Verklýðsblaðið - 11.08.1930, Blaðsíða 2

Verklýðsblaðið - 11.08.1930, Blaðsíða 2
Kaupdeil^á^Siglufirði Síldarvinnustúlkuraar hækka kauptaxta sinn. Þann 29. júlí kíukkan 9 árdegis var haldinn almennur [fundur verkakvenna á söltunarstöð síldareinkasölunnar á Siglufirði. Pundurinn sam- þykkti að gera eftirfarandi kauphækkunarkröfu: Pyrir að hausskera og krydda kr. 2.50 á tn. (áður 1.60). Fyrir að kverka og hreinsa slor kr. 3.00 á tn. (áður 2.00). Fyrir að hreinsa síld og sporðskera kr. 4.00 á tn. (áður 3.00). Fyrir aðrar nýjar breytingar kr. 4.00 á tn. Ákveðið var að leggja niður vinnu, ef ekki væri gengið að kröfunum. Samdægurs auglýsti verkakvennafélaðið ,Ósk‘ á Siglufirði þennan nýja kauptaxta með flug- ritum. Saltendur urðu allir við kröfunum, en deila varð milli þeirra og Síldareinkasölunnar á hverj- um kauphækkun þessi ætti að lendn. Börðust verkamenn og sjómenn eindregið gegn því að einkasalan greiddi þessa hækkun sökum þess að hún mundi að töluverðu leyti lenda á sjó- mönnum er ráðnir væru upp á hlut. Sömu af- stöðu tók Einar Olgeirsson en varð í minni- hluta og lenti því kauphækkunin á einkasöl- unni. Var Einari hótaður brottrekstur fyrir „framkomu11 sína. * Tvent getur verkalýðurinn lært af kaupdeilu þessari. — I fyrsta lagi sýnir hún glögglega kauplækk- unartilraunir auðvaldsins með nýjum breyting- um í framleiðsluaðferðum (rationalisering) eins og t. d. á sér stað á Siglufirði með hinar svo- kölluðu „nýungar“ í söltunaraðferðum. Slík brögð sem þessi hefir auðvaldið tíðkað mjög úti í löndum síðustu árin og verður verkalýð- urinn að vera vel á verði gegn öllum þess háttar grímuklæddum kauplækkunartilraunum. „Verklýðsblaðið« mun ræða þetta atriði nán- ar innan skamms. I öðru lagi sýndi kaupdeilan á Siglufirði, og reyndar einnig Krossanesverkfallið íslenzkum sjómönnum nauðsyn þess að krefjast ákveðins mánaðarkaups, en Jráða sig ekki fyrir hluta í afla og vera þannig háðir markaðsdutlungum auðvaldsskipulagsins. og lækkuðum launum. Alþýðan verður því að fylgjast vel með í hvernig kreppan teygir hramma sína einnig hingað út til íslands, sem lifað hefir við „góðæristímabilu .auðvaldsins hingað til, þótt alþýðan hafi lítið fengið af því að vita. En fyrst og fremst verður þó alþýðan að búast til baráttu á þeim sviðum, sem búast má við að auðvaldið Bæki á. Skal og um leið athuga hugsanleg úrræði auðvaldsins. Aðalframleiðsluvara íslands, fiskurinn, hefir nú fallið um 20% frá sama tíma 1 fyrra. Nú mun fyrsta flokks labradorfiskur seldur á ca. 72 kr., var í apríl í vor 95 kr., en um sama leyti í fyrra 90 kr. Stórfiskur mun nú seldur á 96 til 98 kr., en var í fyrra um sama leyti 115—120 kr. Auk þess eru birgðirnar, sem nú eru óseld- ar, miklu meiri en 1929, svo búast má við áfram- haldandi verðfalli. Og þetta skeður þótt hringa- myndun atvinnurekenda í fisksölunni sé orðin það sterk að annarsvegar standi Kveldúlfur með 25% af allri framleiðslu íslands í sínum hönd- um og hinsvegar fisksölusamlagið með flestalla stærri fiskseljendur innan sinna vébanda. Það sýnir bezt hve magnlaus auðvaldssamtökin eru gagnvart lögmálum auðvaldsskipulagsins sjálfs sem ekki hverfa fyr en auðvaldsþjóðfélagið sjálft er afnumið. Afleiðingin er fyrst og fremst: árás á laun sjómanna á öllum fiskiskipum og þeirra verka- kvenna og verkamanna, er við fiskinn vinna — og