Andvari

Volume

Andvari - 01.05.1961, Page 71

Andvari - 01.05.1961, Page 71
ANDVARI BEÉF FRÁ ÍSLANDI 69 Séð heim að Skálholtsstað. þær eyjar, sem við sáum. Oransay og Colums-kill eru þeirra merkastar sakir fornminja, Scarba fyrir vatnsdrög sín og Staffa vegna stuðlabergsins, sem fram að þessu hefur verið ókunnugt og ber af öllu öðru, sem menn þekkja af því tagi. Minn herra veit, að eyjarskeggjar og flestir Háskotar tala sína eigin tungu, sem þeir kalla erse og er leifar keltnesku. Á því máli eru liinir frábæru söngvar Ossi- ans ortir, og þó að landsmenn hafi ekki lengur af slíku að státa, vona ég þó að geta við heimkomuna sýnt það svart á hvítu, að enn kunna þeir að rita bæði fagurt og viðkvæmt. Það liggur i augum uppi, að tunga þessi er mjög forn, svo að mínum herra þætti kannski ekki ófróð- legt að vita, hve víða hún er töluð. Vil ég gjarnan verða við því og vona að nokkuð megi græða á frásögn minni, því að upplýsingarnar hcf ég frá herra Macpherson, hinum eina Englendingi, sem lagt hefur stund á þessa tungu að ráði. Á austurströndinni er hún töluð frá Nairn, um þvert land og um allar Suður- eyjar. Nyrðra eru takmörkin um Kata- nes, þar sem aðeins fjórir söfnuðir af tíu tala málið. Hinir sex tala betri ensku en annars staðar er töluð á Skotlandi. Á írlandi er töluð önnur mállýzka af tungu þessari og sama máli gegnir um Wales og Bretagne. Munur er þó ekki meiri en svo, að fólk frá einum staðnum getur sæmilega bjargað sér á hinum. Ef ég kynni Dalamál, hefði ég getað athugað, hvort 'um er að ræða þann skyldleika, sem mér fannst vera með þessum tveim tungum. Hér úir allt og grúir af norrænum forn- minjum: höllum, virkjnm, ættarhcmgum, bautastéinum o. s. frv. íbúarnir eru góð-

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.