Neisti - 25.03.1982, Blaðsíða 9

Neisti - 25.03.1982, Blaðsíða 9
NICARAGUA: byltingin heldur áfram Nú er liðið vel á þriðja ár síðan stjórn einræðisherrans Somoza i Nicaragua var steypt eftir langvinnt og blóðugt strið i landinu. Nú geisar sam- svarandi strið i nágrannalöndum Nicaragua, E1 Salvador og Guatemala. Athygli sæmilega hugsandi fólks hefur beinst þangað æ meir upp á sið- kastið. En hverju fer fram i Nicaragua? FYRSTU VERKEFNIN Svo til allir ibúar Nicar- agua stóðu samEui gegn Somoza. Ekki aðeins verkamenn og bændur heldur lika millistétt- irnar og mikill hluti borgara- stéttarinnar. En það voru ekki allir á einu máli um leiðina eftir fall Somoza. Helsta forystuaflið í bar- áttunni gegn stjórn Somoza var Þjóðfrelsisfylking sandinista, FSLN. Þegar Somoza hrökkl- aðist frá 19. júlí 1979 tók við stjómartaumunum 5 manna stjórn skipuð þremur fulltrúum FSLN og tveimur fulltrúum borgarastéttarinnar og svokallað ríkisráð, eins konar þjóðþing, skipað 51 fulltrúa ýmissa hags- munahópa i landinu, af þeim voru 10 fulltrúar borgarastétt- arinnar. Valdastofnanir Somoza, svo sem her, lögregla og þjóð- varðlið, voru lagðar niður og ríkiskerfið allt endurskipulagt. Það var að sjálfsögðu ekki gert í einum vettvangi, nýjar stofn- anir hafa komið til eftir þvi sem þörf hefur verið á. Strax eftir valdatökuna vora aUir bankar þjóðnýttir, svo og eignir Somoza og helstu stuðn- ingsmanna hans. Ríkið tók í sinar hendur alla utanríkisversl- un en þeir atvinnurekendur sem ekki voru beint tengdir Somoza og veldi hans hafa haldið sínum fyrirtækjum og rekið þau áfram en verið settar ákveðnar skorður eftir því sem tilefni hefur verið til. Foystumenn sandínista segja að í landinu sé nú blandað hagkerfi. Hinnar nýju byltingarstjórnar beið gífurlegt starf við endur- bætur og uppbyggingu á nánast öUum sviðum samfélagsins. Ráðist var í mikla lestrarher- ferð enda var um 62% þjóð- arinnar óiæs árið 1979. Nú eru um 800.000 böm og ungl- ingar i einhvers konar námi. Það er tæplega þriðjungur þjóð- arinnar. I heilbrigðismálum hefur verið hafin mikil herferð. Verð á nauðsynjavörum hefur verið lækkað, m.a. með niðurgreiðsl- um, leigugjald af húsnæði og landi hefur verið lækkað, bændum veitt lán, unnið að út- rýmingu atvinnuleysis, aðstaða á vinnustöðum bætt og laun hækkuð. Jarðnæði hefur verið deilt út til landlausra bænda, húsnæði bætt og reynt að tryggja öllum nóg af grund- vallarf æðutegundum. Á sumum sviðum hefur þegar verið gert gífurlegt átak en á flestum sviðum er óhemjumikið verk óunnið. KÚGUN? Það er vitaskuld mikið slúðrað um ófrelsi og kúgun i Nicaragua. Eins og áður er sagt áttu fulltrúar borgarastétt- arinnar aðild að stjóminni fyrst eftir fall Somoza. Og það var þeirra val að segja sig úr stjórn og ríkisráði árið 1980. Fjölmargir flokkar og pólitisk samtök eru starfandi í Nicar- agua auk FSLN, bæði hægri sinnuð og vinstri sinnuð. Mörg blöð eru gefin út óháð stjórn- inni og erlend blöð og tima- rit fást í verslunum. Stjórnin lætur gagnrýni óátalda, en hún hefur nokkrum sinnum gripið í taumana þegar um hreinan róg- burð hefur verið að ræða. Fjöldasamtök eru mörg og yfirleitt mjög virk. f tíð Somoza var einungis 8% vinn- andi fólks í stéttarfélögum, nú eru svo til allir félagsbundnir. Og flest verkalýðsfélögin eru mjög virk enda má nærri geta að pólitiskur áhugi almennings er mjög mikill. Með stuðn- ingi stjómarinnar hafa þau staðið fyrir tilraunum með verkalýðs- eftirht á vinnustöðum, tekið verksmiðjur þegar eigendur fyrirtækja hafa brugðist og staðið fyrir ýmsum fjöldaað- gerðum. Þau hafa ekki síst látið til sín taka gegn fjármagnsflótta sem hefur verið geysimikið vandamál, en verkalýðseftirlit og það að taka verksmiðjurnar, hefur einmitt oft beinst gegn