Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1986, Page 157

Andvari - 01.01.1986, Page 157
ANDVARI UTANRÍKISSTEFNA ÍSLANDS 155 vörur, þar á meðal neysluvörur, fjárfestingarvörur, hráefni, tæki og vélar, svo fátt eitt sé nefnt af þeim margvíslegu vörutegundum, sem flytja þarf inn. Afleiðing þessa er m. a. sú, að allt lýðveldistímabilið og reyndar lengur, hafa íslensk stjórnvöld látið sig miklu varða verndun fískistofna í hafinu umhverfis ísland, forgangsrétt strandríkis til þess að nýta auðæfi sjávar umhverfis landið, og rétt strandríkis til þess að setja reglur um skynsamlega nýtingu og stjórnun fiskveiða í sjónum umhverfis ísland. Ofveiði og eyðing fiskistofna umhverfis landið mundi einfaldlega þýða efnahagslegt hrun fyrir íslenska ríkið. Vera má, að í framtíðinni þróist orkufrekur iðnaður á íslandi, byggður á nýtingu nær ótakmarkaðra orkumöguleika í fljótum, fossum og hverum landsins og iðnvöruútflutningur verði stærri í heildarútflutningi íslands. Eigi að síður virðist augljóst, að langan tíma enn muni hver íslensk ríkis- stjórn af annarri telja sjálfsagt að framfylgja því stefnumarki að taka virkan þátt í alþjóðlegu og svæðisbundnu samstarfi um verndun fiskistofna, skynsamlega hagnýtingu þeirra á grundvelli forgangsréttar strandríkisins, svo og að því að hindra mengun sjávar. Hefur þetta eðlilega verið eitt af grundvallarmarkmiðum íslenskrar utanríkisstefnu allt Iýðveldistímabilið. Það var þessi stefna, sem olli því, að við færðum út fiskveiðilögsögu okkar í 4 mílur 1952, 12 1958, 50 1972 og 200 mílur árið 1975, þrátt fyrir öfluga mótstöðu sumra voldugra bandamanna okkar. Verndun fiskistofna um- hverfis ísland með því að takmarka veiðisókn og útiloka erlenda togara skref fyrir skref frá mikilvægum fiskveiðisvæðum undan ströndum íslands var svo mikið lífshagsmunamál fyrir ísland í augum hverrar ríkisstjórnar af annarri að þetta varð óhjákvæmilega að gera, þrátt fyrir mikla mótstöðu og ágreining við volduga nágranna. Samhliða útfærslu fiskiveiðilögsögunnar skref fyrir skref, eftir því sem þróun þjóðarréttarins gerði mögulegt, áttu íslendingar á alþjóðavettvangi mjög nána samvinnu við stóran hóp ríkja, sem höfðu hliðstæðra hagsmuna að gæta í sambandi við mótun og gerð alþjóða hafréttarlaga. Við lok síðasta þorskastríðsins, árið 1975, og samkvæmt lokaniðurstöðu hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna, náðu íslendingar og önnur strandríki því marki, að öðlast rétt til þess að alþjóðalögum að útiloka aðra frá nýtingu efnahagslegra gæða sjávar og hafsbotns út að 200 mílna mörkum frá grunnlínum. Eigi að síður er þetta atriði enn mjög mikilvægt utanríkis- stefnumarkmið fyrir ísland, vegna þess að þjóðin verður stöðugt að fylgjast vel með hvers konar þróun á þessu sviði, sem gæti haft áhrif á lífshagsmuni okkar í sambandi við einu náttúruauðlegðina sem við eigum, fiskistofnana umhverfis landið og forgangsrétt okkar til þess að nýta þá.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.