Andvari

Årgang

Andvari - 01.05.1961, Side 81

Andvari - 01.05.1961, Side 81
ANDVARI VAXTARÁÆTLUN VEGNA MANNFJÖLDA 79 vesalli alþýðufræðslu, vesalli lífsbjörg al- þýðu, óhreysti og barnadauða, minnir í sumum hagskýrsluatriðum ýmist á belg- ískt eða írskt ástand. Þetta er þar ekki að öllu leyti „krónískt". Tökum t. d. mannfjölgun Spánar. Hún örvaðist til muna á þeim stuttu köflum áranna 1920—37, sem eitthvert andrúmsloft nýrra úrræða lék um, þótt fátækt réði sem fyrr. En undir veldi Francos síðan, samtímis hraðasta vaxtarskeiði, sem mann- kynssaga veit, hefur fjölgun á Spáni orðið langt fyrir neðan það, sem hún gerðist áratug kreppunnar og borgara- stríðsins 1929—38. Ekki sést, að hagur alþýðu hafi gerzt þar betri, þótt henni fjölgi svona gætilega. I Vestur-Þýzkalandi hefur fjölgað úr 39 í 51 milljón eftir stríðið, og eru 4. eða 5. hver maður og fjölskylda aðflutt þangað austan fyrir „járntjald". I seinni tíð hefur stríður straumurinn frá Alþýðu- lýðveldinu austurþýzka verið að miklu leyti yngstu árgangar unga fólksins þar og einkum röskasti og hugkvæmasti hluti þess. Hið gamalkunna fyrirbæri, „flótdnn úr sveitinni", magnast þarna við sér- stakar aðstæður, ekki eingöngu pólitískar. Hvernig verkar þetta á atvinnulíf lands- ins, þar sem fólkið „hrúgast saman“? — Þannig, að í ársbyrjun 1961 vantaði 377 þúsund verkfærra manna í lausar stöður og störf í Vestur-Þýzkalandi og efnahagur þess þykir vera svo öruggur, að unnt er bæði að hjálpa Bandaríkjunum og hækka gengi til að örva meira gjaldeyrisnotkun en gjaldeyrissöfnun. Móti innflytjendun- um er tekið með stórhug og bjartsýni. 1 il þess að búa þeim til atvinnu við iðnað og búnað, byggja yfir þá og stækka borgir og samgöngukerfi svo sem nemur 12 milljónum nýrra íbúa hefur verið lagt í fjárfesting, sem er meira en milljón ís- lenzkra króna á hvern vinnufæran „flótta- mann“. Fjárfesting þessi, sumpart til óarðbærrar uppbyggingar, hefur magnað framleiðslugetuna engu síður óbeint en beint. Það er „kraftaverkið". Mikil „of- fjölgun“ leiddi til vaxandi skorts á starfs- liði í flestum framleiðslu- og sérhæfni- greinum. Thomas R. Malthus birti þá kenning 1798 í frægu hagspekiriti, að hröð fjölg- un yrði mesta hætta hverrar menningar- þjóðar á 19. öld. Sem öðrum fjölfróðum Englendingum var honum ljóst, hve iðn- byltingin gat margfaldað bjargræðisvonir heimalands hans. En hann var þó sann- færður um, að þegar íbúar Bretlands kæmust yfir 10 milljónir, gæti ekkert nema vonlaus örbirgð tekið við, og þá mundi spilling og úrkynjun steypa bæði heimsveldi og heimamenningunni. Vegna trúarskoðana, sem bönnuðu honum að mæla því bót, ef hjón tækju að spara við sig barneignir viljandi, krafðist hann þess af siðsömu fólki og föðurlandselsk- andi, að það léti sér ekki koma í hug að giftast né tímgast fyrir fertugt, — með því einu móti gæti þjóð vegnað vel (Malthusarkenning). Samkvæmt þessu yrði að búast við því, að nú mundi ekk- ert ríki hvítra manna farsælt nema írska Fríríkið. Ekki þarf lengi að blaða í mannkyns- sögu til að sjá, að hröð viðkoma bætti ekki afkomuskilyrði neinnar þjóðar ein- sömul. En hún varð þýðingarmikið hreyfi- afl í þá átt í jafnríkum mæli og iðnaðar- og fiskiveiðabæir efldust, eins og varð á Norðurlöndum síðan um 1880 (og a. n. 1. fyrr). Ameríkuflótti úr þeim löndum og Þýzkalandi dvínaði þá ört á 1—2 ára- tugurn, en sami flótti úr slafneskum og rómönskum löndum fór vaxandi sökum efnahagskyrrstöðu þar. Á Islandi fylgdi Ameríkuflótti nákvæmlega sama eðlis- lögmáli og í Noregi samtímis, unz kaup-

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.