honum. Af öðmm fjöldasamtökum má t.d. nefna bændasamtökin og kvennasamtök og síðast en ekki síst varnarsveitir sandinista - CDS - sem eru sprottnar upp úr varnarsveitum alþýðu sem mynduðust í frelsisstrið- inu. Þær verða sífellt fjöl- mennari og láta mikið til sin taka á ýmsum sviðum. Stjórnin leitast við að ræða málin við alla þá sem eiga hagsmuna að gæta. I lok mars 1981 voru t.d. kallaðir saman fulltrúar alls konar hags- munahópa og i tvo mánuði ræddu forystumenn FSLN annars vegar við þá sem styðja byltinguna og hins vegar við full- trúa hægri aflanna. INDJÁNARNIR OG BYLTINGIN I vestrænum fjölmiðlum hefur stundum verið talað um að indjánar séu beittir kúgun og sæti ofsóknum í Nicaragua. Nokkrar indjánaþjóðir búa i strjálbýlum héruðum í austur- hluta landsins. Þeir hafa nokkra sérstöðu, hafa eigin menningu og tala eigið tungumál og hafa að sjálfsögðu verið einna verst settir allra ibúa landsins; mennt- unarsnauðir; fátækir og kúgaðir. Auk þeirra búa á svipuðum slóðum blökkumenn sem tala enska mállýsku. Heimkynni margra þessara indjána eru nærri landamærum Hondúras, en handan þeirra hafa gagnbyltingarsinnaðir flótta- menn hreiðrað um sig. Þeir hafa náð nokkmm ítökum meðal indjánanna í krafti samgöngu- leysis og menntunarleysis. Það hefur þvi komið fyrir að ind- jánar hafa gengið í lið með gagnbyltingarsinnum og tekið þátt í átökum við byltingar- menn. Sú er liklega kveikjan að þessum fréttum. 12. ágúst sl. gaf rikis- stjórnin út yfirlýsingu um mál- efni indjána og blökkumanna. Skv. henni skal þeim tryggður réttur til að viðhalda og efla eigin menningu, stjóma sinum málum sjálfir og taka fullan þátt í pólitísku, efnahagslegu og menningarlegu lífi í landinu. I lestrarherferðinni var þeim kennt að lesa og skrifa á eigin máli. Fulltrúi Alþjóð- legs ráðs indjána (International Indian Treaty Council) hjá Sam- einuðu þjóðunum hefur látið svo um mælt að Nicaragua sé «eina landið í Ameríku þar sem mannréttindi indjána eru virt». EFNAHAGSKREPPA Af því sem hér hefur verið skrifað mætti ætla að allt sé i harla góðu standi í Nicaragua. En svo er þvi miður ekki. Landið*býr Við mikla efna- hagslegar þrengingar. Þær eru að sumu leyti arfur frá liðinni tíð. En þar bætist ýmislegt ofan á. Heimskreppan hefur farið ómjúkum - höndum um Nicaragua. Verðlækkanir hafa orðið á mikilvægum útflutnings- vömm, svo sem kaffi og gulli, nú þarf t.d. að gefa 145% meira magn af kaffi fyrir eina dráttarvél en fyrir 4 árum. Auðugir andstæðingar bylting- arinnar hafa flutt mikið fjár- magn úr landi. Bandaríkin hafa tekið fyrir alla fjárhags- aðstoð og lán til Nicaragua og í þokkabót komið i veg fyrir lán- tökur hjá fjölmörgum lánastofn- unum í N-Ameríku, V-Evrópu og Japan. I raun hafa Banda- rikin sem áður voru helsti við- skiptaaðili Nicaragua sett við- skiptabann á landið. Skortur er á varahlutum í vélar, ýmsu hráefni til iðnaðar og margvis- legum neysluvarningi. Ofan á þetta bætist mikill skortur á sérmenntuðu vinnuafli. f stað þess að láta erfið- leikana bitna á almenningi i landinu er gengið á gróða atvinnurekenda. Átökin við atvinnurekendur og borgara- stéttina fara því harðnandi, en um leið á stjómin í höggi við vinstrisinna sem vilja ganga lengra en stjórnin telur fært eða leggja áherslu á önnur verk- efni en stjómin. Þeir krefjast m.a. launahækkana og hóta verkföllum bæði i einkafyrir- tækjum og ríkisfyrirtækjum. Stjórnin telur hins vegar að ekki sé svigrúm fyrir almennar launa- hækkanir, enda verði að nota allt það fjármagn sem er fyrir hendi til að halda áfrtun þeim gmnd- vallarverkefnum sem tahn vom upp hér að framan. En ofan á þau verkefni bætist að Banda- ríkin og innlendir gagnbyltingar- sinnar hafa neytt hervæðingu upp á landið með sívaxandi ógnunum sínum og árásum. NEYÐARÁSTAND Af þessum ástæðum hafa vam- arsveitir Nicaragua (þ.e. CDS sveitirnar sem áður var skýrt frá) verið í viðbragðsstöðu frá nóv- emberbyijun. Fréttir 16. mars af skemmdarverkum útsendara Bandarikjastjórnar sýna, að ekki er vanþörf á að vera á varð- bergi. 