ella hótun um að gera ekki út. Og það er vel hugsanlegt að alvara yrði gerð úr þeirri hótun og er þá komið það ástand í landinu, að til hungurs horfir fyrir allan almenning, sakir þess að öll auðsköpunartækin eru í höndum ör- fárra auðmanna. Hefst þá stéttabarátta verka- lýðsins upp á nýtt, miklu alvarlegra og hærra svið. Hún verður að baráttunni um völdin yfir framleiðslutækjunum, um ríkisvaldið. Hugsanlegt er að auðmennirnir láti ríkisvald Bitt grípa í taumana og reyni þannig með króka- leiðum að koma tapinu yfir á alþýðu með skatt- álögum, eins og gert var með íslandsbanka síðasta vetur. Væri alls ekki ómögulegt að auð- valdið þá gengi inn á ríkisrekstrartillögur sosial- demokrata og einkasölu þeirra á fiski, til þess að bjarga sér í bráðina. En enginn sannur verk- lýðssinni myndi leggja þeim lið til slíks, því það yrði aðeins til að gera þá sterkari gagn- vart verkalýðnum og bjarga þeim út úr klíp- unni. Lenin segir í riti sínu um stórveldastefn- una. „Ríkiseinkasala er í auðvaldsþjóðfélaginu aðeins tæki til að hækka og tryggja tekjur auðkýfinga í einni eða annari iðnaðargrein, sem liggur við gjaldþrotiu. Hefir það sannast all- rækilega á síldareinkasölunni, Tilfinnanlegust af öllum verða áhrif verðfalls- ins á fiskinum, en á öðrum sviðum verða þau líka tvímgelalaust hörð. Ullin hefir fallið mjög mikið og stendur það í sambandi við verðlækkunina á bómullinni. Sama er um gærur og fleiri landbúnaðarafurðir. Og viðbúið er að sama verði um kjötið bráð- lega. Fyrir alla fátæka bændur þýðir þetta verðfall beinlínis stórkostlega lækkun á vinnu- launum þeirra og rýrnun á lífskjörum. Verða þá bankalánin og „ódýru“ renturnar, sem ver- ið er að gorta af, þeim óbærilegur baggi. Þeir munu sligast undir fargi skuldanna, þrælbundn- ir bankaauðmagninu, Bkyldugir til að afhenda meginhluta afralcstursins af striti sínu til ís- lenzku bankanna, þar sem sosialdemokratar Framsóknar og Alþýðuflokksins eru í meirihluta, — bankanna, sem eru skuldheimtarar fyrir hönd alþjóðaauðvaldsins, sem íslenzk alþýða verður að greiða blóðskatt ærið þungan á ári hverju í mynd okurvaxta og afborgana. Um síldarframleiðsluna er líkt að segja. Verð- ið á afurðum bræðslanna hefir lækkað. Síldar- lýsið var 1928 ca. 32 sterlingspund tonnið, 1929 25—26, en mun nú um 22. Þessu verðfalli velta bræðslueigendur auðvitað yfir á sjómenn og lækka bara síldarverðið að sama skapi. Sjómenn hafa ekki risið upp gegn þessari svívirðilegu meðferð, sem birtizt bezt þegar bræðslurnar settu verðið allt niður í 2—3 krónur málið. Hirðuleysi sjómanna hefir stafað af því að þeir hafa látið útgerðarmenn alveg ráða sínum hluta aflans og vart vitað fyrir hvað hann er seldur. Sýnir kreppan og verðfallið sjómönnum betur en allt annað, hve óhæf aðferð það er fyrir þá að taka laun sín með hlutaskiftingu, þar sem þeir eiga allt undir dutlungnm markaðsins og geðþótta auðvaldsins. Ætti það að sýna sjómönn- um að miklu heibrigðara sé að taka föst laun sem verkamenn í landi eða hásetar á togurun- um. Um saltsíldarverkið er það að segja að allt útlit mun fyrir að það lækki geysilega. Tak- mörkunarpólitík ríkisvaldsins um saltsíldarfram- leiðslu og hátt verð sem síldareinkasalan hefir haldið á síld undanfarið, hafa leitt af sér aukn- ar tilraunir neytenda meðal þeirra þjóða, er síldina kaupa, til að framleiða hana