Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1987, Blaðsíða 91

Andvari - 01.01.1987, Blaðsíða 91
ANDVARI ÍSLENSK ORÐMYNDUN 89 í meginatriðum má segja, að orðaforði vaxi við þrenns konar aðgerðir: innlend lán, nýmyndanir orða og erlend lán. f»ótt orðið lán sé notað hér, eins og oft er gert, þegar rætt er um orð, er það að því leyti villandi, að hér er ekki verið að tala um eitthvað, sem er fyrst fengið og síðan greitt eða afhent veitanda aftur. 1. Innlend lán Innlend lán fela yfirleitt ekki í sér formbreytingar, heldur merkingar- breytingar af einhverju tagi. Orðum, sem fyrir eru í málinu, eru fengin ný embætti. Þessum lántökum má skipta í tvennt: 1. Þegar reynt er að þýða erlend sérfræðiheiti á íslensku eða finna nýjum hugtökum nafn, má oft grípa til orða, sem notuð eru í almannamáli og gefa þeim skilgreinda og sérhæfa merkingu. Sem dæmi má taka: hœð og lægð í veðurfræði, kraftnr og orka í eðlisfræði, flötur og lína í stærðfræði. 2. Stundum er gripið til þess ráðs að vekja upp gleymd og hálfgleymd orð, a.m.k. orð, sem eru ekki lengur í almennri notkun, og þá ekki nauðsynlega til að mynda svonefnd íðorð. Frægasta dæmið er orðið sími, sem hafði legið gleymt og grafið öldum saman, þegar það var vakið upp. í fornu máli hafði það ínerkinguna ,þráður‘. Nú var það kvatt til að bera einnig merkinguna ,talþráður‘ eða þess háttar. Svipað er að segja um orðinþulur, vél, skjár o. fl. Þessi endurnýjunaraðferð hefir vakið allmikla athygli, og víst er það merkilegt, að unnt skuli vera að taka í notkun orð úr margra alda gömlu máli og blása í það nýju lífi. En þess ber að gæta, að hér er miklu oftar eða fremur um það að ræða að bæta nýrri merkingu við en skipta um merkingu í orði. Mönnum vill gleymast, að ýmis gömul orð, sem óneitanlega eru kunn úr fornritum, hafa lifað öldum saman í skáldskaparmáli og jafnvel alla tíð, og furðumörg heiti lifa einnig í samsetningum, sem allir þekkja, bæði gömlum og nýjum (sjá Halldór Halldórsson 1975). Sem dæmi um skáldskaparorð eða heiti í samsetningum má nefna: a) í forliðum: láréttur, marardjúp, niðaþoka, sefasýki b) í viðliðum: auðjöfur, áflogaseggur, ástmögur, milljónamœringur En ekki eru allir jafnhrifnir af yngingaraðferðinni eða hinni innlendu lántöku. Sumir leggja áherslu á, að það geti spillt fyrir að taka gömul orð og bæta á þau nýrri merkingu. Gömlu orðin og görnlu merkingarnar séu ekki dauðar úr öllum æðum, og merkingarviðbætur verði til að rugla menn og torvelda þeim skilning á ritum fyrri tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.