10. sept. sl. voru sett lög sem var ætlað að bregðast við þessu ástandi. Skv. þessum lögum er lagt bann við braski og hvers kyns aðgerðum sem geta valdið efnahagsöngþveiti eða veikt ríkið. Verkföll eru bönnuð og einnig verksmiðju- tökur og yfirtaka jarðeigna í trássi við stjórnina. Rikisútgjöld eru skorin niður á ýmsum sviðum og skattar lagðir á munaðar- vörur. Fyrst eftir setningu neyðar- laganna heyrðust þær raddir að borgarastéttin fagnaði þeim. En í rauninni er fátt i þeim sem borgarastéttin getur fagnað. Megintilgangur þeirra er að veija hagsmuni almennings og treysta byltinguna i sessi. Það er fyrst og fremst ákvæði gegn verkföllum sem er umdeilt meðal stuðningsmanna stjómar- innar. Þama er vissulega vegið að hefðbundnu grundvallaratriði í réttindum verkafólks. En hvaða niðurstöðu sem við komumst að varðandi þetta atriði ættum við að hafa í huga hvaða aðstæður ríkja nú í Nicaragua og við hvaða vanda byltingarstjórnin á að etja. I yfirlýsingum «Samræmingar- nefndar verkalýðsfélaga í Nica- ragua» um þessi lög segir að « á þessu umbyltingartímabili i Nicaragua ættu verkföll að vera síðasta úrræði verkafólks». SÓSÍALISMI? Nicaragua er ekki sósíed- ískt land, ekki ennþá. I landinu er í gangi þjóðfélags- bylting sem stefnir í átt til sósíalisma. Þeir sem hafa for- ystu í byltingunni tala þó ekki mikið um sósíalisma. Þeir tala um sandínisma. Og hin sand- iníska bylting felst í því að verka- menn og fátækir bændur skapa nýtt samfélag þar sem hags- munir fjöldans em hafðir að leiðarljósi. Þegar byltingar- mennirnir í Nicaragua nota orðið sandínismi i stað sósíal- isma merkir það í raun að sú leið sem farin verður að ofangreindu markmiði markast af þeim aðstæðum sem eru i Nicaragua hvað sem öhum fyrir- myndum og kenningarkerfum líður. Ef til vill má segja að orðið sandinismi sé tákn um það raunsæi sem einkennir bylt- ingarmennina i Nicaragua. Að mestu byggt á IP/Inprecor eó ÖFGAFULLIR HÆGRIMENN VIÐ ST JÓRNV ÖLINN í HONDÚRAS Sigurvegarinn í kosningunum i Hondúras nýlega var Roberto Suazo Cordoba, leiðtogi Frjáls- lynda flokksins. Þrátt fyrir þetta nafn á flokknum er Suazo lýst sem öfgafullum hægri manni. Hann og stjórn hans stendur i nánum tengslum við afturhaldsamasta hluta fjár- málaheimsins og talið er að efnahagsstefna stjórnarinnar verði mjög ihaldssöm, hún muni fyrst og fremst miðast við þarfir fjármálamanna og komi til með að styðja fjárfestingar erlendra aðila. í Hondúras er yfirmaður her- aflans mjög valdamikill. í það embætti hefur nú verið valinn Gustavo Alvarez Martinez her- foringi. Hann er öfgafullur andkommúnisti og er i hópi her- foringja svipaðrar skoðunar sem hafa náin tengsl við Banda- ríkin. Áður var Alvarez yfir- maður lögreglunnar. Siðustu sjö mánuði ársins 1981 hurfu i Hondúras 54 vinstrisinnar frá E1 Salvador og Hondúras. Flestir þeirra sáust siðast i höndum lögreglunnar. Þótt mannshvörf séu ekki ný af nál- inni i Rómönsku Ameríku er þetta ný reynsla fyrir íbúa Hondúras. Alvarez er harður andstæð- ingur ríkisstjórnar Sandinista i Nicaragua. Það eru miklar likur á auknu samstarfí hers Hondúras við stuðningsmenn Somoza sáluga sem eru i útlegð frá Nicaragua svo og við hinn blóðuga her og lögreglu E1 Salvador. Það er þvi miður ekki margt sem bendir til að hið svokallaða lýðræði verði alþýðu Hondúras hliðhollara en herforingja- stjórnin var meðan þeir Suazo og Alvarez tróna þar í æðstu sætum. eó

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.