Verklýðsblaðið - 11.08.1930, Blaðsíða 4

Verklýðsblaðið - 11.08.1930, Blaðsíða 4
Kaupgjaltf við vegavinnu. Framhald af 1. síðu. Vegavinna. Kaupgjald við vegavinnu ríkissjðða hefir verið lægst launuð erfiðisvinna hér á landi. Og ekld hefir það breyzt til batnalar þótt Fram- aóknarstjórain tæki við völdum. „Bændastjórn- in“ hefir átt önnur meiri áhugamál en að drýgja kaupgjald þeirra bænda og bændasona, er hafa orðið að leita vinnu utan heimilis til að geta dregið fram lífið. Ríkisstjórnin stendur þama mjög vel að vígi. Flestir þeir, er starfa að vegavinnu eru ófélagsbundnir, dreifðir og ósamtaka í kröfum sínum. Kjör þeirra hafa líka verið bágborin og aðbúð ill. Þeir hafast við í tjöldum og koma ekki að heimilum sínum, nema um helgar, þegar bezt lætur. Mataræði þeirra er þann veg farið víðast hvar, að matast er ki. 10 árdegis og kl. 3 síðdegis. Matgerð verður hver að annast sjálfur í matartímanum og gef- ur að skilja að þar er ekki nema um kaldan mat að ræða og kannske heitt kaffi á eftir. öll eldamennska fer fram inni í tjaldinu á prímus eða olíuvél, sem eitra fyrir þeim loftið og gerir tjaldið sóðalegt og óvistlegt. Allur matartími er dreginn frá vinnutíma. Á kvöldin verða þeir svo að annast matgerð til næsta dags að svo miklu leyti sem þeir geta, svo matar- tíminn endist þeim til að matgera og matast. Um helgar verða þeir svo að byrgja sig upp að vistum til vikunnar; geymast þær misjafnlega vel í skrínunum, svo buast má við því, að nýja bragðið sé farið af þeim í vikulok. Svona aðbúð svo mánuðum skiptir er ekkert sæidarbrauð, þegar þar að auki er borgað lægra kaup við þetta en aðra vinnu. En eru ekki tak- mörk fyrir því hvað bjóða má einyrkja bænd- um og bændasonum eigi síður en öðrum verka- lýð. Og mun sá mælir ekki senn fyltur? Deildu og drottnaðu! Ég minnist þess, að fyrir hér um bil 20 ár- um fór ráðning vegavinnumannanna þannig fram, að eftir að búið var að vinna í 1—2 vik- ur, sagði verkstjórinn hverjum og einum hvaða kaup hann.fengi og fór það eftir því hve v»l honum líkaði við hann og verk hans. óánægja verkamannanna grundvallaðist þá aðallega á samanburði hver við annan en ekki á því hve mikið eða lítið kaupið þætti. Reyndist þetta hið bezta ráð til þess að halda sofandi stétta- meðvitund þeirra og koma fram þeirri hugsun, að þeir væru keppendur um lífsgæðin þótt þau væru ekki mikil á boðstólum, en vísaði frá þeirri hugsun að þeir væru samherjar gegn sameiginlegum óvini. Það er ekki fyr en verka- menn eru farnir að skoða hvem ánnan sem samherja, að þessi ósiður var lagður niður. Og þótt ennþá hafi lítið tekizt að bera fram t;l sigurs kaupkröfur þeirra, eru vegavinnumenn- imir famir að vakna til meðvitundar um nauð- syn samtakanna gegn ríkisvaldinu. gegn risavöxnu, vel skipulögðu alþjóðlegu auð- magni, á hann það víst að bíða ósigur. V. þing „Rauða alþjóðasambandsins11 á mikið verk fyrir höndum, að búa verkalýðinn til' varnar í meatu kreppunni, sem yflr heiminn hefir dunið síðan í stríðinu, sem ef til vill verð- ur upphaf að úrslitabaráttu milli auðmagns og verkalýðs. Það ætti að vera deginum ljósara hverjum verkamanni, hvílík nauðsyn það er fyrir ís- lenskan verkalýð að læra af hinum reyndu fé- lögum vorum erlendis, að hafa hin alþjóðlegu stéttasamtök að bakhjarli og njóta stuðnings þeirra^ og leiðbeininga í hinni hörðu baráttu sem bíður okkar. íslenskir verkamenn eiga líka mikið erindi á þing byggingaverkamanna. Til byggingaverka- manna teljast hverskonar