sjálfir. Er því svp komið að auk Norðmanna, sem fyrir vóru áður, veiða nú bæði Svíar, Danir og Finn- ar síldina utan landhelgi og verka hana þar. Samtímis útiloka þeir, að Svíum undanteknum, Islendinga með meira eða minna harðvítugum tollákvæðum eða innflutningsbanni frá að selja síld í löndum þeirra. Samkeppnin við síldar- einkasöluna fer því vaxandi erlendis frá ári til árs og mun ríða henni að fullu áður en lýkur, ekki síst þegar tilraunir forstjóranna til að úti- loka þessa samkeppni með myndun auðvalds- hrings ásamt norsku síldareigendunum, stranda sakir þröngsýni og sérhagsmuna ríkisvalda og auðvaldsflokka beggja þjóða. Nú mun framleiðslan á saltsíld utan landhelgi sem innan orðin um 100 000 tunnur fyrir 1. ágúst og þar með fyrirsjáanleg offramleiðslaj nema sildveiðin gerbreytist og valdi akæðri kreppu með atvinnuleysi því, er þar af mundí leiða. Enda heyrast þegar raddir um að síldar- verð sé að verða undir 20 krónum tunnan. Það er því auðséð að engar takmarkanir, einkasölur eða aðrar „endurbætur11 innan auð- valdsskipulagsins duga til að afnema kreppurn- ar með öllum þeirra skelfingum. Til þess dugar aðeins afnám auðvaldsskipu- lagsins sjálfs. „Rj ettur“ Tfmarit um þjóðfélags- og menningarmál. Kemur út 4 sinnum á ári. — Árg. kostar 5 kr. W Gerist áskrifendur. Afgreiðslumaður í Reykjavík: Arinbjörn Sveinbjarnarson, Laugaveg 41. Alþjóðasamhjálp^ verkamanna. Framhald af 1. síðu. Starfsemi. Yfir 65 miljónir gullmarka hefir Alþjóðasam- hjálpin safnað á þeim átta árum sem hún hefir starfað. Hefir því verið varið til ýmiskonar hjálpar starfsemi. Þegar jarðskjálftarnir gengu í Japan 1922 forðaði Alþjóðasamhjálpin tugum þúsunda barna frá hungurdauð.a Þegar kínversku bændurnir og verkamennirnir gerðu uppreisn gegn kúg- urunum 1925 og hungursneyðin vofði yfir heilum héruðum, mörgum miljónum manna, safnaði Samhjálpin á aðra miljón marka til hjálpar kínversku verkamönnunum, konum þeirra og börnum. í hundruðum verkfalla um allan heim hefir Alþjóðasamhjálpin bjargað konum og börnum verkfallsmanna frá hinni sárustu neyð. Og þó er aðalstarfsemin ótalin. Það eru barna- heimllin. Nú eru um öll lönd að rísa upp fyrir- myndar barnaheimili, barnahæli, dagheimili og sumarheimili fyrir verkamannabörn undir stjórn Alþjóðasamhjálparinnar. Á þeim átta árum sem félagið hefir starfað hefir það alið önn fyrir 500 000 börnum. Stofnun Alþjóða-Samhjálpar verkamanna á tslandi. I júní sl. var stofnuð deild úr Alþjóðasam- hjálp verkamanna hér á íslandi. Ingólfur Jóns- son borgarstjóri á Isafirði var kosinn formaður. Síðan hafa verið stofnaðar deildir á ísafirði, Akureyri og Siglufirði. Tóku deildirnar strax til starfa og var safnað inn til verkfallsmanna á Krossanesi yfir 1100. 00 krónur. Þörfin fyrir verkamanna- samhjálp á íslandi. Óvíða í heiminum er eins mikil þörf öflugr- ar hjálparstarfsemi og-hér á íslandi. Hér far- ast tiltölulega fleiri af slysum en í nokkuru landi öðru. Avinnuvegir og lífskjör eru hér erf- iðari og ótryggari en nokkursstaðar annarstað- ar og allar tryggingar og styrki vantar. Þess vegna ættu allir verkamenn og bændur, allir hugsjónamenn og alþýðuvinir að taka þátt í þessari starfsemi, sem auk þess að vera fögur og göfug einnig er hin nytsamasta og heilla- drýgsta fyrir land og lýð. rl.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.