Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1987, Blaðsíða 61

Andvari - 01.01.1987, Blaðsíða 61
ANDVARI SKAPANDI TRYGGÐ 59 stakhendunni manna best hér á landi, segir að við þýðinguna verði að „setja sama bragformi sama markmið, að hefja eðlilegt lifandi mál til hóflegrar viðhafnar umfram laust hversdags-mál, án þess þó að trana fram bragskrauti sínu eða bragfjötrum; því þannig er leikljóð Shakespeares.“17 íslenskir þýðendur mega því ekki líta um of til fyrirmynda um pentajamb- isku ljóðlínu í bókmenntahefð okkar, því eins og Helgi segir: Alltfrá því Jónas Hallgrímsson hóf pentajambíska ljóðlínu til vegs í skáldmenntum vorum, hafa íslendingar naumast viðurkennt önnur tilbrigði en þau, að fyrsta braglið línunnar sé snúið við ... önnur lausung hefur ekki þótt við eiga; enda sporna íslenzkar stuðlareglur einatt gegn frekara raski, ef línan á að heita jömbuð á annað borð. Svo þröngir kostir hafa að vonum þótt harðir þegar leikljóð á í hlut; enda gæti linnulaus tvíliðabarsmíð heilt kvöld orðið býsna hvimleiður skarkali. Hinsvegar kynnu gagnráð- stafanir að enskri fyrirmynd að verða til þess, að allt hripaði úr böndunum, ljóðmálið yrði í raun ekki annað en prósa, og þá heldur en ekki tilgerðarlegt prósa í þokkabót.18 Fyrir íslenska stakhenduþýðendur er því hætta á tilgerð á báðar hliðar: hvort heldur sem haldið er of fast í íslenska braghefð eða slakað um of á grunnformi stakhendunnar. Helgi telur að „gagnráðstafanir að enskri fyrir- mynd“ séu þrátt fyrir allt nauðsynlegar, þ.e.a.s. ýmis tilbrigði í bragliðaskipan innan hinnar pentajambísku hrynjandi sem ekki má glata. Ef vel tekst til verður þá hægt að koma á málamiðlun þeirri milli ljóðs og prósa sem er aðalsmerki enskrar stakhendu í verkum Shakespeares. Þar takast í sífellu á tilbrigðarík hrynjandi lausamálsins og fastmótuð hrynjandi ljóðformsins án þess að önnur fái yfirhöndina eða beri hina ofurliði. Mér sýnist að í þessari „tvírödduðu“ hrynjandi, sem Helgi nefnir svo, megi finna hliðstæðu þeirrar sambúðar persónu og leikara sem getið var um hér að framan. Með dálítilli einföldun má þá segja að lausamálshrynjandin teljist til „eðlilegs“ orðfæris persónunnar en braghrynjandin til formlegrar og upphafinnar tjáningar leikarans á hlutaðeigandi orðræðu. Fyrir leikhæfi textans er því mikilvægt að hér haldist jafnvægi (nema þegar leikskáldið bregður vísvitandi út af því). Eins og við má búast af skáldi sem er ekki nema kynslóð á eftir Jónasi Hallgrímssyni fylgir Matthías fremur regluföstum bragarhætti, þannig að stundum vill verða úr nokkur tvíliðabarsmíð (ekki tjóar að birta einstök dæmi þar sem slík taktfesta verður ekki áberandi nema hún sé óslitin í alllöngum texta). í forspjalli því sem Guðmundur Björnsson (Gestur) lét fylgja þýðingu sinni á „Bálför Sesars“ úr Júlíusi Sesar í Skírni 1918 segir hann að í fyrri Þýðingum íslenskum hafi „bragsnilld“ Shakespeares „ekki verið metin að verðleikum: ágætustu og víðfrægustu þýðingamar eru yfirleitt kveðnar á jafnagangi fmmháttarins — lon og don . . . “19 Þó þætti mér þetta „lon og don“ gefa skakka mynd af texta Matthíasar ef ekki kæmi til stuðlasetning hans, sem vikið verður að innan skamms.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.