húsagerðarmenn, mál- arar, brúargerðarmenn, símalagningarmenn, vegagerðarmenn o. s. frv. Þessir verkamenn eiga við hörmuleg kjör að búa búa hér á landj og eru sumpart alveg óskipulagðir. Þeirra bíð- ur mikið verkefni að skipuleggja sig og búast til baráttu. u r Málið á sambandsþingi. Á aukaþingi Alþýðusambands tslands, er haldið var í nóvember 1929, var undir kaup- gjaldsmálum rætt um kaupgjald við vegavinnu og brúargerðir ríkissjóðs. Kom ljóst fram það álit þingsins, að hér væri stórt verkefni fyrir höndum, er leysa þyrfti með atbeina verkalýðs- samtakanna um land allt. Eftirfarandi tillögur voru samþykktar í málinu: 1. Sambandsstjóm og stjórnir fjórðungssam- bandanna hefji þegar útbreiðslustarfsemi með- al bænda, er vinna við vegagerð og brúarsmíði og myndi félagssamtök meðal þeirra, er svo styðji verkamenn í baráttu þeirra fyrir kaup- greiðslum við vegavinnu og brúargerðir. 2. Sambandsstjórn sje falið að semja við ríkisstjórnina um kaupgjald við vegavinnu og brúargerðir um land allt, fyrir næsta ár. 3. Náist ekki samningar, skal Sambandsstjóm gefa út kauptaxta í samráði við stjómir fjórð- ungasambandanna, er félögum sé skylt að fylgja. Tvær fyrri tillögumar voru samþykktar í einu hljóði, og hin þriðja með þorra atkvæða. Hér var um mikið nýmæli að ræða, er krafðist skjótrar og öruggrar úrlausnar. Hvað hefir sambaudsstjómin gert? Þrátt fyrir tillögur þessar og hið mikla fylgi, sem þær fengu, hefir sambandsstjórnin starf- að furðu hljóðlega að þessu máli og vegavinnu- menn hafa lífið orðið varir við hana. Það er fullt útlit á því, að annir landskjörsins og um- stang alþingishátíðarinnar hafi orðið þess vald- andi, að sambandsstjómin hafi ætlað þessu máli svo lítinn tíma, að þess hafi ekki gætt, að hér var um stórmál að ræða. Hvergi hefir orðið vart þeirrar útbreiðslustarfsemi af hendi sambandsstjómar, sem getið er um í fyrstu tillögu hér að ofan. Til samningsgerða við ríkis- stjómina um vegavinnukaup setti sambands- stjómin sérstaka nefnd. Sú nefnd hélt nokkra fundi með forstöðumönnum þessara verka og átti einnig nokkrum sinnum tal við atvinnu- málaráðherra. En þess er hvergi getið, að hún hefði fundi eða ætti tal við þá menn, er áttu að leysa af hendi vinnuna, til að heyra kröfur þeirra. Að vísu kom einn samningsnefndar- maður á einn fund á Eyrarbakka sem síðar segir. Afrek þessarar nefndar vom aðallega þau, að hún fékk vegamálastjóra til að borga hér um bil sama kaup og í fyrra. Hún hefir samið frið við ríkisstjómina og þannig komið í veg fyrir baráttu af hendi verkamanna. Hún hefir samið kaupkröfurétt af verkamönnum, svo ríkisstjómin þyrfti ekki að ganga með verk- fallskvíða yfir alþingishátíðina. Og hún hefir ekki virt verkamennina viðtals, eins og þetta væri mál, sem þeim kæmi ekkert við. Sam- bandsstjómin hefir algerlega brugðizt því trausti, sem sambandsþingið bar til hennar. Hún hefir samið verkfallsréttinn af verkamönn- um að þeim forspurðum, þótt formlegir samn- ingar væru að vísu ekki gerðir. Og hún hefir algerlega svikizt um þá útbreiðslustarfsemi, sem hlaut að vera fyrsta sporið í áttina til kauphækkunar. Fundurinn á Eyrarbakka. Ekki er mér kunnugt um það, hvort Eyr- bekkingar höfðu óskað eftir aðstoð sambands- stjórnar, eða hvort samninganefndarmaður sambandsstjórnar hafði boðið til fundarins. En á fundinum var rætt um kaupgjald við vega- vinnu þar austanfjalls. Skýrði þessi samninga- nefndarmaður frá því, að sambandsstjórnin hafði unnið að kaupsamningum við