Verklýðsblaðið - 11.08.1930, Blaðsíða 1

Verklýðsblaðið - 11.08.1930, Blaðsíða 1
VERKLYÐSBIAÐIÐ ÚT(i EFAN Dl: JAINA04RNAN NAFJ EIAQ ID.SPARX^ I. árg. Reykjavík 11. ágúst 1930 2. tbl. Kaupgjald við vegavinnu. Launakúgun ríkisvaldsins Hvað hefir sambandsstjórnín gert? — Sköpun verkiýðssambands knýjandi nauðsyn. Verkin tala. Þegar verkin tala í blöðum borganna, er það vanalega tvennt, sem gleymist að geta um. í fyrsta lagi kaupgjald þeirra, er verkin vinna og í öðru lagi kaupgjald þeirra, sem ekki vinna að þeim. Og þegar verkin tala í blöðum borg- aranna, lofa þau mest þann, sem hefir látið vinna mest fyrir minnsta peninga, því sá hefir reynst duglegastur í því að láta verkamennina vinna mikið fyrir lítið kaup. 0g þegar borgara- flokkarnir eru að tylla sjer á tær við „háttvirta kjósendur“, rífast þeir um það, hverjum hafi tekizt bezt að láta verkamennina þræla mest fyrir minnstu kaupi. Þeir hafa treyst þvi, að verkalýðurinn væri enn á því þroskastigi að dást að „dugnaði og forsjálni" borgaranna. Ríkisvinnan. Það hefir reynzt þannig í allri ríkisvinnu borgararíkjanna, að þar hefir kaupgjald verka- manna verið lægst, hafi nokkur möguleiki ver- ið á því að koma því við og á þann hátt hefir ríkið verið gert að öflugum leiðtoga og vernd- ara atvinnui’ekandanna í baráttunni gegn kaupkröfum verkamanna. Hið litla íslenzka rlki (sem nú á bráðum að ganga í Þjóðabandalagið) hefir ekki verið eftirbátur annara „stórvelda” i þeim efnum. Laun verkamanna við ríkisvinnu hafa verið skorin við neglur eftir mætti og góður vilji einatt sýndur í því að vera neðan við þann kauptaxta, er verkamenn hafa komið sér saman um á hverjum stað. Hinsvegar hef- ir minna gætt' spamaðar á öðrum liðum við ríkisvinnuna. Og þótt forráðamenn ríkisvinn- unnar hafi ekki mátt borga lágmarkskauptaxta verkamanna sökum þess hve mikið hefir þurft að gera fyrir litla peninga, hefir lítið verið prúttað við þá menn, er hafa tekið að sér að framkvæma einhverja ríkisvinnu, þótt þeir hafi reynzt nokkuð dýrir á smábreytingum eftir að verkið hefir verið hafið. Framsóknarstjómin. Þegar núverandi stjóm tók við völdum með hlutleysi fulltrúa verkamanna, gerðu margir verkamenn sér vonir um að nú myndi eitthvað batna í þessum efnum. En vonir þeirra verka- manna hafa orðið sér til skammar eins og áður. Borgaraleg ríkisstjóm getur aldrei orðið annað en vígi atvinnurekendanna gegn verkalýðnum. Og Framsóknarstjómin hefir skilið hlutverk sitt og leyst það vel af hendi. Hún hefir virt að vettugi kaupkröfur verkalýðsins og gengið þar feti framar en nokkur önnur hérlenzk íhaldsstjóm. Áhrifa verkamannafulltrúanna, sem styðja stjómina með hlutleysi sínu, hefir lítið gætt, nema ef vera skyldi á kaupgjaldi þeirra sjálfra. En þótt þingfulltrúar verka- manna geti áfram stutt Framsóknarstjómina með hlutleysi sínu, geta verkamennimir sjálfir ekki sýnt henni hlutleysi lengur. Þeir geta aldrei, sýnt þeirri ríkisstjóm hlutleysi, sem hefir gerzt harðsnúnasti andstæðingur verka- manna í baráttunni fyrir bættum kjömm. Sam- tök verkamanna og hin vaknandi stéttameðvit- und þeirra krefst þess að borgaralegri ríkis- stjóm sé haslaður völlur hvaða nafni, sem hún nefnist. Frh. á 4. síðu. Heimskreppan færist yfir Island. Geisileg verðlækkun á aðalútflutningsafurðunum. Ófyrirsjáanlegar afleiðingar af stjórnleysi auðvaldsskipulagsins. Eitthvert helzta og alkunnasta fyrirbrigði auðvaldsskipulagsins eru kreppurnar. Þær stafa af því, að í auðvaldsþjóðfélaginu eru allar af- urðir framleiddar fyrir óákveðinn markað í gróðaskyni eingöngu, en ekki eftir fyrirfram áætluðum þörfum mannfélagsins til að fullnægja þurftum þess. Ohjákvæmileg afleiðing þessarar stjórnlausu auðvaldsframleiðslu er „offramleiðsl- anu — þetta vitfyrrta ástand, þegar lýðurinn verður að ganga atvinnulaus og svelta, af þV{ að of