Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 140

Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 140
138 EYJÓLFUR KOLBEINS ANDVARI Hann naut vinsælda og virðingar samborgara sinna uns hann lést í hárri elli, níræður að aldri. Allar heimildir bera honum á einn veg söguna. Aiskhýlos varði lýðræðið vopnum, og Sófókles tók virkan þátt í upp- byggingu þess eftir Persastríðin, hafði afskipti af stjórnmálum og var Perík- lesi handgenginn. En þriðji höfundurinn, Evrípídes, átti sér að ýmsu leyti ólíka sögu. Hann gæti hafa fæðst um 485 f. Kr., en mestu máli skiptir að þegar hann komst til vits og ára voru fæðingarhríðir lýðveldisins og eld- skírn Persastríðanna langt að baki. í skjóli lýðræðis og óhefts málfrelsis við aukna hagsæld og margháttuð nýstárleg og framandi áhrif óx upp ný kyn- slóð sem rengdi verðmæti og hugmyndir hinnar eldri. Evrípídes var mótað- ur af gagnrýni og rökhyggju sófista og Sókratesar. Hann þótti ómann- blendinn einfari og lítt við alþýðuskap. Leikrit hans báru keim nýrra efa- semda og var fálega tekið. íhaldssöm gamanleikjaskáld drógu hann sundur og saman í háði. Hann tók fyrst þátt í keppni árið 455 f. Kr., að því er talið er, og margoft síðar, en sigraði aðeins fjórum sinnum. í elli sinni fluttist hann úr landi og dó fjarri átthögunum, líkast til tæplega áttræður, árið 406 f. Kr., skömmu fyrir andlát Sófóklesar. En örlög bókar eru ekki ráðin þótt ævi skáldsins sé öll. Evrípídes lét sér færra mannlegt óviðkomandi en fyrirrennarar hans, og verk hans snertu fleiri strengi í hug borgarbúa sem bjuggu við margþætt þjóðskipulag hellen- ískrar siðmenningar. Framvindan varð sú að á 8. og 7. öld f. Kr. tóku menn á Grikklandi að losna úr viðjum frumstæðra ættbálka. Einstaklingur gat orðið að meira eða minna leyti óháður og tekið örlög sín í eigin hend- ur. Sú þróun var til lykta leidd á 4. og 3. öld f. Kr. Þá höfðu menn til fulls sagt skilið við ættina og heimaþorpið og voru óháðir borgríkinu sem var orðið hluti stærri heildar. Þeir voru einstaklingar sem bjuggu í borgum. Sagt er að maðurinn hafi séð nekt sína eftir syndafallið. Nú uppgötvaði hann að hann var einn, á valdi óræðra hvata sem bjuggu honum böl og tor- tímingu, eins og Faidru sem Evrípídes orti um, eða grimmrar nauðsynjar ytri atvika sem knúðu hann til að gera það sem hann vildi ekki, eins og Agamemnon í Alis. Peir sem spyrntu gegn broddunum hlutu örlög Hippo- lýtosar eða Penþeifs, hörmulegan dauða í angist og örvæntingu. Þeim var ekki unnt fremur en Heköbu við Tróju að breyta atburðarásinni þótt hún ákallaði guðina í einsemd sinni. Þeir gátu einungis vonað að goðin myndu loks andstætt allri reynslu, í trássi við skynsemd og náttúrulögmál, snúa málum til góðs fyrir þá sem eftir lifðu. Evrípídes var skáld þeirra. Hann orti líka um óskadraum þeirra. Hin mótlætta Andrómakka bjargast úr þrengingum að ráðstöfun og góðvild máttarvalda þótt öll sund virðist lok- uð, og á í vændum fullsælu auðs og ástar. Týnda barnið íón, alið upp í um- komuleysi á miskunn góðra manna, reynist vera konungborinn og hreppir farsæld og mannvirðingar með guðs hjálp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.