Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 81

Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 81
ANDVARI í MINNINGU GUTTORMS 79 erfiðismönnum eða skrifstofuþrælum. Af þessum félagslegu aðstæðum er það sprottið að meiri fjöldi íslenskra skálda hefur fengist að einhverju marki við ljóða- gerð en aðrar greinar skáldskapar. Þannig á ljóðlist lengsta, breiðasta og samfelld- asta hefð í íslenskum bókmenntum. Guttormur lagði þó einnig stund á leikritagerð, þá grein bókmennta sem hjá Islendingum á sér styttsta sögu og minnst rúm hefur skipað a. m. k. allt fram undir okkar daga. Það liggur hendi nær að tengja áhuga Guttorms á leikbókmenntum að ein- hverju leyti þeirri miklu leiklistarstarfsemi sem lifandi var meðal Vestur-íslend- inga allt frá því kringum 1880 og fram á ár sfðari heimsstyrjaldarinnar. Næst bók- mennta- og útgáfustarfsemi má það vekja undrun hvílíkur fjöldi leikrita var færður upp meðal landa vestra eins og glöggt sést af grein Árna Sigurðssonar „Leiksýn- ingar Vestur-íslendinga“ í Tímariti Þjódrœknisfélags Islendinga 1946. Kona Guttorms, Jensína Daníelsdóttir, tók þátt í leiksýningum Vestur-íslend- inga og sjálfur var hann hvatamaður að stofnun vestur-íslenskra hljómsveita og stjórnandi þeirra um skeið. Ekki verður þó séð af grein Árna Sigurðssonar að nema tvö af leikritum Gutt- orms hafi verið sýnd vestra, „Spegillinn“ og „Óvænt heimsókn“, sem bæði voru sýnd í Geysisbyggð á Nýja Islandi. Hér heima mun einþáttungur hans „Hringur- inn“ eitt leikrita hans hafa verið flutt - tvívegis í Ríkisútvarpinu 1939 og 1948. Árið 1930 komu út á prenti í Reykjavík eftir Guttorm Tíu leikrit. Nokkur þeirra höfðu áður birst í Skírni og þó einkum í tímariti Þorsteins Gíslasonar, Óðni. Síðar birti hann tvo einþáttunga í Ödni, „Byltingin“ og „Líkblæjan“, og aðra tvo í Tímariti Þjóðrœknisfélags íslendinga, „Skrifað fyrir leiksvið“ og „Glæsisvallahirðin“. Þótt íslensk leikritun ætti hvorki langa né rótgróna hefð að baki er Guttormur tók að birta fyrstu leikrit sín í tímaritum á árunum fyrir 1920 og í bók rúmum áratug síðar mátti samt á þessum tíma tala um tvær meginstefnur sem ríkjandi væru: Annars vegar var hin þjóðlega, rómantíska, ljóðræna stefna með verkum eins og Ötilegumönnunum eftir Matthías Jochumsson, Nýjársnóttinni eftir Indriða Ein- arsson, Fjalla-Eyvindi og Galdra-Lofti Jóhanns Sigurjónssonar og Munkunum á Möðruvöllum eftir Davíð Stefánsson. Hins vegar var grein sem kenna mætti við borgaralegt raunsæi, verk eins og Skipið sekkur eftir Indriða Einarsson, Syndir annarra eftir Einar H. Kvaran og Marmari og Vér morðingjar Guðmundar Kambans. í sjálfu sér voru þó báðar þessar tegundir leikrita aðeins mismunandi natúral- ískar í eðli sínu. Lífsmynd hvorra tveggja var rauntrú með ofurlítið mismunandi áherslum. Þess vegna voru leikrit Guttorms umtalsverð nýjung í íslenskri leikritun þegar þau komu út. Sú staðreynd virðist hins vegar við útkomu þeirra hafa farið fyrir ofan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.