er engin spurning um það, að eitt það mikilvægsta sem verkalýðshreyfingin þarf að sinna er fræðslu og upplýsingar- starf. Síðan er spurning um eftirlitsstarfið. Mér finnst eðli- legast að Vinnueftirlitið hafi það á hendi í samráði við verkalýðs- hreyfingun. -Geta kannanir á borð við þessa komið að gagni við samnings- gerðir? -Það er enginn vafi á því, að við munum nota ákveðna þætti úr niðurstöðunum sem rök gegn atvinnurekendum. Her höfum við ákveðnar niðurstöður sem varða vinnuslys, streitu, og margt fleira. -Það er annað við könnunina sem hún hefur verið gagnrýnd fýrir, en sem ég tel að sé veru- legur kostur. Það er að spurn- ingarnar eru lagðar fyrir félag- ana, en spurningalistinn ekki sendur i fyrirtækin. Við teljum það miklu trúverðugri niðurstöð- ur, þegar okkar eigin félagsmenn svara spumingum sjálfir eftir þeirri tilfinningu sem þeir hafa fyrir vandamálunum, heldur en ef spurningalistar eru sendir i fyrirtækið. Og þá yfirleitt út- fylltir af yfirmönnum, en starfs- fólk hugsanlega spurt. huldu höfði og starfar að endur- skipulagningu hreyfingarinnar. Hann gaf nýlega út ávarp til pólskra verkamanna þar sem segir:«Markmið okkar er að verkalýðsfélögin fari að starfa á nýjan Ieik, þeir, sem settir hafa verið i fangelsi verði látnir lausir, og verkamenn sem reknir hafa verið úr vinnu bindist samtökum um að vinna að þvi að herlög- unum verði aflétt i samvinnu við aðra stéttarbræður sina.» Ekkert af þessum markmiðum mun nást fram ef skriffinnamir fá að fara sínu fram. Jaruzelski hershöfðingi hefur endurtekið boð sitt til andófsmanna um að þeir fái að flytjast úr landi. Aðeins er vitða um 15 manns, sem hafa tekið þessu tilboði. Flest bendir til að herlögin munu standa í marga mánuði i viðbót. Ljóst er hverjar áætlanir VINNUVERNDARÁR ASl -Ég sé þetta vinnuvemdarár þannig fyrir mér, að öðmm þræði verði lögð áhersla á áróður fyrir bættu vinnuumhverfi. Eins vona ég að farið verði út á vinnu- staðina með efni um þessi mál. Hjá okkur gaf það góða reynslu að vera fyrst með innbyrðis áróð- ur gegnvart félögum og leggja síðan út i vinnustaðaheimsóknir, sem félagsmenn sýndu mikinn áhuga. -Nú hefu Vinnuveitendasam- bandið lýst yt sur striði á hendur og fyrirskipað aðildarfélögum sinum að taka ekki við « einhliða áróðri» frá ASÍ. Hvað gerið þið við þvi? -Ja, meistaramir sem standa næst okkur hafa yfirleitt verið jákvæðir og ég hef ekki heyrt neina breytingu þar. Það þarf vitaskuld að velta því fyrir sér, hvernig á að bregðast við þessari afstöðu VSÍ, en ég hef engar sér- stakar áhyggjur af því. -Er ekki i raun og veru verið að setja spurningarmerki við heim- ild Alþýðusambandsins til að hafa fræðsluherferð á eigin vegum? -Eg skil ekki þá afstöðu Vinnu- veitendasambandsins, að verka- lýðshreyfingin megi ekki gera t.d. vinnuvemdarkönnun án af- skipta þeirra. Ég sé ekki annað en að við höfum fullt umboð og leyfi til þess að framkvæma kannanir meðal okkar félags- manna án þess að þurfa að bera okkur saman við vinnuveitendur. Eg reikna með að Vinnuveit- endasambandið standi fyrir hlið- stæðri starfsemi sem þeir eru ekkert að spyrja verkalýðshreyf- inguna um. -Hvernig heldur þú að megi virkja almenna félaga i sambandi við vinnuvernd og vinnu-um- hverfi? -Það em ýmsar leiðir til. Al- mennt má segja að það sé fræðslu- og kynningarstarf. Námskeið og önnur fræðsla trún- aðarmanna er afar mikilvæg. Ennfremur má setja í gang starfshópa i félögum sem fjalla um þessi mál, og senda afrakst- urinn af því út til allra félaga. SSG skriffinnanna em. Þeir munu reyna að þvinga fram samkomu- lag um verkalýðshreyfingu, sem yrði að þeirra geðþótta og njóta þeir þar stuðnings margra kirkju- leiðtoga. Ekkert bendir til að þeim takist að fá neina af for- ystumönnum Samstöðu til sam- starfs um slikt. Á hinn bóginn reynir skrifræðið að brjóta á bak aftur neðanjarðarstarfsemi Sam- stöðu-blaðaútgáfu og aðra skipu- lagningu. Það hefur ekki tekist hingað til. Margt bendir til að þessi starfsemi muni halda áfram og eflast smátt og smátt. Framundan er löng og erfið barátta, sem á mikið undir þvi að verkalýðshreyfingin í Vestur- Evrópu haldi vöku sinni i þessu máli. Byggt á Socialist Challenge. 19.3 1982 EH

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.