ríkisstjóm- ina um kaupgjald við vegavinnu. Taldi hann öll líkindi á því, að hægt væri að ná samningum um 90 aura á klst. (það er sá taxti, sem hefir gilt þar undanfarið). Eyrbekkingar vildu knýja fram kröfu um eina krónu um klst. í vegavinnu eins og tímavinnukaup var þar, og töldu sig reiðubúna til að hefja verkfall unz þeirri kröfu væri fram fylgt. En samningsnefndarmaðurinn lét sér fátt um finnast. Og í stað þess að hvetja þá í sókninni fyrir hærra kaupi og heita þeim aðstoð sambandsstjómar, taldi hann úr þeim kjark með því að láta í ljósi lítinn áhuga fyrir kaupdeilu, þar sem hægt væri að fá 90 aura kaupdeilulaust. Lauk svo að Eyrbekkingar féllu frá þeirri hógværlegu og framkvæmanlegu kröfu sinni, að kaupgjald við ríkisvinnu væri ekki lægra en kaupgjald við aðra tímavinnu þar. Vegavinna sunnanfjalls. Undanfarin ár hefir umtölulaust verið greitt sama tímakaup í vegavinnu hér sunnanfjalls og verið hefir í Reykjavík — eða því sem næst. Þessi vinna hefir líka aðallega verið unnin af Reykvíkingum bæði félagsbundnum og ófélagsbundnum. En þegar kauphækkunin gekk í gildi hér í vor, náði hún ekki til þeirra vega- vinnumanna er unnu við Þingvallaveginn eða austurveginn. Og þótt óánægja þepsara manna væri mikil yfir þeirri rangsleitni er þeim var sýnd, hefir sambandsstjórnin ekki látist heyra hana eða neitt reynt til að rétta hlut þeirra. Var þó gott tækifæri í vor að gera kaupkröf- ur meðan stóð á undirbúningi Alþingishátíðar- innar og allt var að lenda í eindaga. En sam- bandsstjómin kærði sig ekki um að nota slíkt tækifæri til hagsmuna fyrir verkalýðinn. Þá snerist öll hugsun hennar um það, að minnast þúsund ára kúgunar íslenzkrar undirstéttar með auðvaldsfulltrúum stórveldanna. Eða kin- okaði sambandsstjómin sér við, rétt fyrir svo hátíðlegt augnablik, að styggja matmóður sína — Framsóknarstjórnina? Framsóknarstjómin ótrauðari. Framkoma sambandsstjómar hefir gert rík- isstjómina ótrauðari í árás sinni á verkalýðs- samtökin. Það er eins og ríkisstjóminni hafi skilist, að sambandsstjómin sé orðin hemill á kaupkröfum verkamanna — hemill, sem megi treysta. Nú nýlega var reynt að fá verkamenn til að bera ofan í Lauganesveginn fyrir kr. 1,20 um tímann. Það væri synd að segja, að hún væri ekki farin að færa sig upp á skaftið, ríkisstjómin. Verkalýðssamband. Eina ráðið til þess að fá verkamenn í eina heild, til að fylgja fram hagsbótakröfum sín- um, er að stofna óháð verkalýðssamband fyrir allt landið. Sambandsstjómin er fyrir löngu búin að sýna að hún hefir ekki aðstöðu til að annast verkalýðsmálin, hún er upptekin af smámunalegri smáborgarapólitík, er notar verkalýðsmálin eingöngu til að afla sér póli- tískrar aðstöðu í flokknum, sem verkalýðssam- tökin geta ekki notið góðs af. Verkalýðssam- band er aðkallandi þörf, sem verður að fram- kvæmast í nánustu framtíð. Guðjón Benediktsson. , Verklýðsblaðið“ Pósthólf 761 — Reykjavík Áskriftarmiði Undirritáður óskar eftir að gerast áskrifandi „Verklýðsblaðsins14 Nafn.............................. Staða..............'.............. Heimili Áskriftargjald kr. 2.50 fyrir hálft ár kr. 5.00 fyrir heilt ár er hjálagt. (Klippist úr og' aendist til blaðsins) ,;Verklýðsblaði8“. Ritstjórn: Ritnefnd „Spörtu". — Abyrgðarm.: Brynjólfur Bjarnason. — Kemur út á iiverjum mánudegi. Árg. 5 kr., i lausasölu 15 au. eintakið. — Utanáskrift blaðsins: Verklýðsblaðið, P. O. Box 761, Reykjavík. — Prentsmiðjan Aeta.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.