Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2001, Blaðsíða 126

Andvari - 01.01.2001, Blaðsíða 126
124 ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON andvari fjarlægjast hröðum morgunskrefum: finna nóttina líða að lokum kannski er einhver viðstaddur til að horfa á augun bresta rétt fyrir dag. Slíkt hæfir manni vel. Annað meginþema Ljóða 1947-1951 er dauðinn, eða kannski öllu heldur ,líf manna andspænis dauðanum‘. Það kemur alls fyrir tíu sinnum í bókinni, í réttum helmingi kvæðanna. Kvæði XVIII fjallar allt um þetta þema. Það er eitt fimm kvæða í bókinni sem ort eru undir fimmliðahætti. Það er án stuðla og ríms en með tiltölulega reglubundinni hrynjandi - grunnbragur- inn er forliður og fimm hnígandi tvíliðir í línu, þó þríliðir komi fyrir á stöku stað og nokkrar línur endi á einlið. Bragurinn er sumsé stakhenda. Endur- tekningar og hliðstæður einkenna kvæðið ennfremur einsog fleiri sem ort eru undir þessum hætti („Það hæfir manni ágætlega að deyja [...] Slíkt hæfir manni vel“; „... og horfa á sjálfs sín blóð / og horfa á blóð sitt renna burt og storkna“; ,dimmu augun‘; ,skömmu/rétt fyrir dag‘ (þrítekið) osfrv.). Jón Óskar var um þetta leyti og í þónokkur ár enn að yrkja kvæði í svipuðum stíl, og náði í honum mikilli fullkomnun. Sjónarhomið í fyrsta hluta kvæðisins er sérkennilegt: ljóðmælandi horfir á sjálfan sig utanfrá, á sjálfan sig dauðan. Síðan tekur við hugleiðing. Einar Bragi deildi á kvæðið í annars afar lofsamlegum ritdómi, sem áður er vitnað til, og þóttist sjá í því merki um tilgerð og léttúð: „Eg kann ekki að meta svona tilraunir til að yrkja sér persónulegan dauða: Þetta kann að reyn- ast kokhreysti, þegar til alvörunnar kemur - bezt að tala varlega.“ Það er í sjálfu sér auðvelt, almennt séð, að samþykkja þessa fyrirvara, en þó er þetta án efa rangur skilningur á kvæðinu. Sigfús þekkti návist dauðans af eigin raun og gat því ort um hann sem mjög raunverulegan part af lífinu, æðrulaust og af einlægni. „Við töluðum ekki um dauðann, því að hann hafði komið til okkar,“ segir í kvæði XIV. Aþekk viðhorf til dauðans er að finna í fomum skáldskap. „Dauður verður hver,“ orti Hallfreður vandræðaskáld, en viðurkenndi þó að hann hræddist helvíti. Engir slíkir fyrirvarar em hinsvegar í vísunni sem eignuð er Þóri jökli: Upp skaltu á kjöl klífa, köld er sjávardrífa. Kostaðu huginn að herða, hér muntu lífíð verða. Skafl beygjattu, skalli, þótt skúr á þig falli. Ast hafðir þú meyja, eitt sinn skal hver deyja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.