mikið sé til af öllu. Nú hefir einhver ægilegasta kreppa gengið yflr allan auðvaldsheiminn. Aldrei hafa óseldar kornbirgðir auðhringanna verið eins miklar og nú. Aldrei eins mörgum verksmiðjum lokað í iðnaðarlöndunum. Aldrei eins mikið safnast sam- an af óframleiddum afurðum. Aldrei eins mikið atvinnuleysi — yfir 17 miljónir í iðnaðarlöndum Evrópu og Ameríku. Aldrei verið önnur eins gnægð matar og klæða. Aldrei eins margir soltið, klæðvana og húslausir. Aðeins ein undantekning í heiminum. Ráð- stjórnarríkin. Þar er auðvaldið afnumið. Þar ríkja ekki viðskiftalögmál þess lengur. Þar er alt í hinum hraðasta uppgangi, sem heimurinn enn hefir séð. Eina vörnin gegn kreppunum er að afnema auðvaldsskipulagið með öllu því böli, er því fylgir. Allar kákenducbætur eða tilraunir auðvalds- ins með hringamyndunum og takmörkunum á framleiðslunni til að hindra kreppuna, hafa reynzt árangurslausar. — — — Það er engum efa bundið, að ísland dregst af fullum krafti inn í hringiðu heimskreppunn- ar. Slíkt er eðlileg afleiðing af því að ísland, sakir stóriðjunnar, sem þar hefir risið upp, hef- ir dregist inn í heimsverzlunina meir en nokk- urt annað land. ísienzka alþýðan flytur út af afurðum þeim, sem, hún framleiðir, fyrir 65 mil- jónir króna árlega. Það eru 650 kr. á hvert mann8barn á landinu. Á hverja verkamanna- fjölskyldu, er telur„5 meðlimi, og á að lifa af ca. 2—3000 kr. á ári, kemur yfir 3000 kr. út- flutningur á ári. Íslenzka alþýðan á það því ger- samlega undir stjórn og stjórnleysi heímsauðvalds- ins og innlendra þjóna þess og bandamanna, hvað hún fær fyrir afurðir sínar og hvort hún fær yfir- leitt nokkuð til að lifa á. Verðfallið verður því miklu tilfinnanlegra fyrir Islendinga en nokkra aðra, þegar það loksins dynur yfir. Eins og nú stendur er ís- lenzka alþýðan gersamlega ofurseld auðvaldinu og öllum markaðsdutlungum þess. Auðvaldið reynir að velta öllum afleiðingum kreppunnar yfir á verkalýðinn með auknum skattálögum Alþjóða-Samhjálp Verkamanna A.S.V* Merkilegasta hjálparstarfsemi heimsins. Stotnun. Árið 1921 gengu einhverjir ógurlegustu þurkar í Rússlandi, sem sögur fara af. Miljónum manna lá við hungurdauða. Þá var það að verkalýður víða um heim hófst handa og stofnaði með sér félagskap til hjálpar hinum bágstöddu. Söfn- uðust all8 um 22 miljónir marka og 45 skips- farmar af matvælum og öðrum lífsnauðsynjum voru sendir rússneskum börnum. Þá var það Rússland, sem hjálparinnar naut, nú er það Rússlandsdeild A. S. V. sem mest lætur af höndum rakna til hjálpar verkamönn- um í auðvaldslöndum. Tilgangur. Tilgangur Alþjóða-Samhjálpar Verkamanna er sá að rétta bágstöddum bræðrum hjálpar- hönd, þar sem ófyrisjáanlegt böl ber að hönd- um, sem snertir fjölda manna, svo sem af náttúrunnar völdum (jarðskjálftar, eldgos, upp- skerubrestir, pestir eða sjóslys) eða manna (verkföll, verkbönn, kreppur). A. S. V. veitir aldrei peningahjálp, en útbýtir í þess stað mat- vælum, fötum og öðrum lífsnauðsynjum eftir þörfum. Þátttaka. 15 miljónir verkamanna og kvenna eru starf- andi félagar í alþjóðasamhjálpinni. Eru það verkamenn um öll lönd Evrópu, í Bandaríkj- unum, Kanada, Mexiko, Argentinu og öðrum löndum Suður-Ameriku, Suðurafríku, Ástralíu, Kína og Japan. Félagar geta allir orðið án tillits til pólitískra skoðana, séu menn aðeins sannfærðir um það, að hið hræðilega böl, sem miljónir verkamanna eiga nú við að búa, um heim allan, eigi rót sína að rekja til hins ríkjandi þjóðskipulags, og því verði ekki ráðin bót nema mð gagngerðri breytingu á socialist- iskum grundvelli. — Auk verkamanna tekur fjöldi listamanua og vísindamanna einnig þátt í starfseminni, má nefna Friðþjóf Nansen, sem er nýlátinn, Maxim Gorki, Heinrich Mann, Henri Barbusse, Upton Sinclair. Frh. 2. síðu.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.