Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 78

Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 78
76 GUÐBJÖRG ÞÓRISDÓTTIR ANDVARI mundsson segir um Vefarann: „Hér svipar Vefaranum til fyrrnefndra verka eftir Strindberg og Papini. Þótt sagan sé sögð í þriðju persónu ólíkt því sem er hjá þeim, er lesandinn í raun aðeins að fylgja þroskasögu einnar sálar. Og sú sál er einstæð og er annt um að vera það.“ (3, bls. 176) Meira þarf ekki að segja um túlkun Halldórs. Sagan er í hans huga fyrst og fremst saga Steins Elliða og Diljá er eina persónan sem myndar mótvægi við Stein. Prátt fyrir þetta mótvægi nær Diljá ekki athygli Halldórs. Halldór segir: „Steinn Elliði er höfuðpersóna Vefarans og drottnar yfir honum öll- um. Vissulega á hann stundum í höggi við lagna andmælendur og rök- færslumenn, en eina persónan sem myndar raunverulegt mótvægi við hann er Diljá. Pað mótvægi myndar hún ekki með rökfimi heldur með því að vera einsog hún er, saklaus og hrein, og spyrja saklausra og hreinna spurn- inga.“ (3, bls. 188) I huga Halldórs Guðmundssonar er Diljá saklaus og hrein en hann gerir ekki nánari grein fyrir því í hverju sakleysi hennar og hreinleiki hennar birtist. í upphafi kafla sem ber yfirskriftina „Steinn og Diljá“ er að finna þessa tilvitnun í Vefarann mikla frá Kasmír: Hún leit snöggvast upp og spurði: - Til hvers ætlarðu að verða svona fullkominn? En hann virti slíka fákænskuspurn ekki svars. (Vefarinn mikli, bls. 36) (3, bls. 188) Halldór Guðmundsson velur tilvitnun í textann þar sem fram kemur að Steinn Elliði virðir fákænskuspurn Diljár ekki svars. Halldór veitir Diljá ekki mikla athygli en sér þó að hún'er „eina persónan sem myndar raun- verulegt mótvægi“ við Stein. (3, bls. 188) Halldór skilur ekki Jófríði, frekar en Diljá. Par sem Halldór gefur þeim Diljá og Jófríði svo lítinn gaum verð- ur túlkun hans á Vefaranum götótt og þar með fær lesandinn ekki heillega mynd með því að lesa túlkun hans. Halldór lýsir meðal annars þeim áhrifum sem þeir Strindberg, Weininger og Papini höfðu á Halldór Laxness. Halldór gerir of mikið úr áhrifum Ottós Weiningers á Halldór Laxness þó ekki sé dregið í efa að Halldór Laxness hafi kynnt sér skrif hans. En lesendur verka Halldórs Laxness verða að hafa í huga er þeir túlka verk hans, að Halldór er bæði stór og djúpur höfundur og það er rangt að reikna með því að hann verði fyrir áhrifum frá öðrum höfundum, sem óvirkur þiggjandi. Halldór þiggur ekk- ert beint frá öðrum, hann er stærri en svo. Þegar hann verður fyrir áhrifum af öðrum bókmenntaverkum blandar hann þeim saman við önnur verk og skapar nýja heima. Túlkun þeirra bókmenntafræðinga sem eru nefndir hér að framan sýnir að kyn lesandans getur skipt máli þegar verkið er túlkað. Margrét efast um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.